Fréttablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 4
ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR
FIAT DUCATO
Verð frá 4.024.194 án vsk.
4.990.000 m/vsk.
FIAT TALENTO L2H1
Verð frá 3.298.387 án vsk.
4.090.000 m/vsk.
FIAT DOBLO
Verð frá 2.225.806 án vsk.
2.760.000 m/vsk.
FIAT FIORINO
Verð frá 1.854.032 án vsk.
2.299.000 m/vsk.
ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
REYKJAVÍK Mismunandi skilningur
er á milli skólastjórnenda og fjár-
veitingarvaldsins hjá Reykjavíkur-
borg um hversu mikið fjármagn þarf
til að reka grunnskóla í borginni.
Lítið svigrúm er til hagræðingar
innan skólanna og því er helst lagt
til að sameina skóla, er þá nefnt sér-
staklega að loka Korpu skóla. Þetta
kemur fram í skýrslu Innri endur-
skoðunar Reykjavíkurborgar, IE, um
rekstur grunnskóla sem lögð verður
fram á fundi borgarráðs í dag.
Fjárúthlutanir til grunnskóla eru
um 25 milljarðar króna á ári og eru
rúmlega einn fimmti af heildarfjár-
úthlutunum borgarinnar. Alls rekur
borgin 36 grunnskóla. Í skýrslunni
voru þó aðeins teknir fyrir níu skól-
ar, þar af 1. til 7. bekkur í tveimur og
8. til 10. bekkur í tveimur. Einnig var
rætt við fjölda skólastjórnenda og
starfsmenn Skóla- og frístunda-
sviðs, SFS.
IE setur fram alls 24 ábendingar en
vegna engra þeirra er krafist tafar-
lausra úrlausna. Helsta niðurstaðan
sé að skólastjórnendur og SFS hafi
annan skilning á hvað sé nauðsyn-
legt fjármagn til að reka grunnskóla
en fjárveitingarvald borgarinnar.
SFS fær fjármuni úthlutaða frá borg-
inni sem er síðan úthlutað á skóla.
SFS hefur skorið niður fjármagn og
þar af leiðandi fari margir skólar
ítrekað fram úr fjárheimildum.
„Í raun standa skólarnir almennt
Ósammála um þarfir skóla
Haustið 2017 voru 67 nemendur í 1. til 7. bekk í Korpuskóla, sem tilheyrir Kelduskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ný skýrsla Innri endur-
skoðunar Reykjavíkur-
borgar um rekstur
grunnskóla verður lögð
fram á fundi borgar-
ráðs í dag. Í skýrslunni
er rætt um ýmsa galla,
þar á meðal Excel-skjal
sem notað er til fjárút-
hlutunar sem aðeins
einn starfsmaður kann
að vinna með.
frammi fyrir því að nánast allir
rekstrarliðir fá of knappt fjármagn,“
segir í skýrslunni. Sumir skólar fari
ítrekað fram úr fjárheimildum á
meðan aðrir skili iðulega afgangi.
Í skýrslunni er vikið að sérstöku
Excel-vinnuskjali sem hefur verið
notað í nær tuttugu ár til að úthluta
fjármunum. Er talað um þetta skjal
sem „plástrað“ og „úrelt“. „Aðstæður
grunnskólanna eru mismunandi að
mörgu leyti og það er tæpast hægt
að ákvarða fjárhagsramma í Excel-
skjali án þess að taka tillit til sér-
stakra aðstæðna,“ segir í skýrslunni.
Aðeins einn starfsmaður hefur
þekkingu til að vinna með skjalið,
mun það hafa valdið vandræðum
þegar viðkomandi hafi forfallast
við úthlutun fjármuna. Í skýrslunni
er þó tekið fram að búið sé að skipa
vinnuhóp til að skoða málið.
Í viðtölum við skólastjórnendur
kemur fram að þeir telji sig almennt
hafa litla aðkomu að úthlutun fjár-
hagsramma. „Sumir kváðust þó
reyna að koma sínum sjónarmiðum
á framfæri en töldu það raunar skila
litlum árangri,“ segir í skýrslunni. Í
dag fær skólinn 2 prósent af afgangi
og halla milli ára, leggur IE til að
þessu verði hætt til að hvetja skóla-
stjórnendur til að reka skólana með
sem hagkvæmustum hætti.
Skóli Bekkir Nemendur Starfsfólk Rekstrark.
Seljaskóli 1. - 10. 643 85 981
Langholtsskóli 1. - 10. 641 89 990
Melaskóli 1. - 7. 631 76 990
Norðlingaskóli 1. - 10. 594 83 1.039
Hagaskóli 8. - 10. 546 63 864
Réttarholtsskóli 8. - 10. 400 42 934
Kelduskóli (Vík og Korpa) 1. - 10. 367 55 1.333
Vogaskóli 1. - 10. 316 47 1.019
Hamraskóli 1. - 7. 149 26 1.251
✿ Skólarnir sem teknir voru fyrir í skýrslunni Fram kemur í skýrslunni að
eftir samtöl við skólastjórnendur
og skoðun tölulegra gagna séu fá
tækifæri til hagræðingar. Helst
liggi þeir möguleikar í sameining-
um skóla, er þá sérstaklega nefnt
að miðað við að kostnaður við
hvern nemanda sé minni í skólum
sem hafa aðeins nemendur frá 8.
til 10. bekkja, þá þurfi færri kenn-
ara á hvern nemanda og mögu-
leikar opnist á f leiri valgreinum.
