Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 8
Skraufþurrt
Indversk kona fyllir á fötu í borginni Chennai. Miklir þurrkar hafa gert það að verkum að þessi sjötta fjölmennasta borg Indlands er að verða vatns-
laus og eru þurrkarnir samkvæmt AFP þeir verstu í manna minnum. Íbúar geta notað um helming þess vatns sem venjulega er þörf. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Mette Frederiksen mætti
í Amalíenborgarhöll í Kaupmanna-
höfn í gær og fór á fund drottningar.
Þar með varð hún forsætisráðherra
Danmerkur en á þriðjudag var til-
kynnt að Jafnaðarmannaflokkurinn
myndi sitja í minnihlutastjórn með
stuðningi Sósíalíska þjóðarflokksins,
Einingarlistans og Radikale Venstre.
Hin nýja danska stjórn hefur birt
átján blaðsíðna stjórnarsáttmála
þar sem loftslagsmálin vega einna
þyngst. Til dæmis er því heitið að
útblástur gróðurhúsalofttegunda
dragist saman um sjötíu prósent til
ársins 2030. Þá hyggst Frederiksen-
stjórnin einnig ætla að hætta að
skera niður í menntamálum, að því
er kom fram í frétt DR, danska ríkis-
útvarpsins.
DR hafði eftir Britt Bager, einum
talsmanna Venstre, stærsta flokks
hægriblokkarinnar, að þar á bæ ríkti
óánægja með ýmislegt. Til að mynda
það að afturkalla skyldi ýmsar
skattalækkanir. Hins vegar væri
samstarfsgrundvöllur í umhverfis-
málunum. – þea
Fór á fund
drottningar
Frederiksen er önnur
konan til þess að gegna
embætti forsætisráðherra
Danmerkur.
BANDARÍKIN Útlit er fyrir að tolla-
stríði Bandaríkjanna og Kína ljúki
brátt. Donald Trump Bandaríkja-
forseti og Xi Jinping, forseti Kína,
munu funda saman á G20-fundin-
um sem fer fram í Japan um helgina
og gæti sá fundur skipt sköpum.
Steven Mnuchin, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagðist bjart-
sýnn í viðtali við CNBC í gær. „Við
erum komin svona níutíu prósent
áleiðis og ég held það sé vel hægt að
klára þetta.“
Ráðherrann er vongóður um að
fundurinn lukkist vel. „Við von-
umst eftir þeim skilaboðum að
Kína vilji koma aftur að borðinu af
því að ég held það væri til bóta fyrir
bæði kínverskt og bandarískt hag-
kerfi að koma á jafnvægi í verslun
og þannig halda áfram að byggja
upp gott samband,“ sagði Mnuchin
enn fremur.
Ekki liggur fyrir hvað stendur
eftir í viðræðum. Það er að segja
hver þessi tíu prósent eru. Við-
ræðum var slitið í maí. Að því er
kom fram í South China Morning
Post sakaði Trump-stjórnin Kín-
verja um að hætta við að samþykkja
lykil atriði á borð við aðgang banda-
rískra fyrirtækja að kínverskum
markaði og verndun bandarískra
hugverka. Kínverjar saka Banda-
ríkin aftur á móti um að breyta
kröfum sínum í sífellu.
Wilbur Ross viðskiptamálaráð-
herra hefur áður sagt að í mesta
lagi leiði fundur Xi og Trumps um
helgina til þess að viðræður hefjist
á ný. Tekur sum sé ekki jafndjúpt í
árinni og Mnuchin.
Liu He, varaforsætisráðherra
Kína og samningamaður Kínverja,
ræddi við Mnuchin í síma á mánu-
dag. Þar sammæltust þeir um að
hefja viðræður á ný. Trump og Xi
áttu sams konar símtal í síðustu
viku þar sem þeir sögðu báðir
mikilvægt að halda áfram að ræða
saman.
Gao Feng, upplýsingafulltrúi
viðskiptaráðuneytis Kína, varaði
við áframhaldandi tollastríði fyrir
helgi. „Það vinnur enginn tolla stríð.
Ef Bandaríkjamenn eru staðráðnir
í að ráðast í einhliða aðgerðir gegn
Kína mun það hafa alvarleg áhrif
á þeirra eigin hagkerfi og hagsæld
þjóðarinnar,“ hafði CCTV eftir Gao.
thorgnyr@frettabladid.is
Bandaríkjamenn bjartsýnir
á lausn deilunnar við Kína
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis.
Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö
hvort á annað. Kínverskir neytendur forðast bandarískar vörur í auknum mæli vegna deilunnar.
Kínverskir neytendur sniðganga Bandaríkin
Ríflega helmingur kínverskra
neytenda forðast nú að kaupa
bandarískar vörur vegna við
skiptadeilunnar.
Þetta eru niðurstöður
könnunar breska ráðgjafarfyrir
tækisins Brunswick sem Reuters
greindi frá í gær. Alls sögðust 56
prósent þeirra þúsund Kínverja
sem tóku þátt forðast að kaupa
bandarískar vörur.
68 prósent sögðu skoðun sína
á Bandaríkjunum orðna nei
kvæðari nú en áður en til tolla
stríðsins kom.
„Þetta er mikil ógn við banda
rísk fyrirtæki þar sem þrír af
hverjum fjórum kínverskum
neytendum sögðust oft kaupa
vörur bandarískra fyrirtækja,“
sagði í tilkynningu frá ráðgjafar
fyrirtækinu.
Þeir Mnuchin, Trump og Pence hafa staðið saman gegn Kínverjum í tollastríðinu. NORDICPHOTOS/AFP
Mette Frederiksen.
NORDICPHOTOS/GETTY
EÞÍÓPÍA Tugir létust í átökum í
Amhara-héraði Eþíópíu um síðustu
helgi er uppreisnarmenn reyndu
að steypa héraðsstjórninni af stóli.
Þetta hafði Reuters eftir upplýs-
ingafulltrúa héraðsstjórnarinnar í
gær. Samkvæmt upplýsingafulltrú-
anum, Asemahagh Aseres, réðust
uppreisnarmenn á höfuðstöðvar
lögreglu, skrifstofur ráðandi flokks
og skrifstofur héraðsforseta.
Þrír embættismenn voru drepnir,
þar á meðal Ambachew Mekonnen
héraðsforseti. Þá var starfsmanna-
stjóri eþíópíska hersins, Seare
Mekonnen hershöfðingi, myrtur í
höfuðborginni.
Að sögn Asemahagh er uppreisn-
arsveitin nýstofnuð. „Þetta er hluti
af lögreglunni. Þau eru ekki sjálf-
stæð. Stærstur hluti okkar manna
hefur ekki gengið til liðs við þau og
varði okkur gegn árásum,“ sagði
hann.
Samkvæmt greiningu Reuters
setur það aukinn þrýsting á Abiy
Ahmed forsætisráðherra að upp-
reisnarmennirnir hafi komið úr
röðum héraðslögreglu. Ahmed
hefur að undanförnu reynt að vinda
ofan af bönnum á aðra stjórnmála-
f lokka og leyst uppreisnarmenn,
blaðamenn og pólitíska fanga úr
haldi. Hann er sagður hafa skapað
sér ýmsa óvini er hann hristi upp
í yfirstjórn hers og leyniþjónustu.
– þea
Tugir fórust í
átökunum
Mekonnen hershöfðingja minnst.
NORDICPHOTOS/AFP
2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð