Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Qupperneq 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015
Íþróttir
Framundan
Föstudagur 16. janúar
Kl. 20:00 ÍBV - ÍR
Olís-deild kvenna
Kl. 19:30 Haukar - ÍBV
2. flokkur karla
Laugardagur 17. janúar
Kl. 13:40 Valur - ÍBV
2. flokkur karla
Kl. 13:15 ÍBV - HK
3. flokkur karla
Kl. 15:00 ÍBV2 - Hörður
4. flokkur karla - eldri
Kl. 10:30 ÍBV - Þróttur
4. flokkur kvenna - eldri
Kl. 11:30 ÍBV - FH
4. flokkur kvenna - yngri
Sunnudagur 18. janúar
Kl. 12:30 ÍBV - ÍR
3. flokkur kvenna
Kl. 14:00 ÍBV - Stjarnan
4. flokkur karla - eldri
Handbolti kvenna
Guðmundur TÓmaS
SiGFúSSon
gudmundur@eyjafrettir.is
Eins og flestir vita er Erlingur
Richardsson, nýr þjálfari Füchse
Berlin, fyrrum leikmaður og
þjálfari ÍBV. Hann kom ÍBV, ásamt
Arnari Péturssyni upp í efstu deild
árið 2013. Ári síðar urðu Eyjamenn
Íslandsmeistarar og á Erlingur
stóran þátt í því. Erlingur hélt út til
Austurríkis að loknu tímabilinu
2013 og tók við austurríska liðinu
West Wien. Markmiðið var að halda
liðinu í efstu deild en Erlingur náði
frábærum árangri með ungt og
efnilegt lið. Það hafnaði í þriðja
sæti deildarinnar, var einungis einu
stigi frá toppnum og hefði sigur í
næstsíðustu umferð þýtt það að
liðið hefði orðið deildarmeistari. Nú
í febrúar byrjar úrslitakeppnin þar
sem fimm efstu lið deildarinnar auk
austurríska U21 árs landsliðsins etja
kappi en meistarar verða krýndir í
maí. Við á Eyjafréttum munum
fylgjast vel með gangi mála hjá
Erlingi og koma með fréttir af
úrslitum leikja hans.
Við töluðum við Erling sem tekur
við Füchse Berlin af Degi Sigurðs-
synir og lýst honum mjög vel á nýja
starfið. En hann þekkir ekki að búa
í Þýskalandi sem er ný reynsla fyrir
hann og fjölskylduna. „En það er
spennandi að taka við Füchse Berlin
sem hefur verið í toppbaráttunni í
efstu deildinni þýsku undir stjórn
Dags,“ sagði Erlingur.
Viðbrigði fyrir fjölskylduna
Aðdragandinn að því að Erlingur
fer til Füchse Berlin var ekki langur,
rétt mánuður frá því hann fékk fyrst
fyrirspurn þar til að skiptin voru
tilkynnt. Erlingur viðurkennir að
það verði erfitt að flytjast til
Þýskalands þar sem fjölskyldan er
rétt að komast inn í hlutina í Austur-
ríki. Hann vill meina að aðstaðan til
þjálfunar sé best á Íslandi. Það sé
helsti munurinn á því að þjálfa á
Íslandi og í Austurríki. „Þegar ég
kom til West Wien, var aðalmark-
miðið að koma skipulagi á leik
liðsins. Það tókst og ég skil í sátt
við alla aðila. Ég þekki Dag
Sigurðsson sem nú er tekinn við
þýska landsliðinu. Ég ætla samt
ekki að trufla hann á hverjum degi.
Dagur og Ingibjörg konan hans hafa
boðið okkur fjölskyldunni aðstoð til
þess að komast inn í samfélagið í
Berlín,“ sagði Erlingur.
Fjölskyldan er Vigdís Sigurðar-
dóttir sem gerði garðinn frægan í
markinu hjá ÍBV, Haukum og
landsliðinu. Börn þeirra eru Sandra
16 ára, Elmar 10 ára og Andri 7 ára.
„Sandra hefur leikið með yngri
landsliðum Íslands í handbolta og
spilar með unglingaliði Hypo NÖ.