Aðeins er þó mælt með að
einn skóli sameinist á næstunni,
Korpu skóli í Grafarvogi verði lagð-
ur niður og skólastarfið að fullu
sameinað Kelduskóla. Aðeins 67
börn voru í Korpuskóla árið 2017.
„Það er verulega óhagkvæmt að
reka svo litla starfsstöð þar sem
það kallar á aukinn mannaf la og
kostnað við rekstur húsnæðis,“
segir í skýrslunni um Korpuskóla.
Fram kemur í athugasemd frá SFS
og borgarstjórn að þetta sé þegar
í skoðun. „Sparnaður af slíkri
sameiningu er verulegur,“ segir í
athugasemdinni.
arib@frettabladid.is
1 Erfitt að sjá hvort var spenntara Ótrúlegt myndskeið af
því þegar Sophie Turner úr Game
of Thrones og Jonathan Van Ness
úr Queer Eye hittust í fyrsta sinn
hefur vakið heimsathygli.
2 Móðir til kynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára
stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa
sig til barnaverndar, í samráði við
skólann sem stúlkan gengur í.
3 Biðja að dá endur um að hemja sig eftir að káfað var
á klofi Klemensar Aðstandendur
aðdáendasíðu Hatara hafa séð
sig knúna til að biðja aðdáendur
um að hemja sig á tónleikum með
sveitinni eftir að káfað var á klofi
Klemensar Hannigan.
4 Ey þór vill fóta pressu en Arn mundur stendur við á
skorunina Eyþór Arnalds segist
reiðubúinn til þess að keppa við
Arnmund Ernst Backman í fóta-
pressu eða hnébeygjum en ekki
sjómanni.
5 Kona myrt í Stokkhólmi í nótt Á tján ára kona var skotin
til bana í íbúð í Välling by eftir að
skotið var inn í í búðina úr garði.
K JARAMÁL Samninganefnd Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga (SÍS)
hefur farið fram á frávísun í máli
sem Starfsgreinasambandið (SGS)
vísaði til Félagsdóms. Með málinu
sem var dómtekið í byrjun vikunn-
ar vildi SGS láta reyna á ákvæði frá
2009 um skyldu sveitarfélaga til við-
ræðna um jöfnun lífeyrisréttinda.
„Þessi einstrengingslega afstaða
hjá sambandinu fer verulega illa í
okkur. Það eru rosalega mikil von-
brigði að þeir vilji ekki bara láta
málið ganga strax til efnislegrar
umfjöllunar og fá úr því skorið,“
segir Flosi Eiríksson, framkvæmda-
stjóri SGS.
Lögfræðingar SÍS fengu frest til
næsta þriðjudags til að skila grein-
argerð um frávísunina. Flosi óttast
að málið muni því tefjast mikið,
jafnvel þótt frávísun yrði hafnað.
Veita þyrfti annan frest til að skila
greinargerð um efnisatriði málsins.
„Þegar við lýstum því yfir að við
ætluðum með málið fyrir félags-
dóm var því býsna vel tekið af okkar
samningsaðilum. Við litum svo á að
það væri leið út úr þessu þrátefli.“
Flosi segir að ákvörðun SÍS liðki
ekki fyrir viðræðum. „Allt er þetta
hluti af heild og þetta f lýtir ekki
fyrir því að klára kjarasamninginn
í heild sinni. Ég held að þetta hafi
verði býsna vanhugsað skref hjá
sambandinu,“ segir Flosi. – sar
Telur frávísunarkröfu vanhugsað skref hjá Sambandi sveitarfélaga
Flosi
Eiríksson.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
DÝRAVERND „Þetta er sami hvalur-
inn og var hér í fyrradag, hann er
steindauður,“ segir Sveinn Vilberg
Garðarsson, vélamaður hjá Sel-
tjarnarnesbæ.
Hvalinn, sem af lífaður var og
sökkt á mánudaginn, rak aftur á
land, en í þetta skipti á Seltjarnar-
nesi. Fulltrúi Matvælastofnunar
staðfesti að um sama hval væri
að ræða. Óvíst er hvort hvalurinn
verður urðaður eða sökkt.
Sveinn furðar sig á því að ekk-
ert virðist hafa verið gert til að
sökkva hvalnum. „Það sést að hann
hafi verið skotinn en engin önnur
ummerki eru á honum.“ Hann
segir Reykjavíkurborg eiga að sjá
sóma sinn í því að afgreiða málið
almennilega. Hræ hvalsins liggur
nú við Gróttu. – kdi
Rak aftur á land
2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
9
-9
6
4
4
2
3
A
9
-9
5
0
8
2
3
A
9
-9
3
C
C
2
3
A
9
-9
2
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K