Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Side 1
Eyjafréttir
Vestmannaeyjum 14. janúar 2015 :: 42. árg. :: 2. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
70 kg
á átta vikum
Ævintýrabók
fyrir fólk á
öllum aldri >> 10
Hefur trú
á framtíð
sparisjóðanna >> 13 >> 14
Kjaramál voru mjög áberandi á
liðnu ári. Verkfall á Herjólfi, hjá
kennurum í framhaldsskólum,
samningar tvívegis felldir hjá
landverkafólki hér í Eyjum auk
þess sem kjaramál lækna og
annarra hópa hafa mikið verið í
umræðunni. Það verður að
segjast eins og er að því miður
rættist það sem varað hafði verið
við, launahækkanir verkafólks
voru langt undir því sem eðlilegt
getur talist, og langt undir því
sem aðrir hópar fengu sem á eftir
komu.
Kjarasamningar Drífanda eru lausir á
þessu ári á almenna vinnumarkað-
inum, hjá sveitarfélögum og ríkinu.
„Og enn er farið að tala um stöðug-
leikann sem á eingöngu að vera á
ábyrgð almenns launafólks í þessu
landi. Farið að tala um að alveg nóg
sé fyrir okkur að fá launahækkanir
upp á 7.500 krónur á mánuði meðan
aðrir hópar eru að innbyrða allt að
100.000 krónur í hækkanir mánaðar-
lega, og sumir meira,“ segir Arnar
Hjaltalín, formaður Drífanda
stéttarfélags.
Hann segir að sem betur fer hafi
barátta nokkurra félaga á síðasta ári
skilað árangri þó að uppi séu
efasemdir um að sú leið sem farin
hefur verið síðustu ár sé sú rétta, að
láta verkafólk eitt bera ábyrgð á
stöðugleikanum. „Margar atvinnu-
greinar geta borgað mun hærri laun
án þess að það komi niður á
stöðugleika eða komi verðbólgu af
stað. Má þar nefna stóriðjuna,
fiskvinnslu og ferðaþjónustuna. Ef
launahækkanir fara út í verðlagið þar
þá hefur það aðeins áhrif erlendis.
Því greitt er fyrir vörur og þjónustu
þessara fyrirtækja erlendis og
hækkanir hafa því ekki áhrif hér.“
Arnar bendir á að aftur á móti hafi
innlendir aðilar verið duglegir að
hækka gjaldskrár sínar. Sé skemmst
að minnast að ríkið hækkaði
komugjöld á á heilsugæslustöðvar
sama dag og skrifað var undir síðustu
kjarasamninga, langt umfram þær
hækkanir er fólust í þeim. „Þessi
láglaunaleið sem farin hefur verið
skilar sér í verri heilsu fólks vegna
mikillar aukavinnu við að hafa ofan í
sig og á. Allar tölur um nýgengi
örorku og ásóknar í sjúkrasjóði
stéttarfélaga sanna svo ekki verður
um villst að mikið er að á vinnu-
markaði á Íslandi.
Það má búast við átökum á
vinnumarkaðinum á þessu ári og þarf
launafólk að búa sig undir þau, með
samstöðu og ekki síst fjárhagslega ef
vinna á eftir að liggja niðri um lengri
eða skemmri tíma,“ sagði Arnar að
endingu.
Formaður Drífanda stéttarfélags :: Býst við átökum á vinnumarkaði:
Stóriðja, fiskvinnsla og
ferðaþjónustan geta
borgað hærri laun
:: Fer ekki út í verðlag innanlands :: Láglaunaleið skilar sér í verri
heilsu fólks vegna mikillar aukavinnu
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Þrettándagleði ÍBV og Vestmannaeyjabæjar fór fram í blíðskaparveðri um helgina. Sjáðu myndir og umfjöllun á bls. 16, 17 og 18.
Boðaslóð 12 | s. 481 3939
ATHUGIÐ!
Nýr opnunartími
10 til 22 alla virka daga
11 til 22 um helgar.
NÝTT