Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 29
Tískuvitund Michaels Jackson er vel þekkt en poppkóngurinn féll frá fyrir tíu
árum. Trúlega þekkja allir rauða
leðurjakkann sem Jackson birtist í
í Thriller. Demantsskreytti hansk
inn fylgdi í kjölfarið og svo birtist
hann sem eðaltöffari, skreyttur
leðri og smellum þegar Bad kom út
1987. Þvílíkt lúkk.
Jackson birtist oft í kvenmanns
jökkum sem Givenchy og Balmain
hönnuðu. „Ef tískuheimurinn segir
að eitthvað sé bannað þá geri ég
það,“ skrifaði Jackson forðum daga
í Moonwalk árið 1988.
Rushka Bergman starfaði sem
persónulegur stílisti hans um tíma
og kom honum í Tom Ford, Dior
og gyllta og svarta jakkann sem
Givenchy gerði.
„Hann var frumkvöðull í tísku
og vildi eitthvað nýtt. Hann vildi
helst líta út eins og enginn hafði
gert áður,“ sagði Bergman við
Vogue í tilefni af sextugsafmæli
hans.
Hún benti á að uppáhalds
hönnuðir hans hefðu verið Hedi
Slimane, Tom Ford, Christophe
Decarnin sem starfaði fyrir Bal
main, Riccardo Tisci hjá Givenchy
og Kris Van Assche hjá Dior
Homme. Enginn komst þó með
tærnar þar sem John Galliano
hafði hælana í huga Jacksons.
Dexter Wong og Ann Demeule
meester sáu um Screammynd
bandið sem Jackson gerði með
systur sinni en þar birtust þau í
fötum sem vöktu meira en litla
athygli.
Í bókinni The King of Style:
Dressing Michael Jackson sem
Michael Bush skrifaði kom fram að
Jackson elskaði breska hersögu en
hermannajakkar urðu nánast hans
lúkk undir það síðasta.
Superbowl-
frammistaða
hans árið
1993 er ekkert
minna en goð-
sagnakennd.
Ótrúleg í alla
staði. Íklæddur
svörtum jakka-
fötum með gull-
slegna borða.
Hatturinn, jakkinn og hvítur rifinn bolur undir. Lúkk sem lifir góðu lífi. Kóngurinn í gulli að syngja á sviði í Ástralíu 1996.
Rauði jakkinn úr Thriller er enn flottasti rauði jakki sem gerður hefur verið.
Michael Jackson
1958
29. ágúst er Michael Joseph
Jackson í heiminn borinn.
1979
Off the Wall kemur út og selst í
sjö milljónum eintaka.
1982
Thriller býður heiminum góðan
dag og selst í 65 milljónum ein-
taka.
1983
Moonwalk-dansinn sést í sjón-
varpi í fyrsta sinn.
1984
Stærsti samningur sem gerður
hefur verið við Pepsi.
1987
Bad kemur í búðir og Neverland-
búgarðurinn keyptur.
1988
Sjálfsævisagan Moonwalker
dettur í búðarhillur.
1991
Skrifar undir 65 milljóna dala
útgáfusamning við Sony.
1995
HIStory kemur út
2008
Jackson og AEG live tilkynna
um 50 tónleika í O2 höllinni í
London.
2009
25. júní lést Jackson á heimili
sínu í Beverly Hills.
Kóngur poppsins
og tískunnar
Hatturinn, sólgleraugun, hvítu sokkarnir og hanskinn.
Allt eru þetta tískutákn sem poppkóngurinn sjálfur Mich-
ael Jackson gerði ódauðleg. Tíu ár voru í vikunni liðin
síðan Jackson lést en hann var ekki aðeins stórkostlegur
tónlistarmaður heldur hugsaði hann mikið um tískuna.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R