Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 12
Teitur Guðmundsson læknir Það er nokkuð óumdeilt að heil-brigði þeirra sem búa í borgum er tengt við umhverfi þeirra og möguleika til útivistar. Græn svæði eru mikilvægur þáttur í því að geta stundað hreyfingu og slökun, þá skila þau einnig umtalsvert miklu til baka í formi fram- leiðslu súrefnis og með því að draga úr mengun. Í mörgum borgum hafa þau áhrif á hitastig þeirra að hluta og opna möguleika borgarbúa á að nýta sér þau til heilsu- ef landi þátta hvort heldur sem er félagslegra, líkam- legra og ekki síst andlegra. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur áætlað að allt að 3% dauðsfalla á heimsvísu megi rekja til slælegs aðgengis að grænum svæðum til hreyfingar og útivistar, það eru ansi háar tölur og verða yfirvöld að horfa til þess að svæði sem þessi virðast snar þáttur í að viðhalda heilsu þeirra sem þar búa. Við vitum mætavel að þróun borga og þéttari byggðakjarna í heim- inum fylgir oft aukin mengun og álag á umhverfið, í fátækari samfélögum þar sem vatns- og fráveitukerfi eru ekki í lagi, loftgæði ónóg og nálægð fólks veruleg geta skapast miklar hættur og sjúkdómar sem við erum blessunarlega að mestu laus við. Þeir sjúkdómar sem helst er horft til í tengslum við umhverfi eru svokallaðir „non communicable diseases“ eða sjúkdómar sem eru ekki smitandi. Þar má nefna offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma og krabbamein almennt. Umhverfi hefur áhrif á þróun allra þessara sjúkdóma og er ljóst að þrátt fyrir að við gerum okkar besta í skipulagi og nálgun er það auðvitað ekki nema hluti af menginu. Hreyfingarleysi og vestrænn lífsstíll er verulega stór áhættuþáttur sem hægt er að hafa áhrif á með því að opna svæði borga og bæja og gera hreyfingu meira aðlaðandi fyrir þá sem þar búa. Það að komast í tengsl við náttúruna er mjög hollt öllum og hefur fyrirbyggj- andi áhrif. Það má skipta þessu að einhverju leyti niður, en hvort sem það er góður göngutúr eða skokk, hjólreiðatúr eða að draga fram línu- eða hjólaskautana skilar það meiri árangri almennt en að gera slíkt hið sama innandyra. Sérstaklega þegar talin eru saman öll áhrifin, þau líkamlegu, andlegu sem og félagslegu. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega á Íslandi höfum einstök tækifæri til útivistar. Útisundlaugar eru víða, það má synda í sjónum og hita sig svo upp í kjölfarið í heitum potti, við getum gengið á fjöll í námunda við byggð, farið í göngutúr í Laugardalnum eða nánast í óbyggð í Heiðmörkinni eða annars staðar. Margvíslegar íþróttir krefjast útiveru líkt og hjólreiðar, golf eða skíðamennska hvers konar svo dæmi séu tekin og þær má stunda víða um land. Hreyfing, af hvaða toga sem er, bætir, hressir og kætir og okkur er því ekki til setunnar boðið. Allt er vænt sem vel er grænt Ný rannsókn sem vísindamenn við Á r ó s a h á s k ó l a gerðu leiddi í ljós að börn sem alast upp í grænu umhverfi eru í 55% minni hættu á því að þróa með sér ýmsar geðraskanir síðar á lífsleiðinni. Rannsóknin er stór en æskuslóðir einn- ar milljónar Dana voru skoðaðar og til þess voru notaðar gervihnattamyndir frá árunum 1985-2013. Þessi gögn voru borin saman við hættuna á því að þróa með sér einhverja af 16 geð- röskunum síðar á ævinni. Niður- staðan varð þessi sláandi tala, 55% minni líkur á geðsjúkdómum. Í niðurstöðunum var tekið tillit til annarra áhættuþátta eins og til dæmis félagslegrar stöðu og ef það var fjölskyldusaga um geðraskanir. Vitað er að hávaði, mengun, sýk- ingar og slæm félagsleg staða eykur hættuna á geðrösk- unum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að græn svæði í nágrenni fólks ýta undir hreyf ingu og félagsleg tengsl og að það geti hjálp- að þroska barna. Þetta eru allt þættir sem hafa áhrif á geðheilsu. Þessi rannsókn sýnir að það eru sterk tengsl á milli lýðheilsu og umhverfis. Þegar börn fá ekki að alast upp í umhverfi sem hefur góð áhrif á þau er verið að ala upp heilu hópana sem líða seinna á lífs- leiðinni fyrir það að hafa ekki fengið gott umhverfi í æsku. Dönsku vísindamennirnir segja að tengingin milli góðrar andlegrar heilsu og aðgangs að grænum svæðum í nærumhverf- inu sé eitthvað sem þurfi