Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 37
g-events hefur einnig þjónað sem nokkurs konar ferðaskrif- stofa fyrir erlend fyrirtæki sem koma í heimsókn og komið að sjónvarps- og kvikmyndaverk- efnum hér heima fyrir erlenda aðila. Fyrirtækið stefnir að því að hafa frumleikann að leiðarljósi alla daga. Engir tveir viðburðir hafa verið nákvæmlega eins. Gunnar Traustason, eigandi og framkvæmdastjóri g-events, segir að fyrirtækið leggi sig fram við að veita góða þjónustu. „Við erum með mjög hátt þjónustustig og tökum þarfir kúnnans fram yfir okkar eigin,“ segir hann. „Það þýðir að ef við þurfum að vinna langt fram á kvöld eða eitt- hvað þess háttar til að sinna öllum þörfum kúnnans þá gerum við það með bros á vör. Við segjum alltaf við okkar kúnna að við getum reddað öllu fyrir hann, alveg sama hvað, svo lengi sem það er löglegt. Vinnudagarnir hjá okkur verða oft langir, en ég tel mig lánsaman að fá að vinna við þetta,“ segir Gunnar. „Þetta er skemmtilegasta vinna í heimi, maður er alltaf að skapa eitt- hvað nýtt og spennandi. Að fá að skapa minningar sem lifa í huga kúnnans í mörg ár eru forréttindi,“ segir Gunnar. Hugsa út fyrir boxið „Við höfum fengið að heyra að við séum frjó í hugmyndum þegar kemur að því að skipuleggja við- burði,“ segir Gunnar. „Starfsfólkið fær frumlegar hugmyndir sem eru svolítið út fyrir boxið og getur þannig oft komið viðskiptavinum á óvart. Við höfum lagt gríðar- lega vinnu í að finna frumlega og skemmtilega sali og staðsetningar fyrir viðburði. Við tökum að okkur allar gerðir viðburða og getum séð um allt sem tengist viðburðahaldinu. Við höfum séð um alls kyns fundi, ráðstefnur, hvataferðir, árshátíðir, stórar opnanir hjá tískukeðjum sem hafa verið sýndar í beinni í fréttum og allar aðrar mögulegar tegundir fyrirtækjaviðburða líka,“ segir Gunnar. „Við erum mjög fjölhæf þegar kemur að því að skipuleggja flotta viðburði.“ Alltaf að breyta og bæta „Við getum séð um skipulagning- una frá A-Ö. Það fer gríðarlegur tími í að skipuleggja flottan við- burð, en með aðstoð frá fagfyrir- tæki fæst nýr vinkill á hlutina,“ segir Gunnar. „Auk þess hefur starfsfólk sem er í fullri vinnu ekki endilega tíma fyrir alla undirbún- ingsvinnuna fyrir viðburði.“ Viðskiptavinir g-events eru allt frá litlum fyrirtækjum upp í þau stærstu á landinu og allt þar á milli. „Sem dæmi um verkefni sem við erum að vinna að núna má nefna 5.000 gesta hátíð sem verður haldin um helgina og svo erum við líka búin að vera að vinna í hátíð sem hefst í febrúar á næsta ári þar sem við eigum von á 20-30 þúsund manns, en hún stendur yfir í 4-6 vikur,“ segir Gunnar. „Svo erum við að undirbúa mikið Frumleg og fjölhæf viðburðaþjónusta Gunnar Trausta- son, eigandi og framkvæmda- stjóri g-events. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Árshátíðir, fundir og ráðstefnur eru meðal algengustu verkefna g-events. g-events getur séð um skipulagningu viðburða frá A-Ö. Gunnar segir að engir tveir viðburðir séu eins, því þeir séu klæðskerasaumaðir að þörfum hvers og eins. Viðskiptavinir g-events eru allt frá litlum fyrirtækjum upp í þau stærstu og allt þar á milli. Starfsfólk g-events fær frumlegar hugmyndir sem eru svolítið út fyrir boxið og getur þannig oft komið viðskiptavinum á óvart. g-events stýrir öllum tegundum viðburða fyrir stór og smá fyrir- tæki og hefur gert það síðustu átta ár. af árshátíðum og hvataferðum fyrir seinnipart ársins og næsta ár ásamt alls konar öðrum flottum viðburðum. Engir tveir viðburðir hafa verið nákvæmlega eins, við setjum alltaf smá „twist“ á þetta fyrir hvern kúnna og klæðskerasaumum við- burðina að þörfum hvers og eins. Við erum í rauninni alltaf að gera eitthvað nýtt,“ segir Gunnar. „Þó að ég væri að þessu í 100 ár væri samt hægt að gera eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði vegna þess að það eru mismunandi þarfir hjá viðskiptavinunum og við erum alltaf að vinna í nýjum hugmynd- um og útfærslum á hverjum degi.“ Að fá að skapa minningar sem lifa í huga kúnnans í mörg ár eru forréttindi. KYNNINGARBLAÐ 11 F I M MT U DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 RÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -A E F 4 2 3 A 9 -A D B 8 2 3 A 9 -A C 7 C 2 3 A 9 -A B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.