Fréttablaðið - 15.08.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 15.08.2019, Síða 6
Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook. Brynhildur Péturs- dóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasam- takanna BRETLAND Sá meirihluti þingmanna á breska þinginu sem er andvígur samningslausri útgöngu úr Evr- ópusambandinu á í „hörmulegu samstarfi“ með Evrópusamband- inu með það að markmiði að koma í veg fyrir Brexit. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, í gær. Breska þingið hefur oftsinnis komist að samkomulagi um að samningslaus útganga sé einfald- lega óboðleg. Nú í vikunni var ákveðið að skoskur dómstóll taki fyrir mál um sjötíu þingmanna sem höfðað var til að fá úr því skorið hvort Johnson gæti slitið þingi til þess að ná slíkri útgöngu í gegn. Vonast þingmennirnir til að svo sé ekki. Ýmislegt bendir til þess að Johnson muni reyna að koma Bret- landi út úr Evrópusambandinu án samnings. Í fyrsta lagi er Johnson staðráðinn í því að halda í settan útgöngudag, 31. október, og ekki fresta honum líkt og áður hefur verið gert vegna samningsleysis. Í öðru lagi er ólíklegt að samningur muni liggja fyrir í októberlok. Breska þingið hefur í þrígang hafn- að samningi ríkisstjórnar Theresu May og Evrópusambandstoppar segja ómögulegt að semja upp á nýtt. Þingið er hins vegar, eins og áður sagði, andvígt samningslausri útgöngu og því myndi Johnson ef til vill ekki eiga marga kosti í stöðunni. „Þetta er hörmulegt samstarf, ef ég má komast þannig að orði, á milli fólks sem heldur að það geti komið í veg fyrir Brexit á þingi og evrópskra vina okkar. Evrópsku vinir okkar haggast ekki í afstöðu sinni um að gera engar málamiðlanir. Þeir vilja ekki gera málamiðlanir um útgöngusamning þótt honum hafi verið hafnað í þrígang. Þeir vilja halda í hvern staf, hverja kommu, í samningnum af því að þeir halda að þingið gæti enn komið í veg fyrir Brexit,“ sagði forsætisráðherrann í gær. Þá sagði Johnson að því lengur sem ástandið helst óbreytt, þeim mun líklegri verði samnings- laus útganga. „Það vil ég ekki. Við stefnum ekki að slíku en við þurfum á málamiðlunum að halda. Þeim mun meira sem Evrópa heldur að Brexit verði stoppað á þingi því harðari verða þeir í afstöðu sinni.“ Breska blaðið The Guardian tók fram í umfjöllun sinni að Johnson hefði sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki setjast að borðinu fyrr en Evrópusambandsríkin samþykkja opinberlega að falla frá umdeildu ákvæði um varúðarráðstöfun fyrir fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að Norður-Írar muni falla undir stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að forðast sýnilega landamæragæslu. Þykir Johnson og öðrum þetta ekki í lagi. Philip Hammond, fjármálaráð- herra May-stjórnarinnar, sagði á Twitter í gær að samningslaus útganga væri án alls samhengis við „bjartsýn loforð“ útgöngusinna í kosningabaráttunni. Fyrir henni væri ekkert umboð. Hann sagðist hins vegar vilja klára útgöngumálið. Svaraði hann þar heimildarmanni The Times úr forsætisráðuneyti Johnsons sem sagði Hammond reyna að koma í veg fyrir Brexit. thorgnyr@frettabladid.is Johnson segir þingið og ESB tálma útgöngu Forsætisráðherrann harmar meint samstarf andstæðinga samningslausrar út- göngu á þingi og Evrópusambandsins um að stöðva Brexit. Fjármálaráðherra Theresu May er sakaður um að reyna að skemma fyrir í útgöngumálinu. Boris Johnson heimsótti karlafangelsi í Leeds í vikunni og drakk þar úr bolla merktum fangelsinu. NORDICPHOTOS/AFP Þetta er hörmulegt samstarf, ef ég má komast þannig að orði. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands * Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. Nýtt bílaplan á Krókhálsi 9 benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-14 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 OPEL CORSA E. Nýskráður: 2015 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 125.000 km. Verð: 1.290.000 kr. Tilboð: 890.000 kr. Rað.nr. 150333 OPEL AMPERA Nýskráður: 2012 / Rafmagn Sjálfskiptur / Ekinn: 40.000 km. Verð: 2.490.000 kr. SKODA OCTAVIA Nýskráður: 2013 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 150.000 km. Verð: 1.590.000 kr. CHEVROLET CAPTIVA Nýskráður: 2013 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 98.000 km. Verð: 2.490.000 kr. VW GOLF TRENDLINE Nýskráður: 2012 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 99.000 km. Verð: 1.290.000 kr. SSANGYONG TIVOLI DLX Nýskráður: 2018 / Dísel Beinskiptur / Ekinn:20.000 km. Verð: 2.690.000 kr. FORD MONDEO Nýskráður: 2011 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 116.000 km. Verð: 1.450.000 kr. Tilboð: 1.250.000 kr. Rað.nr. 445530Rað.nr. 445622 Rað.nr.445751 Rað.nr. 150448 Rað.nr. 445765 Rað.nr. 445498 Enn betra úrval frábær kjör! -4 00 .0 00 -2 00 .0 00 4X 4 4X 4 CHEVROLET ORLANDO Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 38.000 km. Verð: 3.290.000 kr. Tilboð: 2.790.000 kr. Rað.nr. 340241 -5 00 .0 00 NEYTENDUR Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslend- inga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabað- ið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Pri- mark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Bryn- hildur Pétursdóttir, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa per- sónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar aug- lýsingar, sem hún sjálf rekst á reglu- lega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“ – ab Falsfréttir aftur komnar á kreik 1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 6 -A 8 1 C 2 3 9 6 -A 6 E 0 2 3 9 6 -A 5 A 4 2 3 9 6 -A 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.