Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 30
Fyrir framan skelli- hlæjandi hóp af fólki man ég af hverju ég vinn við þetta. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Sóli Hólm hefur tekið að sér veislustjórn til margra ára. Núna er hann meira farinn að troða upp sem skemmtikraftur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Sóli var spurður hvað góður veislustjóri þurfi að hafa til að bera og var ekkert hik á svari: „Fyrir minn smekk þá þarf veislustjóri að vera skemmtilegur en líka skipulagður. Ég er samt tilbúinn að fyrirgefa óskipulag ef viðkomandi er mjög fyndinn.“ Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stress- aðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemm- inguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leyni- vopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislu- stjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svaka- legur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttæki- legur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Senni- lega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sér- staklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félags- heimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skelli- hlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“ Finnur fljótt hvort stemmingin sé góð Sólmundur Hólm, eða Sóli eins og hann er betur þekktur, hefur lengi tekið að sér að skemmta fólki í veislum, bæði sem veislustjóri og skemmtikraftur. Núna hefur hann dregið úr veislustjórn en skemmtunin heldur áfram. Silfurbrúðkaup, stórafmæli, skírn eða stúdentsveisla? Harpa býður upp á sali, herbergi og rými af öllum stærðum og gerðum – fyrir öll tilefni. Nánar á harpa.is/veislur Fagnaðu áfanganum í Hörpu 4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RRÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -9 B 3 4 2 3 A 9 -9 9 F 8 2 3 A 9 -9 8 B C 2 3 A 9 -9 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.