Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 6
SAMFÉLAG Félagið Ísland-Palestína hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem slæm staða hinsegin fólks í landinu er hörmuð. Stjórnarmaður segir að Ísland-Pal- estína taki ávallt stöðu með mann- réttindum. „Allt okkar starf hefur grundvall- ast á að alþjóðalög séu virt og sam- stöðu með mannréttindum,“ segir Einar Steinn Valgarðsson, stjórnar- maður í félaginu. „Við teljum að deilur Írasels og Palestínu verði ekki leystar á réttlátan hátt ef mannrétt- indi verði ekki höfð að leiðarljósi.“ Félagið hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem staða hinsegin fólks er hörmuð. Tilefnið var fréttir af því að yfir- völd á Vesturbakkanum bönnuðu alla starfsemi samtaka hinsegin fólks. Þau voru hins vegar gerð afturreka með bannið eftir þrýsting frá mannréttindasamtökum víða um heim. Einar segir að þó að félag eins og Ísland-Palestína hafi takmörkuð áhrif í stóra samhenginu þá sýni sagan að alþjóðlegur þrýstingur skipti máli. Því sé mikilvægt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Munur er á lagalegri stöðu hins- egin fólks í Palestínu. Á Vesturbakk- anum hefur samkynhneigð ekki verið bönnuð en á Gasaströndinni er hún ólögleg að viðlagðri harðri refsingu. Stjórnvöld á Vesturbakk- anum hafa hins vegar verið að herðast í afstöðunni og þann tíma sem starfsemi hinsegin samtaka var bönnuð var almenningur hvattur til að tilkynna brot. „Þetta hefur kynt undir fordómum gegn hins- egin fólki og hvatt fólk til að taka lögin í sínar hendur,“ segir Einar. „Við höfum aldrei skorast undan að gagnrýna palestínsk yfirvöld þegar kemur að mannréttinda- brotum. En áherslan hefur verið á Ísrael sem hefur verið stórtækara í brotum.“ – khg UPPLIFÐU ÍSLAND Á ALVEG NÝJAN HÁTT! OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL 9 – 21 Fiskislóð 43, 101 Reykjavík FlyOverIceland.is B R E T L A N D Ti l k y n n ing Bor is Johnson, forsætisráðherra Bret- lands, um að ríkisstjórn hans hefði óskað eftir því að Bretlandsdrottn- ing frestaði þingfundum vakti hörð viðbrögð í gær. Leiðtogar stjórnar- andstöðuf lokka, Evrópusinnar í Íhaldsf lokki Johnsons sem og forseti þingsins sjálfur lýstu yfir megnri óánægju með útspilið. Þessi ák vörðun stjórnvalda þýðir að þingið fer í leyfi í kringum 10. september næstkomandi, sam- kvæmt Lauru Kuenssberg, stjórn- málaskýranda breska ríkisútvarps- ins, en ekki þann 14. eins og áætlað var. Þótt munurinn sé ef til vill lítill hefur hann mikla þýðingu, að því er Kuenssberg skrifar. „Vegna þess að afleiðingarnar eru þær að þing- menn hafa minni tíma til að koma í gegn lögum sem myndu koma í veg fyrir að Johnson stýrði Bretlandi út úr Evrópusambandinu samnings- laust ef samkomulag næst ekki við Brussel fyrir októberlok.“ Með því að fresta þingfundum munu öll ókláruð mál fara aftur á byrjunarreit. Vilji þingmenn festa í lög að samningslaus útganga standi ekki til boða þarf það því að gerast áður en þingfundum er frestað, skrifaði Jessica Elgot, stjórnmála- skýrandi The Guardian. Mikið hafði verið rætt um mögu- leikann á því að Johnson gæti farið þessa leið. Þingmenn höfðu lýst yfir að þeir óttuðust að forsætisráðherr- ann myndi taka þessa umdeildu ákvörðun til þess að þröngva samn- ingslausri útgöngu upp á þingið, þvert gegn yfirlýstum vilja þess. Hópi rúmlega sjötíu þingmanna varð nýverið að ósk sinni þegar skoskur dómstóll samþykkti að taka fyrir málsókn þar sem vonast er til að fá það staðfest að það sé ólöglegt fyrir forsætisráðherra að ganga fram hjá þinginu á þennan hátt. Taka átti málið fyrir þann 6. september en samkvæmt Joanna Cheery, þingmanni Skoska þjóðar- flokksins, hófst vinna í gær við að fá málinu flýtt. Ian Blackford, þing- flokksformaður flokksins, sagði að Johnson hagaði sér nú líkt og ein- ræðisherra. Hann væri umboðslaus og Skoski þjóðarflokkurinn myndi gera allt sem hann gæti til að fyrir- byggja samningslausa útgöngu. Ekki var minnst á að frestunin væri hugsuð til þess að ganga fram- hjá þinginu í bréfi sem Johnson sendi þingmönnum í gær. Sagði þar að tími væri til kominn að fresta þingfundum þar sem núverandi þing hefur staðið yfir í um tvö ár, mun lengur en venjulega. Á næsta þingi myndu stjórnvöld leggja fram metnaðarfull frumvörp í heilbrigðismálum, innviðamálum og svo auðvitað í útgöngumálinu. Á meðan þingið væri í fríi myndi ríkisstjórnin halda áfram undir- búningi sínum fyrir Brexit. „Með eða án samnings.