Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Friðrik Þorgrímsson, veitingastjóri Hótels Kea, og Hrafnhildur E. Karlsdóttir hótelstýra segja haustið líta af- skaplega vel út. Við erum búin að vera í þessu í fjöldamörg ár og höfum því góðan grunn og mikla þekkingu á öllu sem við kemur ráðstefnu- og fundarhaldi,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, veit- ingastjóri Hótels Kea. Hann segir haustið líta afskaplega vel út og að aukinn þungi færist í bókanir vegna ráðstefnu- og fundarhalda með hverjum deginum. Á Hótel Kea eru þrír ráðstefnu- og fundar- salir, Vaðlaberg, Stuðlaberg og Hlíðaberg, sem hægt er að sameina í einn stóran sal. Salirnir eru tæknilega vel útbúnir til fundar- og veisluhalda, með aðgengi að skjávörpum, tjaldi, tölvum, ræðu- púltum og hljóðnemum. Þá hefur allur tæknibúnaður verið endur- nýjaður til að standast nútíma- kröfur. Í stærstu útfærslu taka salirnir 170 manns í sitjandi borðhald og vel yfir þrjú hundruð standandi gesti ef um er að ræða til dæmis móttöku. Jón Friðrik leggur mikla áherslu á það að starfsfólk veitingasviðs leiti allra leiða til að verða við óskum viðskiptavina sinna. „Það eru vart til beiðnir sem við getum ekki leyst til að við- burður gangi vel upp. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og erum útsjónarsöm og lausna- miðuð. Við sjáum það að fyrirtæki koma hingað ár eftir ár sem hlýtur að gefa til kynna að þau séu ánægð með okkar þjónustu.“ Jón Friðrik segir að á Hótel Kea sé boðið upp á veglegan veislumatseðil fyrir hópa og stærri mannfagnaði en einnig sé tekið á móti séróskum og þá sett saman hlaðborð eða kvöldverður, allt eftir óskum viðskiptavinarins. „Við bjóðum upp á sérsniðna matseðla fyrir hvert tækifæri, hvort sem það er fundur, ráð- stefna, árshátíð eða brúðkaup. Þá hafa jólahlaðborðin okkar einnig verið mjög vinsæl meðal stórra og smárra fyrirtækja sem koma árlega til okkar á aðventunni.“ Pakkar og tilboð fyrir hópa Á hótelinu eru 104 herbergi og því pláss fyrir rúmlega 200 gesti. Enn fleiri komast fyrir í veitingasal Það eru vart til beiðnir sem við getum ekki leyst til að viðburður gangi vel upp. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og erum útsjónarsöm og lausnamiðuð. Við sjáum það að fyrirtæki koma hingað ár eftir ár sem hlýtur að gefa til kynna að þau séu ánægð með okkar þjónustu. Framhald af forsíðu ➛ hótelsins. „Við getum því tekið á móti stórum sem smáum hópum og höfum mikla reynslu í því að skipuleggja komur hópa í kringum fundi, ráðstefnur og árshátíðir,“ segir Hrafnhildur E. Karlsdóttir, hótelstýra á Hótel Kea. Hótel Kea þjónustar fjöl- breyttan kúnnahóp með fundi og ráðstefnur, meðal annars félaga- samtök, fyrirtæki og stofnanir og segir Jón Friðrik að gríðarlega margir fundir séu haldnir hjá þeim árið um kring. „Við erum meðal annars með fyrirtæki af höfuð- borgarsvæðinu sem koma árlega og önnur sem koma alltaf annað hvert ár og funda hjá okkur. Þá eru nokkur fyrirtæki sem eru með starfsemi víða um land sem velja að sameinast hér á Akureyri og hittast. Það þykir gott að koma hingað norður til að fá fundarfrið sem kannski gefst ekki eins vel á höfuðborgarsvæðinu.“ Jón Friðrik nefnir einnig að ein helsta ástæða þess að Hótel Kea verði fyrir valinu hjá fyrirtækjum sé sá möguleiki að bóka heildarpakka. „Við erum með góða sali til að funda, við bjóðum upp á gistingu með morgunverði, fjölbreyttar veitingar ásamt Múla- bergi sem er einn glæsilegasti bar á Norðurlandi og þótt víðar væri leitað. Við finnum að fyrirtæki eru í vaxandi mæli að sækja í þessa þjónustu, til dæmis með tveimur fundardögum og einni til tveimur gistinóttum. Þá er oft unnið fyrir hádegi, hópefli eftir hádegi og svo kvöldverður og skemmtiatriði um kvöldið.“ Hluti af þjónustu Hótels Kea felur í sér aðstoð við skipulagningu viðburða í heild og Jón Friðrik bendir á að starfsfólk veitingasviðs þekki vel til ferðaþjónustuaðila á svæðinu og geti því veitt ráðlegg- ingar þegar kemur að styttri og lengri ferðum frá hótelinu. „Það er heilmikið sem hægt er að skoða í kringum Akureyri, til dæmis fara á Kaldbak eða til Siglufjarðar, í Bjórböðin eða jafnvel í Kjarnaskóg til útivistar. Hótel Kea er auk þess vel staðsett í hjarta Akureyrar í göngufæri frá Listasafni Akur- eyrar, Hofi menningarhúsi, Græna hattinum og Sundlaug Akureyrar svo eitthvað sé nefnt. Hótelið og staðsetning þess er tilvalin fyrir allar tegundir viðburða og fyrir- tæki bæði stór og smá.“ Jólahlaðborðin sívinsæl Þá eru jólahlaðborðin á Hótel Kea mjög vinsæl enda löngu búin að skapa sér sess meðal landsmanna og þykja afar glæsileg. „Við höldum í hefðir en bjóðum alltaf upp á einhverjar spennandi nýjungar. Pantanir streyma inn og fólk þarf að huga að því að panta í tíma því ákveðnar dagsetningar fara alltaf f ljótt“ segir Hrafnhildur. Hótel Kea hefur tekið á móti gestum frá árinu 1944. Veislusalirnir á Hótel Kea eru einstaklega glæsilegir og henta við hvaða tilefni sem er. Gisting fyrir tvo í eina nótt með morgunverði og jólahlaðborði á aðeins 18.200 kr.- á mann Jólahlaðborð verður allar helgar frá 16. nóv. Pantanir og fyrirspurnir í síma 460 2000 eða kea@keahotels.is Gisting og jólahlaðborð Hótel Kea - Hafnarstræti 87 - 89 - 600 Akureyri - S: 460 2000 - kea@keahotels.is 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RRÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -A E F 4 2 3 A 9 -A D B 8 2 3 A 9 -A C 7 C 2 3 A 9 -A B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.