Fréttablaðið - 29.08.2019, Page 8

Fréttablaðið - 29.08.2019, Page 8
mánuðum síðar höfðu safnast 10 milljarðar króna á innlánsreikninga Kviku banka. Arion banki bendir á að áformin samræmist á engan hátt markmiði reglnanna um að takmarka áhættu innistæðueigenda og ríkis. „Reynslan sýnir að gríðarlegt tjón getur hlotist af fjármálafyrir- tækjum sem ekki teljast kerfislega mikilvæg og má í því sambandi nefna tjón ríkissjóðs af Sparisjóði Kef lavíkur. Einnig sýnir reynslan að mikið tjón getur hlotist af keðju- verkandi áhrifum af falli fjármála- fyrirtækjanna sem ekki teljast kerfislega mikilvæg og má þar nefna Lehman Brothers í Banda- ríkjunum,“ segir í umsögn bankans. Íslandsbanki tekur í sama streng og gerir athugasemdir við að tak- markanirnar eigi ekki við alla við- skiptabanka landsins. „Áformaðar takmarkanir myndu þannig ekki taka til þess viðskipta- banka sem í dag höfðar sérstaklega til neytenda með tilboðum um háa innlánsvexti og er jafnframt sá banki sem hefur hlutfallslega umfangsmestu fjárfestingarbanka- starfsemina. Er tryggt að sú löggjöf sem áformum er lýst um tryggi hag þeirra innlánseigenda nægilega? Gæti falist í því dulin áhætta fyrir ríkissjóð?“ Þá kemur fram í umsögn Arion banka að lögin muni líklega hafa 2,6 milljarðar var virði 1,8 prósenta hlutar Miton í Arion banka. 6 milljarðar var eigið fé Helgafells í árslok 2018. Stóru íslensku viðskiptabankarnir telja mikilvægt að fyrirhuguð laga- setning, sem ætlað er að takmarka áhættu innistæðueigenda og ríkis- sjóðs af fjárfestingarbankastarfemi, nái einnig yfir Kviku banka. Kvika skeri sig úr hvað varðar umfang f járfestingarbankastarfsemi og reynslan sýni að gríðarlegt tjón geti hlotist af fjármálafyrirtækjum sem ekki teljast kerfislega mikilvæg. „Það er óhætt að fullyrða að það sé háskaleikur að skapa slíkt ójafn- vægi á innlendum fjármálamarkaði, skekkja samkeppnisstöðu og skapa um leið nýjan freistnivanda. Slíkt fyrirkomulag á sér enga fyrirmynd erlendis frá,“ segir í umsögn Arion banka um áformin. Fjármálaráðuneytið hefur birt áform um ný lög sem byggja á til- lögu í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið og bera yfir- skriftina „Varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi“. Áformað er að takmarka stöðu- töku bankanna þannig að eigin- fjárþörf vegna hennar megi ekki vera umfram 15 prósent af eiginfjár- grunni þeirra. Lagasetningunni er þannig ætlað að takmarka áhættu innistæðueigenda og ríkissjóðs af fjárfestingarbankastarfsemi við- skiptabanka. Samkvæmt áform- unum yrðu lögin þó takmörkuð við kerfislega mikilvægar innláns- stofnanir en Kvika banki fellur ekki í þann flokk. „Miðað við kynnt áform mun sá viðskiptabanki sem sker sig úr hvað varðar hátt hlutfall fjárfestingar- starfsemi vera undanskilinn reglun- um en eins og kunnugt er hefur sá sami banki verið í mikilli sókn við söfnun innlána. Skoða þarf vand- lega hvort ekki sé verið að skapa nýja áhættu með slíkri nálgun,“ segir í umsögn Arion banka. Vísar bankinn til þess að á fyrri hluta árs hóf Kvika að bjóða sparn- aðarreikninga fyrir einstaklinga sem þá báru betri vexti en sam- bærilegir reikningar hjá hinum við- skiptabönkunum. Rúmum tveimur Stóru bankarnir vilja að Kvika banki lúti sömu reglum og þeir Séríslenskar reglur rýra verðmæti bankanna Á næstunni skilar