Fréttablaðið - 15.08.2019, Side 24

Fréttablaðið - 15.08.2019, Side 24
Grace Kelly Allnokkrar frægar konur hafa haft gríðarleg áhrif á hártísku hvers tíma. Grace Kelly greiddi hárið alltaf upp og hafði síddina niður fyrir eyru. Hún var afar glæsileg kona sem eftir var tekið, bæði á hvíta tjaldinu og í einkalífinu. Glæsilega klædd og með einstaka fram- komu. Grace fæddist árið 1929 en lést sviplega árið 1982, rétt tæplega 53 ára að aldri. Audrey Hepburn Önnur heimsfræg Hollywoodstjarna, Audrey Hepburn, vann ekki einungis leiksigur í kvik- myndinni Breakfast at Tiffany’s heldur skapaði hún nýja tísku með þeirri mynd. Stutti svarti kjóllinn hefur lifað síðan og sömuleiðis hár- greiðslan sem er eins og snúður efst á kollinum. Þann- ig hárgreiðsla er enn vinsæl, ekki síður en kjóllinn. Audrey var fædd árið 1929 eins og Grace og lést árið 1993. Shirley Temple Ekki má gleyma barna- stjörnunni Shirley Temple með ljósu lokkana. Shirley litla varð ein stærsta stjarna Hollywood og slöngu- lokkar eru gjarnan nefndir eftir henni. Kvik- myndaferill Shirley hófst þegar hún var þriggja ára og lauk þegar hún var 22 ára. Shirley fæddist árið 1928 og lést 2014. Brigitte Bardot Brigitte Bardot var aðeins yngri, fædd árið 1934. Hún var ljóshærð með sítt hár sem varð gríðarlega eftirsótt hárgreiðsla á hippaárunum. Brigitte var kyntákn á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Á undanförnum árum hefur hún helgað líf sitt dýravernd. Brigitte er 85 ára. Twiggy Ofurfyrirsætan Twiggy, fædd árið 1949, varð ákveðið tákn fyrir táninga á sjöunda áratugnum og stutt hárgreiðsla hennar fór sigurför um heiminn því allar ungl- ingsstúlkur vildu vera eins og hún. Twiggy var kjörin Andlit ársins 1966 í Bretlandi og ári síðar Kona ársins. Jackie Kennedy Það er ekki nokkur vafi á því að Jackie Kennedy er kona sem hafði gríðarleg áhrif á tískuheiminn. Hún er enn ein glæsi- konan sem var fædd árið 1929 og hafði bæði mikil áhrif í hár- og fatastíl. Jackie lést árið 1994. Jackie þótti klæðast afar kvenlegum fatnaði en Oleg Cassini var hennar helsti hönnuður og varð heimsfrægur fyrir starf sitt fyrir forsetafrúna fyrrverandi. Jackie sást mjög oft í afskaplega fallegum drögtum úr vönduðum efnum og var óhrædd við liti. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þó að hér séu nokkrar konur taldar upp má alveg nefna Bítlana sem gott dæmi um Konur sem hafa skapað hártískuna Það er á vissan hátt magnað hversu einstakar konur og menn að sjálf- sögðu líka geta skapað tísku sem fer um heiminn án þess að það sé ráð- gert. Þannig eru nokkrar konur sem hafa haft sterk áhrif á hártískuna. Díana prinsessa Díana prinsessa er auðvitað enn eitt tískugoðið. Bæði hár hennar og fatastíll þóttu einstaklega smekkleg enda vakti hún athygli hvar sem hún kom. Díana var með þykkt og mikið hár sem hún hafði jafnan stutt. Greiðslan einkenndist af tísku þess tíma þegar hún var að stíga sín fyrstu spor í opinberu lífi. Smátt og smátt breyttist stíllinn enda hafði Díana færustu sérfræðinga sér til aðstoðar. Margir sakna Díönu sem lést í bílslysi árið 1997, þá 36 ára. Julia Roberts Úr nýrri kvikmynda- sögu eru nokkrar konur sem hafa haft áhrif á hártískuna. Julia Roberts úr kvikmyndinni Pretty Woman með sitt síða, liðaða, rauða hár sem þótti fallegt og margar ungar konur reyndu að líkja eftir. Pretty Woman var frumsýnd árið 1990. Meg Ryan Meg Ryan hafði meiriháttar áhrif á hárgreiðslu kvenna þegar kvikmyndin French Kiss leit dagsins ljós árið 1995. Stutt hár Meg með ljósum strípum varð til á næstum hverri einustu hárgreiðslustofu, jafnt hér á landi sem erlendis. Hárgreiðsla Meg úr öðrum kvikmyndum hennar höfðu sömuleiðis áhrif. Jennifer Aniston Þá eru ótalin áhrif frá Friends-þáttunum. Jennifer Aniston hafði þar mest áhrif í þáttunum sem sýndir voru seint á tíunda áratugnum. Sítt hárið sem klippt er í styttur varð gríðarlega vinsælt og kallast einfald- lega The Rachel. Hægt er að ganga inn á flestar hárgreiðslustofur og biðja um þá hárgreiðslu, allir vita um hvað er beðið. Victoria Beckham Loks má minnast á tískuhönnuðinn Victoriu Beckham en margir segja að hárstíll hennar hafi komið sléttujárninu í tísku. Victoria er einn eftirsóttasti tísku- hönnuður nútímans og hefur sannarlega mikil áhrif á tískuheiminn. Marilyn Monroe Marilyn Monroe er vitaskuld eitt helsta kyntákn sögunnar. Þegar hvíti kjóllinn sveipaðist um í gust- inum í bíómyndinni The Seven Year Itch frá árinu 1955 þykir eitt eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar. Það eru vitaskuld fleiri konur sem eru eftirminnilegar og má nefna þær Jane Fonda, Bo Derek, Farrah Faw- cett og Miu Farrow. brautryðjendur í hártísku. Elvis Presley var það líka á sínum bestu árum með gljáandi brilljantínið í hárinu. James Dean hafði sömu- leiðis mikil áhrif á unga menn þegar hann kom fram á hvíta tjaldinu. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS NÝJAR HAUSTVÖRUR 2019 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 6 -8 5 8 C 2 3 9 6 -8 4 5 0 2 3 9 6 -8 3 1 4 2 3 9 6 -8 1 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.