Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 35
Hótel Örk er eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar eftir að opnuð var ný álma með 78 glæsilegum herbergjum í fyrravor. Gestir Hótels Arkar hafa aðgang að útisundlaug, heitum potti, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi. Saga Hótels Arkar hófst þegar fyrsta skóflustungan var tekin í september 1985 og níu mánuðum síðar var hótelið opnað með pompi og prakt. Árið 2016 urðu ákveðin kaflaskil í sögu Hótels Arkar þegar ráðist var í að endurgera móttöku og veitinga- staðurinn HVER var opnaður sama ár. Fallegt útsýni „Í maí 2018 var opnuð ný álma með 78 glæsilegum herbergjum þar sem áhersla er lögð á nútíma- lega hönnun ásamt öllum helstu þægindum sem hótelgestir þurfa,“ segir Jakob Arnarson, hótelstjóri Hótels Arkar. Nýju herbergin eru allt frá tveggja manna herbergjum og upp í fallegar svítur. Superior herbergin eru rúmgóð og björt. Í þeim eru gluggar sem ná niður að gólfi svo gestir fá að njóta enn betur fallega útsýnisins og sem mestrar birtu. Með nýbyggingunni eru nú samtals 157 herbergi á Hótel Örk, sem er eftir stækkunina eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar. Hótelið hentar sérstaklega vel fjölskyldufólki. Auk alls þess sem Hveragerði og nágrenni hefur upp á að bjóða, geta hótelgestir notið þeirrar aðstöðu sem er á hótelinu. Fyrir utan almenna gistingu tekur hótelið á móti alls kyns hópum og býður viðeigandi þjónustu á sviði veitinga. ,,Gestir hafa aðgang að útisundlaug, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingar- herbergi. Á hótelinu eru sjö fundar- salir af öllum stærðum og gerðum sem taka allt frá 10 til 300 manns í sæti. Hótel Örk er í aðeins 44 kíló- metra fjarlægð frá Reykjavík og er því tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja komast úr ys og þys borgar- Á Hótel Örk eru sjö ráðstefnu- og fundarsalir og er mikið lagt upp úr fyrsta flokks tækjabúnaði og framúrskarandi þjónustu. Hægt er að njóta matar og gistingar í glæsilegum vistarverum. innar og slappa af, án þess að þurfa að ferðast langar leiðir.“ Fyrsta flokks tækjabúnaður Á hótelinu eru sjö ráðstefnu- og fundarsalir sem er auðveld- lega hægt að aðlaga að hverjum viðburði fyrir sig, eru allt frá 25 fermetrum að stærð og upp í 315 fermetra. Hótelið leggur mikið upp úr því að tækjabúnaður í hverjum sal sé fyrsta flokks og að öll þörf þjónusta sé tiltæk. Á veitingastaðn- um HVER er lögð áhersla á úrvals mat og þjónustu fyrir fjölskyldur sem og alla gesti á sanngjörnu verði. Þar er hvers kyns veisluþjón- ustu sinnt og þjónustu vegna funda og ráðstefna. Hótelið býður upp á aðstöðu fyrir fjölbreyttan hóp við- skiptavina í salarkynnum sínum. Nýlega voru gerðar endurbætur á stærsta salnum sem ber nafnið Aðalgerði. Þar er hægt að bjóða allt að 300 manns í veislur, á fundi eða ráðstefnur til dæmis. Þar er bar, rúmgott svið, fullkomið hljóðkerfi og hljóðnemi, ræðupúlt og þráð- laus nettenging. Eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar Hótel Örk er fallegt hótel staðsett í Hveragerði. Þar er boðið upp á margs konar veislu- og fundarsali og hvers kyns veisluþjónustu sem stenst ströngustu kröfur. KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 RÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -9 B 3 4 2 3 A 9 -9 9 F 8 2 3 A 9 -9 8 B C 2 3 A 9 -9 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.