Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 29

Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 29
Þingholt er einn allra glæsileg- asti salur lands- ins. Þar geta 40 manns setið til borðs og 100 sótt standandi móttöku. Hótel Holt er sér á parti þegar kemur að íslenskum hótelum óg við erum stolt af sögu okkar og listaverkasafni. Hótelið er Íslendingum svo sannarlega hjart- fólgið enda eiga margir góðar minningar héðan. Ímyndaðu þér að þú sért kominn í fínustu fötin á leið í þína eigin stórveislu á Hótel Holti. Spenn- ingurinn fyrir kvöldinu kitlar og andinn í Þingholtunum er góður þegar þú keyrir inn Bergstaða- strætið. Þú finnur auðveldlega bílastæði beint fyrir utan inn- ganginn að veislusalnum Þing- holti og gengur inn í veisluna þína. Þar bíður þín kurteis og brosandi þjónn sem býðst til þess að taka yfirhöfnina þína og um leið tekur þú eftir þessu kunnug- lega umhverfi sem hefur verið hluti af stórum stundum í lífi þínu og þinna nánustu í gegnum árin. Þú sérð uppáhalds málverkið þitt eftir Kjarval í fjarlægð og hlakkar til að heilsa upp á gamla félaga í öðrum verkum. Brátt koma fleiri gestir og eru þau öll glæsileg og kát. Stemningin er góð en yfirveguð og innan skamms muntu setjast niður og njóta glæsilegra veitinga og sérvalinna vína. Þú færð vatn í munninn en hlakkar mest til að sötra koníaksglas í næði í bókaher- berginu eða Kjarvalsstofunni. „Svona sé ég fyrir mér að fasta- kúnnarnir okkar upplifi sínar ljúfu stundir á Holtinu,“ segir Ari Thorlacius sem er nýtekinn við sem hótelstjóri á Hótel Holti. Hann er jafnframt staðráðinn í að viðhalda þeim gæðum sem Íslendingar hafa vanist í gegnum árin á Holtinu. Ari er réttur maður á réttum stað. Hann lærði upp- haflega til þjóns en bætti við sig háskólamenntun í hótel- og ferða- málafræði í Barcelona. „Ég hef alltaf unnið á hótelum og haft brennandi löngun til þess. Starfið er svo lifandi og það er gaman að hitta nýtt fólk á hverjum degi, af ólíkum þjóðernum og menningarheimum. Ég hef yndi af því að kynna land okkar og menn- ingu fyrir gestum, hvort sem það er náttúran, maturinn eða listir,“ segir hótel- og veitingastjórinn Ari sem nýtur þess að blanda saman hefðbundinni skrifstofuvinnu við ýmis hótelstörf innanhúss. „Ég tek til dæmis reglulega slaginn í morgunverðinum ásamt þjónum hússins því ég vil gjarnan hitta gestina sem gista hjá okkur og ná persónulegu sambandi við þá. Hótel Holt hefur þannig ávallt verið þekkt fyrir af bragðs þjón- ustu og við fáum daglega hrós fyrir hlýlegar móttökur. Það er enda virkilega heimilislegt að vera hjá okkur, hótelið er mjög svo hlýlegur staður og hægt að setjast niður um allt hótel til að fá sér drykk og láta sér líða vel,“ segir Ari. Fundað í sögufrægum sal Hótel Holt býður upp á ýmsa þjónustu fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. „Hér er vinsælt að halda fundi og ráðstefnur, sem og veislur, í Þingholti sem er einn fegursti salur landsins. Þar geta fjörutíu manns setið til borðs og allt að hundrað manns í standandi móttökum. Salurinn hefur yfir sér virðulegt yfirbragð, býður upp á gott næði og í salnum er píanó og gott pláss fyrir ýmis tónlistaratriði,“ segir Ari um Þingholt sem hentar vel undir fundi, veisluhöld, brúðkaup, árshátíðir, bíósýningar, hádegis- verði, kvöldverði, kynningar, ráð- stefnur og móttökur. Inn af Þingholti er Kjarvals- Heimilislegt á Holtinu Hótel Holt geymir sögulegar minn- ingar um konungsveislur og glaðar stundir. Þar má upplifa íslenska lista- sögu, borða dýrindis mat í friðuðu umhverfi og funda í sögufrægum sal. Ari Thorlacius er nýtekinn við sem hótel- og veitingastjóri á Hótel Holti. Það er notalegt og fyllir mann innblæstri að setjast niður í Kjarvalsstofu sem er nákvæm eftirlíking af vinnustofu listmálarans Jóhannesar Kjarval. Í Þingholti er hægt að láta fara vel um sig í friðuðum innréttingum. Maturinn á Hótel Holti er víðfrægur fyrir gæði og metnað. Listaverk gömlu meistaranna skreyta veggi hótelsins. stofa sem er nákvæm eftirlíking af vinnustofu hins ástsæla lista- manns Jóhannesar Kjarval. „Í Kjarvalsstofu er mikill inn- blástur. Við erum einkar stolt af sögunni okkar og listaverkasafni hótelsins sem samanstendur af stórfenglegum verkum gömlu meistaranna þar sem Kjarval er í stærstu hlutverki. Við viljum gjarnan deila listaverkunum með gestum hússins og bjóðum upp á listagöngur fyrir gesti veitinga- staðarins, en hópar sem bóka veislur, fundi eða ráðstefnur geta einnig óskað eftir listagöngu fyrir kvöldverðinn eða fundinn,“ upp- lýsir Ari. Staður sælla minninga Hótel Holt er sér á parti þegar kemur að íslenskum hótelum. „Holtið er rótgróinn og virðu- legur staður sem er samofinn sögu Íslendinga og þeim sannarlega hjartfólginn, enda eiga margir héðan góðar minningar. Það er þekkt fyrir sælkeramatseld, fram- úrskarandi þjónustu og íðilfagurt umhverfi en hér hafa kóngafólk og fyrirmenni gist í gengum tíðina og verið haldnir konunglegir kvöld- verðir og móttökur í áranna rás,“ segir Ari innan um glæsilegar inn- réttingar hótelsins. „Fyrsta hæð Holtsins er friðuð og þar verður ekki hróflað við neinu. Það er mikill sjarmi yfir því og fólk kann að meta það að koma í umhverfi sem hefur haldist eins í áranna rás og staðist tímans tönn þegar kemur að fallegri hönnun,“ segir Ari og hvetur landsmenn til að kíkja í kaffi og notalegheit á Holtinu. „Margir eru feimnir við að detta inn í kaffi af götunni en það er algengur misskilningur að eingöngu hótelgestir megi njóta lífsins á hótelinu. Þessa dagana erum við að setja upp skemmtilega viðburði á barnum þar sem Högni Egilsson hefur spilað djass í mikilli stemningu og Egill Sæbjörnsson heldur brátt eins dags listahátíð. Því eru allir hjartanlega velkomnir og við hlökkum til að taka á móti fastagestum okkar í haust og vetur og erum spennt að fá enn fleiri í fastakúnnahópinn í framtíðinni,“ segir Ari. Frekari upplýsingar og til að bóka Þingholt salinn er á holt@holt.is eða í síma 552-5700 KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 RÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 9 -A 0 2 4 2 3 A 9 -9 E E 8 2 3 A 9 -9 D A C 2 3 A 9 -9 C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.