Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 47

Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 47
ÞETTA ER SÝNING SEM Á ERINDI VIÐ OKKUR ÖLL. HÚN FJALLAR UM NÁN- ASTA UMHVERFI OKKAR OG HVAÐ VIÐ ERUM AÐ GERA VIÐ ÞAÐ Á 21. ÖLDINNI.Tímahvörf er sýning átta samtímaljósmyndara í Hafnarborg. „Þessir ljósmyndarar hafa á undanförnum þrettán árum komið hingað í bæinn til að taka myndir,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, forstöðu- maður Hafnarborgar. „Verkin endurspegla ákveðinn tíma, upp- haf 21. aldarinnar í gegnum linsu þessara ljósmyndara og við sjáum bæinn með ólíkum augum. Þetta eru bæði íslenskir og erlendir ljós- myndarar, sumir þeirra Hafnfirð- ingar, ýmist aðfluttir eða innfæddir, þannig að sýn þeirra er fjölbreytileg og mjög skemmtileg. Marino Thorlacius hefur farið út á suðurjaðar byggðarinnar þar sem á undanförnum árum hefur risið stórt iðnaðarsvæði. Hann sýnir okkur hvernig byggðin og nátt- úran takast á og renna saman og hvernig fegurðin getur jafnvel búið í ljótleikanum. Algjörlega á hinum endanum er Svala Ragnars sem er Hafnfirðingur og lærði heimildar- ljósmyndum í London. Hún vann að bók sem heitir Krossgötur og fjallar um álagabletti og álfaheimili á Íslandi en Hafnarfjörður er einmitt álfabær og stundum er sagt að þar búi 30.000 manns og 10.000 álfar. Svala tók myndir af völdum stöðum hér í Hafnarfirði þar sem er sambýli þess hulda og okkar mannanna er sýnilegt. Í þessum myndum sést mjög vel tvöfalt skipulag, annars vegar skipulagið fyrir mennina og svo fyrir það sem ekki allir sjá.“ Áhrifarík sería Á sýningunni eru verk úr seríunni Ásfjall eftir Pétur Thomsen. „Þetta er sería sem hann vann í tengslum við Þjóðminjasafnið frá 2007-2011. Upphaf lega markmiðið var að mynda hvernig maðurinn væri að brjóta náttúruna undir sig á Ásfjalli til að byggja þar íbúðabyggð. Í hruninu 2008 fór byggingaiðnað- urinn á hliðina og eftir stóðu hálf- byggð draugahverfi. Pétur mynd- aði þetta allt saman. Þetta er mjög áhrifarík sería og við erum með hluta af henni hér. Hún minnir á að stundum getur það sem við höldum að verði stórkostlegt orðið eitthvað allt annað.“ Innra ferðalag Ljósmyndararnir Daniel Reuter og Pamela Perez eru að sögn Ágústu dæmi um ljósmyndara sem eru á eins konar innra ferðalag. „Pamela er Bandaríkjamaður sem bjó í tíu ár í Hafnarfirði, lærði ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og vann loka- verkefnið sitt um heimabæinn sinn og sína sýn á hann. Myndir hennar eru mjög persónulegar og ljóðrænar og það er ekki nema fyrir innvígða Hafnfirðinga að þekkja senur frá Hellisgerði eða frá Krýsuvík. Daniel var að leita að mótífum í nágrenni Reykjavíkur og það var tilviljun sem réð því að hann endaði hér í Hafnar- firði. Við erum með verk eftir Stuart Richardson sem er úr seríunni Natriumsól þar sem hann sýnir okkur gervibirtu ljósastauranna. Hann vann hluta seríunnar sérstak- lega fyrir þessa sýningu. Þetta eru myndskeið af völdum stöðum þar sem ljósastaurarnir skína að því er virðist fyrir engan eða fáa.“ Sýningin stendur í allt sumar, fram í lok ágúst. „Þetta er sýning sem á erindi við okkur öll. Hún fjallar um nánasta umhverfi okkar og hvað við erum að gera við það á 21. öldinni. Ljósmyndarar varpa fram mikilvægum spurningum sem við getum kannski ekki svarað en er áríðandi að við veltum fyrir okkur,“ segir Ágústa. Hafnarfjörður með ólíkum augum Átta samtímaljósmyndarar sýna myndir sínar í Hafnarborg. Meðal þess sem sjá má eru álfaheimili og gervibirta ljósastaura. „Sýn þeirra er fjölbreytileg og mjög skemmtileg,“ segir Ágústa Kristófers- dóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Pétur Thomsen, Ásfjall/Mt. Ásfjall (2008-2011). Svala Ragnars, Krossgötur/Crossroads (2015-2018).  Listamennirnir Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Daniel Reuter, Marino Thorlacius, Pamela Perez, Pétur Thomsen, Spessi, Staś Zawada, Stuart Richardson og Svala Ragnars. Sýningar- stjóri er Kirsten Simonsen. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 27. JÚNÍ 2019 Fræðslugöngur Hvað? Kvöldganga um Aðalstrætið Hvenær? 20.00 Hvar? Grófarhús í Kvosinni Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Reykjavíkur með djúpar sögulegar rætur allt frá landnáms- tíð. Guðbrandur Benediktsson Aðalstræti 2 til 12. Fyrir enda götunnar er bryggjuhúsið, Vesturgata 2, með borgarhliðinu. Ljósmyndari: Guðmundur O. Eiríksson sagnfræðingur leiðir gönguna og fræðir göngufólk. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Leiðsögnin fer fram á íslensku. Hvað: Söguganga um Strandstíg í Hafnarfirði Hvenær: 20.00 Hvar: Drafnarslippur – á móts við Strandgötu 75 Lúðvík Geirsson hafnarstjóri leiðir göngu um ljósmyndasýningu Byggðasafns Hafnarfjarðar á Strandstígnum. Gangan tekur um klukkustund, Þátttaka er ókeypis. Myndlist Hvað? Míní-míní múltíversa – sýningaropnun Hvenær? 20.00 Hvar? Listasafn Reykjavíkur Ragnheiður Káradóttir kannar mörkin milli hins manngerða og náttúrulega. Tónlist Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Hallgrímskirkja Tuuli Rähni, organisti í Ísafjarðar- kirkju, leikur verk eftir Léon Boëll- mann, Nicolas De Grigny, Peeter Süda og sig sjálfa. Miðaverð er 2.500 krónur. Hvað? Freyjujazz Hvenær? 17.15-18.00 Hvar? Listasafn Íslands, Fríkirkju- vegi 7 Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari kemur fram ásamt tríói sínu. Á efnisskránni verða djassópusar eftir Cedar Walton, Chick Corea og Oscar Peterson í bland við frumsamið efni og þjóð- lög í nýjum búningi. Með henni leika Guðjón Steinar Þorláksson og Erik Qvick. Miðaverð: 2.000 krónur. 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.