Bankasýsla ríkisins ýtarlegri skýrslu um stöðu á bankamarkaði og tillögu um söluferli bankanna. Í um- sögn Arion banka kemur fram að séríslensk regla um hámarks- hlutfall geri bankann að lakari fjárfestingarkosti. Reglurnar takmarki mikilvæga þjónustu- þætti og þróun fjármálafyrir- tækja hér á landi til framtíðar. „Hætt er við að séríslenskar reglur muni trufla erlenda fjár- festa, bæði við lánveitingar og aðkomu að eignarhaldi. Þannig geta séríslenskar reglur verið til trafala við fjármögnun bank- anna í alþjóðlegu umhverfi. Bent er á að Arion banki er skráður á markað í Svíþjóð þar sem erlendir aðilar geta átt við- skipti með hlutabréf bankans. Séríslenskar reglur munu fyrirsjáanlega gera bankann að lakari fjárfestingarkosti,“ segir bankinn. „Þær erlendu reglur sem til- lagan virðist vísa til koma frá löndum sem teljast helstu fjár- málamiðstöðvar heims, þar sem alþjóðlegir bankar hafa starfs- stöðvar sínar. Eru slíka reglur þannig sniðnar að stærstu bönkum heims sem starfa á alþjóðamarkaði. Arion banka er ekki kunnugt um að nokkurs staðar í heiminum séu slíkar reglur í gildi um banka á stærð við íslensku viðskiptabankana sem þjóna fyrst og fremst heimamarkaði. Sem dæmi má nefna að hvergi á hinum Norðurlöndunum eru slíkar reglur í gildi og engin áform eru þar um slíka lagasetningu.“ Íslensku viðskiptabank- arnir vilja að fyrirhuguð lög um stöðutöku nái einnig yfir Kviku banka. Kvika sé um- fangsmikil í fjárfest- ingarbankastarfsemi og hafi verið í mikilli sókn á innlánamarkaði. Áformin byggja á tillögu úr hvítbókinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Helgafell eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Ara Fenger, Bjargar Fenger og Kristínar Vermunds- dóttur, hagnaðist um 351 milljón króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um rúmlega 1.120 milljónir frá fyrra ári, samkvæmt nýbirtum samstæðureikningi fjárfestingar- félagsins. Hagnaður Helgafells á síðasta ári kom einkum til vegna hlutdeildar félagsins í af komu eignarhalds- félagsins S121, stærsta hluthafa Stoða, eins stærsta fjárfestingar- félags landsins, en hún nam 377 milljónum króna. Á móti var hins vegar tæplega 200 milljóna króna tap af verðbréfaeign Helgafells en í árslok 2018 nam bókfært virði skráðra verðbréfa félagsins – inn- lendra og erlendra – samtals um 2,3 milljörðum króna. Helgafell fer með ríf lega 28 pró- senta hlut í S121 sem á um 65 pró- sent í Stoðum. Fjárfestingarfélagið Stoðir er á meðal stærstu hluthafa í TM, Símanum og Arion banka. Eigið fé Helgafells nam rúmlega 6 milljörðum króna í lok síðasta árs en í lok þess árs voru einu skuldir félagsins tæplega sex milljóna króna skammtímaskuldir. Sá sem stýrir fjárfestingum Helgafells er Jón Sigurðsson, fjárfestir og stjórn- arformaður Stoða, en hann er eigin- maður Bjargar Fenger. – hae Helgafell hagnaðist um 350 milljónir  Hagnaður fjárfestingarfélagsins Íslenskrar fjárfestingar nam 45 milljónum króna á síðasta ári sam- anborið við 510 milljónir árið 2017 og 1.062 milljónir árið þar á undan. Hagnaður samstæðunnar fyrir fjár- magnsliði og afskriftir (EBITDA) var 972 milljónir króna og dróst saman um 6,5 prósent milli ára. Í ársskýrslu fjárfestingarfélagsins segir að árið 2018 hafi verið undir væntingum. „Helstu skýringar þess eru að á árinu 2018 var rekstur stærstu félaganna undir væntingum auk þess sem nokkur frumkvöðla- verkefni og þróunarverkefni eru enn að sanna sig og skila því tapi í samstæðunni,“ segir í skýrslunni. „Þó teljum við að mikill óinn- leystur hagnaður sé væntanlegur á næstu árum vegna fasteignaverk- efna sem eru í söluferli eða munu Íslensk fjárfesting hagnaðist um 45 milljónir króna Fasteignin að Hverfisgötu 21 er í eignasafni RR hótela. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Beska eignastýringarfyrirtækið Miton Asset Management, sem var um miðja síðustu viku einn af stærstu hluthöfum Arion banka, hefur á síðustu dögum selt allan eignarhlut sinn í bankanum, sam- tals um 1,8 prósent. Sjóðir í stýringu félagsins seldu þannig í gær, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins, tæplega 13,8 milljónir hluta á geng- inu 75,1, eða fyrir samtals um 1.030 milljónir króna. Eftir þau viðskipti hefur Miton losað um öll bréf sín í bankanum. Miton var annar tveggja fjárfest- ingarsjóða, ásamt breska vogunar- sjóðnum Landsdowne Partners, sem skuldbundu sig til að kaupa samanlagt 3,7 prósenta hlut í hluta- fjárútboði Arion banka í júní 2018 sem svonefndir hornsteinsfjárfest- ar. Eignarhlutur Miton í útboðinu var 1,22 prósent. Samkvæmt hluthafalista Arion banka um miðjan þennan mánuð var Miton þrettándi stærsti hluthafi bankans með 1,81 prósents hlut, sem var metinn á um 2,6 milljarða króna. Fjárfestingarsjóðir í stýringu Miton hafa látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði undan farin misseri og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráð- um félögum, þar á meðal í trygg- ingafélögunum þremur. – hae Breska félagið Miton selur allt í Arion banka verða seld á næstu árum auk þess sem nokkur frumkvöðlaverkefni eru komin í grænar tölur á árinu 2019.“ Á meðal eigna félagsins eru evr- ópska ferðaþjónustufyrirtækið Kilroy, hótelfélagið RR hótel sem rekur hótel í miðbæ Reykjavíkur og Öldungur sem rekur hjúkrunar- heimilið Sóltún. Þá er Íslensk fjár- festing stórtækt í fasteignaþróun í Reykjavík. Félagið er meðal annars í stórum verkefnum við Austurbakka og á Kársnesi. Íslensk fjárfesting er í jafnri eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjart- anssonar en félagið var stofnað árið 1999 í þeim tilgangi að halda utan um ýmsar fjárfestingar eigendanna. Eignir þess nema um 19 milljörðum króna og eigið féð tæplega 3,8 millj- örðum. – þfh Reynslan sýnir að gríðarlegt tjón getur hlotist af fjármálafyrir- tækjum sem ekki eru kerfislega mikilvæg og má nefna tjón ríkissjóðs af Sparisjóði Kefla- víkur. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka neikvæð áhrif á verðbréfamarkað hér á landi til framtíðar. Lögin taki til stöðu á veltubókum bankanna sem hafa síðustu árin verið stór hluti af heildarveltu á verðbréfa- markaði. „Til að geta staðið undir hlutverki sínu þurfa eigin viðskipti banka að geta tekið stöður og haft svig- rúm til að losa þær út yfir tíma. Sé þetta svigrúm skert t.d. vegna ann- arrar starfsemi, svo sem yfirtöku á fullnustueignum mun það hafa verulega neikvæð áhrif fyrir virkan verðbréfamarkað.“ thorsteinn@frettabladid.is MARKAÐURINN 2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -B D C 4 2 3 A 9 -B C 8 8 2 3 A 9 -B B 4 C 2 3 A 9 -B A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.