Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 33

Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 33
Eldey er nýr og glæsilegur fundarsalur í Bláa Lóninu. Hann rúmar allt að 18 manns við stórt og gott borð og er bú- inn fullkomnum tækjakosti. Á veitingastöðum Bláa Lónsins, Lava og Moss, starfa framúrskarandi meistarakokkar sem gleðja bæði munn og maga fundargesta. Það er notalegt að velja sér vínglas í vínkjallaranum á Moss eftir fundi. Séð yfir Lava Restaurant þar sem útsýni út á lónið er óviðjafnanlegt.Iðjagrænn mosi, kolsvart hraun og blátt lónið gleður augu gesta á Moss. Stóri salurinn í Bláa Lóninu tekur allt að 80 manns. Frá honum er fagurt út- sýni og er salurinn útbúinn tæknibúnaði sem mætir öllum nútíma kröfum. Bláa Lónið er kynngimagnaður staður þar sem hægt er að halda fundi og viðburði í glæsilegum sölum, borða dýrindis mat og láta líða úr sér í hita lónsins eftir annasaman fundardag. „Hér er allt sem þarf fyrir árang- ursríkan fund og góða samveru og starfsfólk Bláa Lónsins er alltaf innan handar, ef með þarf.“ Sælkeraupplifun í einstöku umhverfi Meðan á fundarhöldum stendur í Bláa Lóninu eru í boði fjölbreyttar veitingar sem eru framreiddar af matreiðslumeisturum hússins. „Á veitingastaðnum Lava er til- valið fyrir fundarhópa að snæða saman hádegisverð eða kvöldverð. Lava rúmar jafnt stóra sem litla hópa og býður upp á stórfenglegt útsýni yfir Bláa Lónið. Í boði er meðal annars spennandi hópmat- seðill sem auðveldar skipuleggj- endum funda að velja matseðil við hæfi handa sínum fundargestum,“ segir Hulda. Moss er nýjasti veitingastaður Bláa Lónsins en hann var opnaður í apríl 2018 samhliða Retreat, nýrri heilsulind og hóteli, en Moss er á lista Michelin yfir þá staði sem þeir mæla með. „Á Moss er tilvalið fyrir litla hópa að setjast niður í kvöldverð eftir góðan fundardag og njóta útsýnis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið. Þá er bæði spennandi og velkomið að fara ofan í vínkjallarann og dreypa þar á vínglasi áður en sest er til kvöldverðar. Sömuleiðis er skemmtileg upplifun að borða á Chef Table.“ Á öllum veitingastöðum Bláa Lónsins reiða meistarakokkar fram ljúffenga rétti úr fyrsta flokks hráefni. „Fyrir þá sem ætla að funda í lengri tíma eða vilja njóta staðar- ins í framhaldi af fundum er hægt að láta fara vel um sig og gista á Silica hótel eða Retreat,“ upplýsir Hulda. Sölufólk Bláa Lónsins aðstoðar með mikilli ánægju og gerir tilboð í viðburði. Best er að hafa samband í gegnum contact@bluelagoon.is eða hringja í síma 420 8800. https://www.bluelagoon.com/is/ topics/fundarsalir XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 RÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -8 7 7 4 2 3 A 9 -8 6 3 8 2 3 A 9 -8 4 F C 2 3 A 9 -8 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.