Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 17
Ef litið var til aldurs höfðu mestar á hyggjur þau í elsta og yngsta aldurs­ hópnum. Nýjar, vandaðar 2ja til 5 herbergja lúxusíbúðir á einstökum útsýnisstað í nýju húsi við Kirkjusand, nálægt miðborg Reykjavíkur, eru komnar í sölu. Kirkjusandur, Stuðlaborg, er 77 íbúða bygging með fimm stigagöngum og verður eitt vandaðasta íbúðarhúsið í hverfinu. Innréttingar og tæki eru af viðurkenndum og vönduðum gerðum. Borðplötur innréttinga verða úr kvartssteini. Gólf hitakerfi verður í öllum íbúðum og njóta gólfsíðir gluggar byggingarinnar sín þannig eins og best verður á kosið. Öll rými verða að fullu loftræst inn og út og þarf því ekki að opna glugga til að fá ferskt loft inn í íbúðarrými. Loftræstingin tryggir betri loftgæði og er góð vörn gegn raka og ryki. Hljóðvist í húsinu er í hávegum höfð hvort sem um er að ræða hljóð að utan eða á milli íbúða hússins. Uppbygging útveggja og þaks sem og hljóðeinangrun glugga er eins og best verður á kosið að teknu tilliti til hljóðvistar. Alls verða bílastæði fyrir rúmlega 1.200 bifreiðar í sameiginlegri bílageymslu undir svæðinu, þar sem auðvelt aðgengi verður að raf hleðslustöðvum. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins 68% hafa áhyggjur af hlýnun jarðar Alls segjast tæp lega 70 prósent Ís lendinga hafa frekar eða mjög miklar á hyggjur af hlýnun jarðar. Að eins 11 prósent segjast hafa frekar eða mjög litlar á hyggjur. Í nýjustu könnun MMR var spurt um við horf al mennings til hlýnunar jarðar og hvort þau hefðu á hyggjur af henni. Á niður­ stöðum má sjá að konur hafa meiri á hyggjur en karlar, en alls sögðu 76 prósent kvenna hafa frekar eða mjög miklar á hyggjur, saman borið við 60 prósent karl manna. Ef litið var til aldurs höfðu mestar á hyggjur þau í elsta og yngsta aldurs hópnum. Í hópi þeirra sem eru á aldrinum 18 til 29 ára sögðust 77 prósent hafa frekar eða mjög miklar á hyggjur. Af þeim sem eru 68 ára og eldri sögðust 70 prósent hafa frekar miklar eða miklar á hyggjur. Þar á milli voru um 64 til 65 prósent sem sögðust hafa á hyggjur. Að eins þriðjungur hefur jafn launa vottun Minna en fjórðungur þeirra fyrir­ tækja og stofnana sem samkvæmt lögum ber að verða sér úti um jafn­ launavottun fyrir lok þessa árs hef­ ur hlotið vottun. Jafnlaunavottun var lögfest í júní árið 2017 og felur hún í sér að öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 manns á ársgrundvelli beri að gæta þess að ekki sé mismunun í launum eftir kyni. Fyrsti áfangi laganna nær til fyrir tækja og stofnana þar sem starfa 250 manns eða fleiri og ber þeim fyrirtækjum að öðlast jafn­ launavottun fyrir 31. desember 2019. Fyrirtæki af þeirri stærðar­ gráðu eru 289 talsins hér á landi og einungis 66 þeirra hafa öðlast vottunina. Heimild er til að beita dag­ sektum, allt að fimmtíu þúsund krónum á dag, hafi þessi fyrirtæki ekki hlotið jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs. En samkvæmt svari frá Jafnréttisstofu við fyrirspurn Fréttablaðsins, verður dagsektum ekki beitt nema að vel ígrunduðu máli. Vikan Það sem bar hæst í fréttum í vikunni var líklega sykurskatturinn sem heilbrigðisráðherra boðaði. Minna en fjórð- ungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun og fjölmargir Íslend- ingar hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Frekari lækkun stýri- vaxta sé æskileg Samtök atvinnulífsins segja að æskilegt hefði verið að stýrivextir hefðu lækkað meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Það hefði verið æskilegra að tryggja slaka í aðhaldi peningastefnunnar í ljósi þess efnahagsslaka sem sé fram undan. Peningastefnunefnd Seðla­ banka Íslands lækkaði stýrivexti úr 4 prósentum í 3,75 prósent. Er þetta önnur vaxtalækkun bankans á skömmum tíma en vextir lækk­ uðu um 0,5 prósent í lok maí sl. „Það er bæði nauðsynlegt og æskilegt að vextir lækki áfram á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður haldinn 28. ágúst nk. Gefið er að verðbólguvæntingar haldist áfram nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ sögðu samtökin í tilkynningu. Már Guðmundsson kynnti vaxtaákvörðun Seðlabankans í síðasta sinn í gærmorgun en hann mun láta af störfum í sumar eftir 10 ára starf. Sykurskatturinn leggst misvel í landann Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­ ráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni áætlun um aðgerðir til að draga úr sykurneyslu landsmanna, á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstu­ dag. Ákveðið var að skipa starfs­ hóp sem falið verður að innleiða áætlunina en Embætti landlæknis setti áætlunina upp. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnar­ ráðsins. Ráðherrann birti grein í Morgun­ blaðinu í dag þar sem fjallað er nánar um málið. „Það er mín skoðun að skattlagning ætti að vera ein af forgangsaðgerðum stjórnvalda til að fyrirbyggja lang­ vinna sjúkdóma,“ segir Svandís og búast má þannig við að einhvers konar sykurskatti verði aftur komið á en slíkur skattur var í gildi árin 2013­2015. Samtök um líkamsvirðingu hafa gagnrýnt ummæli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráð­ herra sem hún lét falla í grein sinn í Morgunblaðinu á mánudaginn. Samtökin segja ráðherrann kynda undir fitufordómum með því að taka feitt fólk út fyrir sviga. TILVERAN 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.