Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 29

Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 29
Tískuvitund Michaels Jack­son er vel þekkt en popp­kóngurinn féll frá fyrir tíu árum. Trúlega þekkja allir rauða leðurjakkann sem Jackson birtist í í Thriller. Demantsskreytti hansk­ inn fylgdi í kjölfarið og svo birtist hann sem eðaltöffari, skreyttur leðri og smellum þegar Bad kom út 1987. Þvílíkt lúkk. Jackson birtist oft í kvenmanns­ jökkum sem Givenchy og Balmain hönnuðu. „Ef tískuheimurinn segir að eitthvað sé bannað þá geri ég það,“ skrifaði Jackson forðum daga í Moonwalk árið 1988. Rushka Bergman starfaði sem persónulegur stílisti hans um tíma og kom honum í Tom Ford, Dior og gyllta og svarta jakkann sem Givenchy gerði. „Hann var frumkvöðull í tísku og vildi eitthvað nýtt. Hann vildi helst líta út eins og enginn hafði gert áður,“ sagði Bergman við Vogue í tilefni af sextugsafmæli hans. Hún benti á að uppáhalds­ hönnuðir hans hefðu verið Hedi Slimane, Tom Ford, Christophe Decarnin sem starfaði fyrir Bal­ main, Riccardo Tisci hjá Givenchy og Kris Van Assche hjá Dior Homme. Enginn komst þó með tærnar þar sem John Galliano hafði hælana í huga Jacksons. Dexter Wong og Ann Demeule­ meester sáu um Scream­mynd­ bandið sem Jackson gerði með systur sinni en þar birtust þau í fötum sem vöktu meira en litla athygli. Í bókinni The King of Style: Dressing Michael Jackson sem Michael Bush skrifaði kom fram að Jackson elskaði breska hersögu en hermannajakkar urðu nánast hans lúkk undir það síðasta. Superbowl- frammistaða hans árið 1993 er ekkert minna en goð- sagnakennd. Ótrúleg í alla staði. Íklæddur svörtum jakka- fötum með gull- slegna borða. Hatturinn, jakkinn og hvítur rifinn bolur undir. Lúkk sem lifir góðu lífi. Kóngurinn í gulli að syngja á sviði í Ástralíu 1996. Rauði jakkinn úr Thriller er enn flottasti rauði jakki sem gerður hefur verið. Michael Jackson 1958 29. ágúst er Michael Joseph Jackson í heiminn borinn. 1979 Off the Wall kemur út og selst í sjö milljónum eintaka. 1982 Thriller býður heiminum góðan dag og selst í 65 milljónum ein- taka. 1983 Moonwalk-dansinn sést í sjón- varpi í fyrsta sinn. 1984 Stærsti samningur sem gerður hefur verið við Pepsi. 1987 Bad kemur í búðir og Neverland- búgarðurinn keyptur. 1988 Sjálfsævisagan Moonwalker dettur í búðarhillur. 1991 Skrifar undir 65 milljóna dala útgáfusamning við Sony. 1995 HIStory kemur út 2008 Jackson og AEG live tilkynna um 50 tónleika í O2 höllinni í London. 2009 25. júní lést Jackson á heimili sínu í Beverly Hills. Kóngur poppsins og tískunnar  Hatturinn, sólgleraugun, hvítu sokkarnir og hanskinn. Allt eru þetta tískutákn sem poppkóngurinn sjálfur Mich- ael Jackson gerði ódauðleg. Tíu ár voru í vikunni liðin síðan Jackson lést en hann var ekki aðeins stórkostlegur tónlistarmaður heldur hugsaði hann mikið um tískuna. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.