“ Sagði Johnson svo við fjölmiðla að það væri fjarri sannleikanum að ríkisstjórnin væri að reyna að þvinga fram samnings- lausa útgöngu. Þau orð dugðu hins vegar ekki til þess að lægja öldurnar. Hvergi nærri. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaf lokksins, var til að mynda ekki par sáttur. „Það sem forsætisráðherra er að gera er að stela lýðræðinu af okkur í von um að þvinga fram samningslausa útgöngu. Hvers vegna er hann svo hræddur að hann þarf að fresta þingfundum til þess að koma í veg fyrir umræðu um málið?“ spurði stjórnarandstöðuleiðtoginn. Verka- mannaf lokkurinn mun, að sögn Corbyns, leggja fram frumvarp hið snarasta til að koma í veg fyrir frestunina. Síðan myndi flokkurinn leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Dominic Grieve, Evrópusinni og samf lokksmaður Johnsons, var á sama máli. Sagði hann ákvörðun Johnsons reginhneyksli. „Ríkis- stjórnin mun falla,“ sagði Grieve og varaði við vantrausti. Þingforsetinn var ómyrkur í máli. „Ég hef ekkert frétt frá ríkisstjórn- inni en ef þessar fregnir reynast sannar, að hún ætli að fresta þing- fundum, erum við að horfa upp á grófa aðför gegn stjórnarskránni,“ sagði hann og hélt áfram: „Hvernig sem á þetta er litið er augljóst að tilgangur frestunarinn- ar er að koma í veg fyrir umræðu þingsins um Brexit sem og að það geti sinnt skyldu sinni. Nú, á þess- um erfiðu tímum í sögu ríkisins, er mikilvægt að landskjörið þing fái sitt um málið að segja. Við búum við þingræði.“ thorgnyr@frettabladid.is Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir þetta aðför að stjórnarskrá. Drottningin samþykkti beiðni forsætisráðherrans. Elísabet Bretlandsdrottning samþykkti beiðni ríkisstjórnar Johnsons um að fresta þingfundum. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Mike Pence, vara- forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að ræða um „innrás“ Kínverja og Rússa á norðurslóðir þegar hann kemur hingað til lands í næstu viku. Þetta hafði Reuters eftir emb- ættismanni úr ríkisstjórn Banda- ríkjanna í gær. Samkvæmt fréttinni hafa Banda- ríkjamenn áhyggjur af því að Rússar sýni nú árásargjarna hegðun á norðurslóðum þegar aðgengi að auðlindum hefur aukist vegna bráðnunar íss. Einnig þykir Banda- ríkjamönnum þörf á að fylgjast náið með Kína. Á ferðalagi sínu mun Pence einnig ferðast til bæði Bretlands og Írlands. Hyggst hann ræða við Boris Johnson, breska forsætisráð- herrann, um meðal annars hvernig Bretum gengur að ganga út úr Evr- ópusambandinu. Á Írlandi stendur til að funda með Leo Varadkar for- sætisráðherra og reyndar ferðast líka til bæjarins Shannon en þangað getur Pence rakið ættir sínar. – þea Pence ætlar að ræða innrás á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Það sem forsætis- ráðherra er að gera er að stela lýðræðinu af okkur í von um að þvinga fram samningslausa út- göngu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins BRASILÍA Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, tilkynnti í gær að boðað hefði verið til fundar leiðtoga ríkja Suður-Ameríku. Það sé gert til þess að ná samkomulagi um sameigin- lega stefnu um að koma Amason- frumskóginum til varnar. Mikið hefur verið fjallað um elda í frumskóginum að undan- för nu . Leiðtogar G7-r íkjanna ræddu um eldana og sagði Emm- anuel Macron, forseti Frakklands, að um algjört neyðarástand væri að ræða. G7-leiðtogar buðu Brasilíu- mönnum 20 milljóna evra neyð- araðstoðarg jöf en Bolsonaro mun ekki samþykkja hana nema Macron biðjist afsökunar fyrst á meintum móðgunaryrðum. Brasilíuforsetinn var nýstiginn út af fundi með Sebastian Pinera, forseta Síle, þegar hann greindi frá fundinum í gær. Sagði hann að öll ríki álfunnar, utan Venesúela, myndu hittast þann 6. september í Kólumbíu. – þea Leiðtogar funda um Amason Félagið Ísland-Palestína gagnrýnir slæma stöðu hinsegin fólks í Palestínu Hinsegin fólk hefur átt undir högg að sækja í Palestínu. Einkum á Gasa­ ströndinni. NORDICPHOTOS/GETTY 2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -A A 0 4 2 3 A 9 -A 8 C 8 2 3 A 9 -A 7 8 C 2 3 A 9 -A 6 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.