Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 47
ÞETTA ER SÝNING SEM Á ERINDI VIÐ OKKUR ÖLL. HÚN FJALLAR UM NÁN- ASTA UMHVERFI OKKAR OG HVAÐ VIÐ ERUM AÐ GERA VIÐ ÞAÐ Á 21. ÖLDINNI.Tímahvörf er sýning átta samtímaljósmyndara í Hafnarborg. „Þessir ljósmyndarar hafa á undanförnum þrettán árum komið hingað í bæinn til að taka myndir,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, forstöðu- maður Hafnarborgar. „Verkin endurspegla ákveðinn tíma, upp- haf 21. aldarinnar í gegnum linsu þessara ljósmyndara og við sjáum bæinn með ólíkum augum. Þetta eru bæði íslenskir og erlendir ljós- myndarar, sumir þeirra Hafnfirð- ingar, ýmist aðfluttir eða innfæddir, þannig að sýn þeirra er fjölbreytileg og mjög skemmtileg. Marino Thorlacius hefur farið út á suðurjaðar byggðarinnar þar sem á undanförnum árum hefur risið stórt iðnaðarsvæði. Hann sýnir okkur hvernig byggðin og nátt- úran takast á og renna saman og hvernig fegurðin getur jafnvel búið í ljótleikanum. Algjörlega á hinum endanum er Svala Ragnars sem er Hafnfirðingur og lærði heimildar- ljósmyndum í London. Hún vann að bók sem heitir Krossgötur og fjallar um álagabletti og álfaheimili á Íslandi en Hafnarfjörður er einmitt álfabær og stundum er sagt að þar búi 30.000 manns og 10.000 álfar. Svala tók myndir af völdum stöðum hér í Hafnarfirði þar sem er sambýli þess hulda og okkar mannanna er sýnilegt. Í þessum myndum sést mjög vel tvöfalt skipulag, annars vegar skipulagið fyrir mennina og svo fyrir það sem ekki allir sjá.“ Áhrifarík sería Á sýningunni eru verk úr seríunni Ásfjall eftir Pétur Thomsen. „Þetta er sería sem hann vann í tengslum við Þjóðminjasafnið frá 2007-2011. Upphaf lega markmiðið var að mynda hvernig maðurinn væri að brjóta náttúruna undir sig á Ásfjalli til að byggja þar íbúðabyggð. Í hruninu 2008 fór byggingaiðnað- urinn á hliðina og eftir stóðu hálf- byggð draugahverfi. Pétur mynd- aði þetta allt saman. Þetta er mjög áhrifarík sería og við erum með hluta af henni hér. Hún minnir á að stundum getur það sem við höldum að verði stórkostlegt orðið eitthvað allt annað.“ Innra ferðalag Ljósmyndararnir Daniel Reuter og Pamela Perez eru að sögn Ágústu dæmi um ljósmyndara sem eru á eins konar innra ferðalag. „Pamela er Bandaríkjamaður sem bjó í tíu ár í Hafnarfirði, lærði ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og vann loka- verkefnið sitt um heimabæinn sinn og sína sýn á hann. Myndir hennar eru mjög persónulegar og ljóðrænar og það er ekki nema fyrir innvígða Hafnfirðinga að þekkja senur frá Hellisgerði eða frá Krýsuvík. Daniel var að leita að mótífum í nágrenni Reykjavíkur og það var tilviljun sem réð því að hann endaði hér í Hafnar- firði. Við erum með verk eftir Stuart Richardson sem er úr seríunni Natriumsól þar sem hann sýnir okkur gervibirtu ljósastauranna. Hann vann hluta seríunnar sérstak- lega fyrir þessa sýningu. Þetta eru myndskeið af völdum stöðum þar sem ljósastaurarnir skína að því er virðist fyrir engan eða fáa.“ Sýningin stendur í allt sumar, fram í lok ágúst. „Þetta er sýning sem á erindi við okkur öll. Hún fjallar um nánasta umhverfi okkar og hvað við erum að gera við það á 21. öldinni. Ljósmyndarar varpa fram mikilvægum spurningum sem við getum kannski ekki svarað en er áríðandi að við veltum fyrir okkur,“ segir Ágústa. Hafnarfjörður með ólíkum augum Átta samtímaljósmyndarar sýna myndir sínar í Hafnarborg. Meðal þess sem sjá má eru álfaheimili og gervibirta ljósastaura. „Sýn þeirra er fjölbreytileg og mjög skemmtileg,“ segir Ágústa Kristófers- dóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Pétur Thomsen, Ásfjall/Mt. Ásfjall (2008-2011). Svala Ragnars, Krossgötur/Crossroads (2015-2018).  Listamennirnir Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Daniel Reuter, Marino Thorlacius, Pamela Perez, Pétur Thomsen, Spessi, Staś Zawada, Stuart Richardson og Svala Ragnars. Sýningar- stjóri er Kirsten Simonsen. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 27. JÚNÍ 2019 Fræðslugöngur Hvað? Kvöldganga um Aðalstrætið Hvenær? 20.00 Hvar? Grófarhús í Kvosinni Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Reykjavíkur með djúpar sögulegar rætur allt frá landnáms- tíð. Guðbrandur Benediktsson Aðalstræti 2 til 12. Fyrir enda götunnar er bryggjuhúsið, Vesturgata 2, með borgarhliðinu. Ljósmyndari: Guðmundur O. Eiríksson sagnfræðingur leiðir gönguna og fræðir göngufólk. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Leiðsögnin fer fram á íslensku. Hvað: Söguganga um Strandstíg í Hafnarfirði Hvenær: 20.00 Hvar: Drafnarslippur – á móts við Strandgötu 75 Lúðvík Geirsson hafnarstjóri leiðir göngu um ljósmyndasýningu Byggðasafns Hafnarfjarðar á Strandstígnum. Gangan tekur um klukkustund, Þátttaka er ókeypis. Myndlist Hvað? Míní-míní múltíversa – sýningaropnun Hvenær? 20.00 Hvar? Listasafn Reykjavíkur Ragnheiður Káradóttir kannar mörkin milli hins manngerða og náttúrulega. Tónlist Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Hallgrímskirkja Tuuli Rähni, organisti í Ísafjarðar- kirkju, leikur verk eftir Léon Boëll- mann, Nicolas De Grigny, Peeter Süda og sig sjálfa. Miðaverð er 2.500 krónur. Hvað? Freyjujazz Hvenær? 17.15-18.00 Hvar? Listasafn Íslands, Fríkirkju- vegi 7 Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari kemur fram ásamt tríói sínu. Á efnisskránni verða djassópusar eftir Cedar Walton, Chick Corea og Oscar Peterson í bland við frumsamið efni og þjóð- lög í nýjum búningi. Með henni leika Guðjón Steinar Þorláksson og Erik Qvick. Miðaverð: 2.000 krónur. 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.