Fréttablaðið - 29.08.2019, Síða 35

Fréttablaðið - 29.08.2019, Síða 35
Hótel Örk er eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar eftir að opnuð var ný álma með 78 glæsilegum herbergjum í fyrravor. Gestir Hótels Arkar hafa aðgang að útisundlaug, heitum potti, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi. Saga Hótels Arkar hófst þegar fyrsta skóflustungan var tekin í september 1985 og níu mánuðum síðar var hótelið opnað með pompi og prakt. Árið 2016 urðu ákveðin kaflaskil í sögu Hótels Arkar þegar ráðist var í að endurgera móttöku og veitinga- staðurinn HVER var opnaður sama ár. Fallegt útsýni „Í maí 2018 var opnuð ný álma með 78 glæsilegum herbergjum þar sem áhersla er lögð á nútíma- lega hönnun ásamt öllum helstu þægindum sem hótelgestir þurfa,“ segir Jakob Arnarson, hótelstjóri Hótels Arkar. Nýju herbergin eru allt frá tveggja manna herbergjum og upp í fallegar svítur. Superior herbergin eru rúmgóð og björt. Í þeim eru gluggar sem ná niður að gólfi svo gestir fá að njóta enn betur fallega útsýnisins og sem mestrar birtu. Með nýbyggingunni eru nú samtals 157 herbergi á Hótel Örk, sem er eftir stækkunina eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar. Hótelið hentar sérstaklega vel fjölskyldufólki. Auk alls þess sem Hveragerði og nágrenni hefur upp á að bjóða, geta hótelgestir notið þeirrar aðstöðu sem er á hótelinu. Fyrir utan almenna gistingu tekur hótelið á móti alls kyns hópum og býður viðeigandi þjónustu á sviði veitinga. ,,Gestir hafa aðgang að útisundlaug, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingar- herbergi. Á hótelinu eru sjö fundar- salir af öllum stærðum og gerðum sem taka allt frá 10 til 300 manns í sæti. Hótel Örk er í aðeins 44 kíló- metra fjarlægð frá Reykjavík og er því tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja komast úr ys og þys borgar- Á Hótel Örk eru sjö ráðstefnu- og fundarsalir og er mikið lagt upp úr fyrsta flokks tækjabúnaði og framúrskarandi þjónustu. Hægt er að njóta matar og gistingar í glæsilegum vistarverum. innar og slappa af, án þess að þurfa að ferðast langar leiðir.“ Fyrsta flokks tækjabúnaður Á hótelinu eru sjö ráðstefnu- og fundarsalir sem er auðveld- lega hægt að aðlaga að hverjum viðburði fyrir sig, eru allt frá 25 fermetrum að stærð og upp í 315 fermetra. Hótelið leggur mikið upp úr því að tækjabúnaður í hverjum sal sé fyrsta flokks og að öll þörf þjónusta sé tiltæk. Á veitingastaðn- um HVER er lögð áhersla á úrvals mat og þjónustu fyrir fjölskyldur sem og alla gesti á sanngjörnu verði. Þar er hvers kyns veisluþjón- ustu sinnt og þjónustu vegna funda og ráðstefna. Hótelið býður upp á aðstöðu fyrir fjölbreyttan hóp við- skiptavina í salarkynnum sínum. Nýlega voru gerðar endurbætur á stærsta salnum sem ber nafnið Aðalgerði. Þar er hægt að bjóða allt að 300 manns í veislur, á fundi eða ráðstefnur til dæmis. Þar er bar, rúmgott svið, fullkomið hljóðkerfi og hljóðnemi, ræðupúlt og þráð- laus nettenging. Eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar Hótel Örk er fallegt hótel staðsett í Hveragerði. Þar er boðið upp á margs konar veislu- og fundarsali og hvers kyns veisluþjónustu sem stenst ströngustu kröfur. KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 RÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -9 B 3 4 2 3 A 9 -9 9 F 8 2 3 A 9 -9 8 B C 2 3 A 9 -9 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.