að taka enn meira tillit til en áður í borgar- skipulagi til þess að tryggja grænni og heilbrigðari borgir sem bæta geðheilsu borgarbúa í framtíðinni. Japanir hafa vitað árum saman að ganga í skógi sé góð fyrir líkama og sál en sífellt bætist í aðdáendahóp skógarbaðsins eins og slík ganga er kölluð. Katrín hertogaynja af Cambridge er á meðal aðdáenda en innblásturinn að garðinum sem hún hannaði ásamt fleirum fyrir blómasýn- inguna í Chelsea í vor kom frá skógarböðum. „Shrinrin-yoku“ var þróað á níunda áratug síðustu aldar í Japan. Japanir höfðu þó farið í slík skógarböð öldum saman en nýjar rannsóknir höfðu þá leitt í ljós að núvitundargöngur í skógi gætu lækkað blóðþrýsting, lækkað kortisól í blóði og bætt einbeitingu og minni. Efni sem tré og plöntur gefi frá sér hjálpi jafnframt ónæmiskerfinu. Með þessi vísindi að baki ákvað ríkisstjórn Japans að gera skógarböð hluta af opinberri heilsueflingu. Skógarböð á að stunda í forvarnarskyni en 80% Japana búa í borgum. Fyrir fólk sem er mikið inni getur skógar- bað hjálpað til við streitulosun og falið í sér kærkomna endurnæringu að loknum annasömum degi. Þarna gefst gott tækifæri til að tengja við náttúruna, hlusta á vindinn og fylla vitin af skógarilmi. Fyrir nokkrum áratugum hefði verið erfitt að stunda skógarböð á höfuðborgarsvæðinu en nú eru breyttir tímar og skógræktarfélög eru með skemmtileg útivistar- svæði í nágrenni borgar- innar með fjölbreyttum gönguleiðum. Best er að skilja símann eftir heima og njóta núsins í slíkum göngum. Konunglegt skógarbað Leikur að vatni Katrín segir að það sé hægt að flétta ýmsum tæknilegum lausnum inn í borgarhönnun til að skapa skemmtilegra umhverfi fyrir börn og full- orðna. „Með loftslagsbreytingum og aukinni úrkomu- tíðni eru komnar til tæknilegar lausnir til að taka á móti regnvatni sem er hægt að flétta inn í borgarhönnunina,“ segir hún en hönnun eins og þessi kallast blágrænar regnvatnslausnir. „Það er hægt að flétta saman skemmtilegri hönnun, tæknilegum lausnum og í leiðinni skapa eitthvað frjótt í umhverfinu. Þessar lausnir þjóna sínum tilgangi en að sama skapi auka á fjölbreyti- leika í umhverfinu og flétta saman gróður, leik og nýtingu í borgarumhverfinu.“ Katrín þekkir dæmi um þetta en hún skoð- aði hverfið Hammarby Sjöstad í Stokkhólmi í meistaraverkefninu sínu en þar eru mörg dæmi um að vatnið sé notað á skemmtilegan hátt. „Ég fór með börnum í göngutúr um hverfið og bað þau um að sýna mér hvar þau leika sér. Þarna voru svæði þar sem verið var að nýta ofanvatnið í litlum rennum og líka gróðursvæði. Þarna voru regnbeð eins og það er kallað, sem eru beð sér- staklega byggð til að taka við regnvatni en það sér það enginn sem ekki veit það, fólk sér bara fallegt gróðurbeð. Á heitum sumardögum voru krakkarnir að hlaupa í gegnum í einhvers konar gosbrunna, sem var bara leikur hjá þeim en það var samt mikil verkfræðileg lausn á bak við þessa meðhöndlun á regnvatninu.“ Hún segir að þetta sé eitthvað sem við getum gert í meira mæli hér. „Það er hægt að flétta þessa innviðauppbygg- ingu saman við leik og ákveðið ævintýri, eitthvað sem allir geta fengið að upplifa. Það verður að hanna hvernig við ætlum að takast á við lofts- lagsbreytingarnar inn í umhverfið. Með hærra hitastigi eigum við eftir að sjá meiri öfgar í veðri,“ segir hún og bætir við að það verði að hanna dag- legt umhverfi til framtíðar með tilliti til þess. Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærum- hverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðrask- anir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. Í Hammarby Sjöstad er ofanvatnið nýtt í leik. 55% af íbúum jarð arinnar búa í borgum en búist er við því að þessi tala verði 68 % árið 2050. Flestir búa í borgu m í Norður-Amer- íku eða 82%. Alls b úa 74% Evrópubúa í borgum. Til sama nburðar búa um 50% Asíubúa á bo rgarsvæðum og aðeins 43% í Afrík u. Það eru 72 almennings- garðar/græn svæði í Zürich, 96 í Barcelona, 121 í Ham- borg, 138 í Lissabon, 240 í Vancouver, 400 í Sydney og 421 í París. TILVERAN 2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -A 5 1 4 2 3 A 9 -A 3 D 8 2 3 A 9 -A 2 9 C 2 3 A 9 -A 1 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.