Fréttablaðið - 27.06.2019, Síða 45
Sannkölluð stórsýning á myndlist er haldin á Snæ-fellsnesi í sumar á rúmlega þrjátíu sýningarstöðum og þar eru sýnd verk eftir sjötíu og einn lista-
mann. Akademía skynjunarinnar
og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
standa saman að sýningunni sem
hefur heitið Nr. 3 Umhverfing og
stendur til ágústloka. Myndlistar-
mennirnir Anna Eyjólfsdóttir,
Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís
Alda Sigurðardóttir eru sýningar-
stjórar sýningarinnar.
Verkefnið Umhverfing er ferðalag
umhverfis landið. Nr. 3 Umhverf-
ing er þriðja sýningin í því ferða-
lagi. Nr. 1 Umhverfing var haldin
á árið 2017, þar sem fjórtán lista-
menn með tengsl við Skagafjörð
sýndu verk sín innan og utandyra
á fjórum stöðum á Sauðárkróki. Á
sýningunni Nr. 2 Umhverfing árið
2018 sýndu þrjátíu og sjö listamenn
með tengsl við Fljótsdalshérað á
fjórum stöðum á Egilsstöðum.
Verkefnið vex jafnt og þétt og
nú sýnir sjötíu og einn listamaður
vítt og breitt á Snæfellsnesi. Upp-
hafspunkturinn er í Breiðabliki,
Gestastofu Svæðisgarðsins Snæ-
fellsness, þar sem sýnendur kynna
sig á veggspjöldum sem hver og
einn hefur útbúið með sínu lagi,“
segir Anna. „Hugmyndin að baki
þessum sýningum er að sýna verk
eftir listamenn sem tengjast við-
komandi svæðum, eru ættaðir
þaðan, hafa búið þar eða dvalið í
lengri eða skemmri tíma.“
Nútímalist til almennings
Anna segir að þetta sé hugsjóna-
starf og unnið að langmestu leyti
í sjálf boðavinnu. „Við viljum færa
nútímalistina nær almenningi og
setjum listaverk upp í tengslum við
aðra menningarstarfsemi á viðkom-
andi svæði en setjum þau einnig í
óhefðbundið rými. Listaverkin eru
í þetta sinn á rúmlega þrjátíu stöð-
um, aðallega í þéttbýliskjörnum.
Við höfum til dæmis alltaf sýnt verk
á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða
og þar höfum við fundið fyrir alveg
sérlega miklu þakklæti. Nú er sýn-
ingin einnig á hótelum, veitinga-
húsum, í gömlum hlöðum, upp-
gerðum og óuppgerðum, kirkjum,
þjóðmenningar- og kynningar-
setrum, í fjörum og utan á húsum
og veggjum. Við höfum fundið
fyrir mikilli jákvæðni hvar sem við
komum, sem ber greinilega vott
um áhuga á menningu og listum.“
Listamennirnir eru valdir með
tilliti til tengsla þeirra við viðkom-
andi svæði og það vekur oft áhuga
þeirra á ætt sinni og uppruna ,“ segir
Anna. Sýningin á Snæfellsnesi nú
setur sannarlega svip á þetta fal-
lega svæði. „Heimamenn fá að
kynnast því hvað þeirra fólk er að
gera og aðrir geta sömuleiðis notið
fjölbreyttrar listar. Verkin spanna
nánast öll svið myndlistar og þátt-
takendurnir eru allt frá óþekktum
myndlistarmönnum til heims-
þekktra myndlistarmanna. Þess má
geta að í þeim stóra hópi sem sýnir á
Snæfellsnesi eru átta sem hafa verið
fulltrúar Íslands á Feneyjabienn-
alnum,“ segir Anna.
Sérstakt leiðakort
Bækur hafa verið gefnar út í tengsl-
um við fyrri sýningar og svo er
einnig nú. Í bókinni sem kemur út
í tengslum við þessa sýningu eru
upplýsingar um alla þátttakendur
sýningarinnar í máli og myndum.
Hjónin Sturla Böðvarsson, fyrrver-
andi ráðherra, og Hallgerður Gunn-
arsdóttir lögfræðingur skrifa grein
um mannlíf og menningu á Snæ-
fellsnesi. Elísabet Haraldsdóttir,
menningarfulltrúi Uppbyggingar-
sjóðs Vesturlands, og Ragnhildur
Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
Svæðisgarðsins Snæfellsness, skrifa
um aðdraganda sýningarinnar og
formála bókarinnar. Bókin er til
sölu í Breiðabliki, Norska húsinu
í Stykkishólmi og Pakkhúsinu í
Ólafsvík. Sérstakt leiðakort sýn-
ingarinnar liggur frammi á þessum
stöðum og á f lestum sýningar-
stöðunum, sem allir geta fengið
án endurgjalds til að taka með sér
í ferðalagið.
Á https://www.facebook.com/
umhverfing/ er hægt að nálgast
upplýsingar um sýninguna. Þar er
slóð inn á Google Maps með upplýs-
ingum og nákvæmum staðsetning-
um allra listaverka sýningarinnar.
Ferðalag um
Snæfellsnes
Anna Eyjólfsdóttir stendur hér við bátaverk Árna Páls Jóhannssonar. FRÉTTBLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
Þessi volduga lóa listamanns-
ins Steingríms Eyfjörðs er sýnd
í Norska húsinu í Stykkishólmi
ásamt öðrum listaverkum.
Erró á verk sem sýnd eru í Pakkhúsinu í Ólafsvík.
Tvær ljósmyndir, eftir Ragnhildi Láru Weisshappel og Önnu Eyjólfsdóttur,
prýða þennan vegg við verslunina Kassann í Ólafsvík.
Tugir listamanna
sýna verk sín á
Snæfellsnesi í sum-
ar. Sýningarstaðir
eru rúmlega þrjá-
tíu. Sýningin er sú
þriðja sinnar teg-
undar og í tengslum
við hana kemur út
vegleg bók.
VIÐ HÖFUM FUNDIÐ
FYRIR MIKILLI
JÁKVÆÐNI HVAR SEM VIÐ
KOMUM, SEM BER GREINILEGA
VOTT UM ÁHUGA Á MENNINGU
OG LISTUM.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING