Fréttablaðið - 27.06.2019, Side 2
Veður
Suðvestan og vestan 5-15 m/s,
hvassast NV-lands. Súld með
köflum V-til á landinu og rigning
í kvöld en þykknar heldur upp
fyrir austan. SJÁ SÍÐU 30
VERÐ FRÁ 345.900 KR.
M.V. 2 FULLORÐNA
NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000
MIÐJARÐARHAFIÐ
INDEPENDANCE OF THE SEA
Sigling um
1. - 14. SEPTEMBER
Hverfisgatan sundurtætt
Viðgerðir á Hverfisgötunni hafa valdið talsverðri truf lun á umferð í miðbæ Reykjavíkur en verktakarnir hófust handa um miðjan maí síðastliðinn
og áætlað er að framkvæmdirnar muni standa yfir fram að september. Auk endurgerðar Hverfisgötunnar er einnig verið að endurnýja lagnir í
Ingólfsstræti upp að Laugavegi. „Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttir og hjólastíg.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
RAFÍÞRÓTTIR Hópur rafíþróttaunn-
enda var samankominn í Háskóla-
bíói í gær til að fylgjast með fyrra
úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar.
Í gær kepptu lið Dusty og FH í
tölvuleiknum League of Legends.
Það var til mikils að vinna, en
sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á
Norðurlandamóti í League of Leg-
ends í sumar ásamt sínum skerf af
500.000 króna verðlaunafé. Úrslit
lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið
fór í prentun. Í kvöld verður keppt
í tölvuleiknum Counter Strike:
Global Offensive, en þar etja kappi
liðin HaFiÐ og Fylkir.
Deildin er sú fyrsta sinnar teg-
undar en rafíþróttir hafa vaxið
hratt á Íslandi á síðustu misserum.
Í dag má finna rafíþróttadeild innan
FH, KR og Fylkis, en f leiri íþrótta-
félög hafa sýnt senunni áhuga.
Melína Kolka, varaformaður Raf-
íþróttasamtakanna, segir að það sé
löngu tímabært að Íslendingar taki
þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum
mikið af góðu og f lottu rafíþrótta-
fólki sem fær nú tækifæri til þess að
vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu
umhverfi,“ segir Melína og bætir
við að hún vildi óska að það hefði
verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri
umgjörð þegar hún var yngri. – atv
Undanúrslit í
Háskólabíói
REYK JAVÍK Hollvinasamtök Ell-
iðaárdals munu kæra nýtt skipulag
við Elliðaárdalinn til Skipulags-
stofnunar og reyna að koma því í
íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir
svæðið, sem heimilar byggingu
gróðurhvelfinga, var samþykkt á
fundi skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú
fyrir borgarráð.
Halldór Páll Gíslason, formaður
Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er
verulega ósáttur við að farið verði
í uppbyggingu á svæðinu og segir
að hann bíði nú eftir að borgar-
ráð afgreiði málið til að hægt sé að
kæra það. „Það er ekki bara verið
að samþykkja að byggja 4.500 fer-
metra biodome og húsnæði fyrir
Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er
verið að samþykkja 43 þúsund fer-
metra lóðir inni í Elliðaárdalnum.
Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara
á ekki orð.“
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
fyrir skömmu telur Umhverfis-
stofnun fyrirhugaða byggingu
ganga á svæðið, skerða útivistar-
svæði almennings verulega og
þrengja að vatnasviði. Hyggst
Halldór Páll kæra málið til Skipu-
lagsstofnunar á grundvelli álits
Umhverfisstofnunar.
Hyggst hann líka fara
með málið í íbúakosn-
ingu. „Við munum fara í
það ferli eins og á Selfossi
að gera kröfu um íbú-
akosningu til að fá þetta
fellt.“
Hjálmar Sveins-
son, fulltrúi Sam-
f y l k i ng a r i n n a r
í ráðinu, seg ir
deilisk ipu lag ið
ekki ganga á Ell-
iðaárdalinn. „Þetta er á svæði við
Stekkjarbakka og er í rauninni
býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta
er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir
aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir
að geti komið græn starfsemi. Við
teljum einfaldlega að þetta sem
þarna er fyrirhugað sé í samræmi
við aðalskipulagið.“
Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálf-
stæðisf lokksins í ráðinu, er ekki
sammála um að svæðið sé í jaðr-
inum. „Við höfum verið mótfallin
þessu skipulagi frá upphafi. Það
hefur mikið verið reynt að halda því
fram að þetta sé ekki grænt svæði.
Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“
segir Hildur. „Svona svæði eru með
því verðmætasta sem við eigum
í borgum og við eigum að vernda
það. Elliðaárdalurinn er lungu
borgarinnar.“
arib@frettabladid.is
Vill íbúakosningu um
skipulag Elliðaárdals
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag
í Elliðaárdalnum. Málið fer nú fyrir borgarráð. Hollvinasamtök Elliðaárdals
hyggjast kæra málið til Skipulagsstofnunar og fara með það í íbúakosningu.
Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, vill engar
stórframkvæmdir á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
Þetta er í jaðri
Elliðaárdalsins.
Þarna gerir aðalskipulag
Reykjavíkur ráð fyrir að geti
komið græn starfsemi. Við
teljum einfaldlega að þetta
sem þarna er fyrirhugað sé í
samræmi við aðalskipu-
lagið.
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar
Rafíþróttir hafa vaxið á methraða
síðustu ár. FRETTABLADID/RAGNAR MÁNI
SAMFÉLAG Ný og endurbætt til-
k y nningarsíða Ábendingalín-
unnar á vef Barnaheilla var opnuð
í gær. Hún er sniðin að ólíkum ald-
urshópum en á nýju tilkynningar-
síðunni er einnig að finna fræðslu
um lög og skilgreiningar á of beldi
og öðrum atriðum sem hægt er að
tilkynna í gegnum Ábendinga-
línuna.
Markmið Barnaheilla er að vekja
athygli almennings, lögreglu, lög-
gjafans, netþjónustuaðila, barna-
verndaryfirvalda og f leiri aðila
á þætti netsins í kynferðislegu
of beldi gegn börnum og þrýsta á
stjórnvöld að axla ábyrgð í þessum
málaf lokki.
Ábendingalínan er rekin með því
markmiði að vinna á móti of beldi
gegn börnum á netinu, meðal ann-
ars að útrýma myndefni sem sýnir
kynferðisof beldi gegn börnum og
birt er á internetinu. Þá eru mark-
miðin einnig að vinna gegn tælingu
og hatursorðræðu á netinu. -pk
Barnaheill
opna nýja síðu
2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð