Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 46

Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 46
Þessir ungu leik- menn sem hafa verið að koma inn í hópinn hafa aðlagast því hratt og vel hvernig við vinnum. Þær eru með mikið sjálfstraust. Sara Björk Gunnarsdóttir FÓTBOLTI Ísland hefur leik í undan­ keppni EM 2021 í knattspyrnu kvenna í kvöld en liðið fær þá Ung­ verja í heimsókn. Íslenska liðið hefur farið í lokakeppni EM síðustu þrjú skiptin en liðið er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin sem fylgdu því að komast ekki á lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni í haust. Jón Þór Hauksson tók við liðinu af Frey Alexanderssyni eftir undan­ keppnina fyrir HM 2019 og mun hann þar af leiðandi stýra liðinu í sínum fyrsta mótsleik í kvöld. Jón Þór hefur ákveðið að fara í ákveðin kynslóðaskipti með liðið en í leikmannahópnum er hinn 16 ára gamli markvörður Cecil ía Rán Rún ars dótt ir, Blikarnir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Al ex andra Jó hanns dótt ir og Karólína Lea Vil­ hjálms dótt ir og Guðný Árna dótt ir og Hlín Eiríksdóttir úr Val. Jón Þór hefur lagt áherslu á það í viðtölum í kringum þá leiki sem hann hefur stýrt að hann vilji bæta liðið í að halda boltanum innan liðsins, við að stýra leikjum og í pressuvörn. Guðbjörg Gunnarsdóttir sem verið hefur fyrsti kostur í marki landsliðsins síðustu ár er ólétt og af þeim sökum mun keflið annað­ hvort fara til Söndru Sigurðardóttur eða Sonnýjar Láru Þráinsdóttur í þessari undankeppni. Sandra hefur hafið f leiri leiki undir stjórn Jóns Þórs og því þykir líklegt að hún muni byrja í markinu. Jón Þór sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri búinn að ákveða hver myndi standa í markinu en vildi ekki gefa upp hver það yrði. Ungir leikmenn að gera sig gildandi í hópnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sagði á sama fundi að hún væri ánægð með hvernig fyrrgreindir leikmenn hefðu komið inn í hópinn. „Þessir ungu leikmenn sem hafa verið að koma inn í hópinn hafa aðlagast því hratt og vel hvern­ ig við vinnum. Þær eru með mikið sjálfstraust og hafa komið af krafti inn í æfingarnar í þessari viku. Það er augljóst að þær hafa mikinn áhuga á að vera áfram hluti af þessu liði,“ segir Sara Björk um þá ungu og efnilegu leikmenn sem Jón Þór valdi í fyrstu leiki undankeppninnar. Búist er við því að Jón Þór muni halda sig við reynsluboltana í varnarlínunni, það er þær Hall­ beru Guðnýju Gísladóttur, Sif Atla­ dóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hins vegar kemur bakvarðarpar Breiða­ bliks einnig til greina í þessum leik en Ásta Eir Árnadóttir hefur spilað talsvert undir stjórn Jóns Þórs og Áslaug Munda hefur hraða og eigin­ leika til þess að sækja bakvið varnir andstæðinganna úr bakvarðarstöð­ unni. Sá eiginleiki Áslaugar Mundu gæti nýst vel gegn liðum eins og Ungverjalandi sem líkleg eru til þess að spila þéttan varnarleik. Mikilvægt að fá Dagnýju aftur til leiks í góðu líkamlegu formi Dagný Brynjarsdóttir er að koma inn í liðið eftir fjarveru frá móts­ leikjum síðan árið 2016 en hún kom inn í liðið á Algarve­mótinu í upp­ hafi þessa árs og spilaði svo í báðum leikjunum gegn Finnlandi í vor. Dagný sagði í samtali við Frétta­ blaðið að hún væri að nálgast sitt besta form. Hún hefði fengið mikil­ vægar mínútur í Algarve og komist almennilega inn í leikstíl Jóns Þórs í leikjunum við Finna. Miðjuþr íhy r ning ur inn Sara Björk, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný sem spilað hafa í ára­ raðir með íslenska liðinu mun að öllum líkindum vera á miðsvæðinu í kvöld. Verði íslenska liðið í vand­ ræðum með að brjóta á bak aftur vörn ungverska liðsins er gott að vita af reynsluboltanum og marka­ hróknum Margréti Láru Viðars­ dóttur sem hefur leikið frábærlega með toppliði Vals í sumar. Fanndís Friðriksdóttir og Agla María Albertsdóttir hafa verið fyrstu tveir kostir í kantstöðuna í gegnum tíðina en frammistaða Hlínar með Val í sumar gæti skilað henni á annan vænginn. Annað­ hvort Elín Metta Jensen eða Berg­ lind Björg Þorvaldsdóttir eru líkleg­ ustu kandídatarnir til þess að leiða framlínuna og Elín Metta er líklegri. Þá getur Svava Rós Guðmundsdóttir sem hefur mikinn hraða og kraft leikið í öllum þremur framherja­ stöðunum. Auk Íslands og Ungverjalands eru Slóvakía, sem verður mót­ herji íslenska liðsins á mánudag­ inn kemur, Svíþjóð og Lettland í riðlinum. Níu riðlar eru í undan­ keppninni en efsta liðið í hverjum riðli kemst í lokakeppnina. Þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti komast einnig beint áfram og hin sex liðin sem enda í öðru sæti í riðlunum fara í umspil í október á næsta ári. Ef að líkum lætur mun Ísland berjast við Svía sem unnu brons­ verðlaun á HM í sumar um efsta sætið og Ungverjar og Slóvakar freista þess að gera íslenska liðinu skráveifu. Lettland er svo lakasta liðið á pappírnum í riðlinum. hjorvaro@frettabladid.is Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með Íslandi sem leikur sinn fyrsta mótsleik undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI Sögu Bury sem fótbolta­ félags lauk á miðvikudag þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Það var 134 ára og vann enska bikarinn tvisvar. Aðeins f jórir mánuðir eru síðan félagið fór upp um deild, skuldum vafið og veðsett upp í topp. Nú óttast spekingar í Bretlandi að f leiri lið séu að stefna í sömu átt. Bolton, sem er granni Bury á Manchester­svæðinu, hefur fengið 14 aukadaga til að finna nýja eigendur annars fer það sömu leið. Leikmenn og starfsfólk Bury hafa ekki fengið greidd laun svo mánuð­ um skiptir og hefur einn leikmaður, Stephen Dawson, viðurkennt að hann þurfi að selja húsið sitt – til að ná endum saman. Fyrirliðinn Neil Danns sagði að eigandinn Steve Dale hefði eyðilagt líf fjölmargra. Nigel Adams, íþróttamálaráðherra Bretlands, sagði að dagurinn sem Bury féll hefði verið svartur dagur í sögu enska boltans. Það er í reglum ensku deildar­ innar að félög mega ekki eyða um of í laun. Í tölum frá gagnafyrir­ tækinu Vysyble fyrir 2017­2018 tímabilið má sjá að liðin sem eru í League One eyða að meðaltali 94 prósentum af allri innkomu sinni í laun. Í deildinni fyrir neðan er talan 78 prósent. Stóru sex í úrvals­ deildinni voru með 52 prósent en afgangurinn eyddi 67 prósentum af innkomunni í laun. Ekki eru allir eigendur jafn ríkir og eigendur Chelsea, Manchester City og fleiri liða. Nú er kallað eftir hertum reglum um eigendur félaga á Englandi, sem kaupa félög í von um að komast upp í Úrvalsdeildina – þar sem allur peningurinn er. Þeir eru margir sem eru sagðir vera að veðja um of til að komast þangað, taka lán og veðsetja jafnvel velli og aðrar eigur félaganna. Og stundum gengur veð­ málið ekki upp. Eins og sést með eiganda Bury. Hann átti ekki fyrir reikningnum. – bb Bury kannski bara byrjunin Stuðningsmenn Bury sameinuðust í sorginni í gær. NORDICPHOTOS/GETTY 2,7 milljónir punda þurfti eigandi Bury að koma með að borði ensku deildarinnar til að bjarga félaginu. Það tókst ekki. Skuldirnar eru sagðar enn meiri. 2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 9 -9 B 3 4 2 3 A 9 -9 9 F 8 2 3 A 9 -9 8 B C 2 3 A 9 -9 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.