Aðallið félagsins er besta lið
Austurríkis og eitt það sigursælasta
í heiminum. Liðið hefur unnið
Meistaradeildina átta sinnum og
austurríska meistaratitilinn 38
sinnum í röð eða frá árinu 1977,“
sagði Erlingur.
Ekki með í Katar
Eins og alþjóð veit er íslenska
landsliðið í handbolta að halda út til
Katar þar sem Heimsmeistaramótið
í handknattleik fer fram á næstu
vikum. Erlingur hefur verið inni í
þjálfarateymi Arons Kristjánssonar,
þjálfara landsliðsins, en mun þó
ekki halda út til Katar þar sem hann
þarf að sinna West Wien.
„Liðið tekur þátt í úrslitakeppni í
Austurríki og ég kemst því ekki,“
sagði Erlingur en Eyjamenn eiga
sína menn í Katar. Gunnar
Magnússon, þjálfari ÍBV, verður
með landsliðinu en hann er
aðstoðarmaður Arons. Það er þó
ljóst að það verður gaman að
fylgjast með Erlingi á nýjum og
stærri vettvangi í framtíðinni en þó
nokkrir íslenskir þjálfarar eru með
lið í þýsku deildinni, sem er sú
sterkasta í heiminum.
Erling Richardsson :: Tekur við Füchse Berlin í sumar:
Spennandi að taka við
liðinu af Degi
:: Er í toppbaráttunni í efstu deildinni þýsku :: Náði frábærum
árangri í Austurríki
Erlingur ásamt fjölskyldu sinni.
Eyjamenn áttu að mæta Stjörnu-
mönnum í fyrsta leik Fótbolta.net
mótsins á fimmtudaginn en vegna
veðurs varð að fresta leiknum. Ekki
hefur verið ákveðinn nýr leikdagur
en strákarnir okkar mæta Keflvík-
ingum þann 17. janúar í Reykjanes-
höllinni.
Þetta mót er fyrir þau lið sem ekki
taka þátt í Reykjavíkurmótinu og
hefur verið haldið undanfarin ár við
góðan orðstír. ÍBV stefnir á að fá til
sín tvo nýja leikmenn á næstu
dögum en þeir munu báðir koma
erlendis frá og munu að öllum
líkindum spila á varnar- og
miðsvæðinu. Leikmennirnir gætu
komið frá Noregi en einnig frá
öðrum löndum. Jóhannes Harðar-
son, þjálfari liðsins, sagði þetta í
samtali við Fótbolta.net á dögunum
en hann þekkir markaðinn í Noregi
vel eftir að hafa þjálfað þar í langan
tíma.
Kristín Erna Sigurlásdóttir var á
dögunum valin til æfinga með
A-landsliði kvenna en hún lék 16
leiki í sumar og gerði 7 mörk með
ÍBV. Kristín sleit krossband árið
2013 og missti því af heilu
keppnistímabili það árið. Hún kom
sterk til baka og hefur nú uppskorið
eins og hún sáði. Við óskum
Kristínu innilega til hamingju með
valið.
Meistaraflokkur
karla - fótbolti:
Leik gegn
Stjörnunni
frestað
:: tveir nýir
leikmenn á
næstunni
Fótbolti - kvenna
Kristín
Erna valin í
A-landsliðið
Eyjastúlkur mættu Gróttu á
laugardaginn í Vestmannaeyjum.
Eyjastúlkur voru í 4. sæti fyrir
leikinn en gestirnir í 2. sætinu. Það
var ljóst strax í byrjun að það yrði
erfitt fyrir heimakonur að ná
einhverju út úr leiknum því margir
ef ekki allir leikmenn Gróttu voru
að spila vel.
Sóknarleik stelpnanna okkar var
haldið uppi af Drífu Þorvaldsdóttur
og Veru Lopes en þær skoruðu
rúmlega helming markanna. Í
hálfleik munaði átta mörkum,
Gróttustelpur höfðu skorað sextán
gegn átta mörkum heimakvenna.
Mestur varð munurinn fjórtán mörk
í síðari hálfleik en leiknum lauk
21:31 og voru gestirnir einfaldlega
of sterkir. Stelpurnar okkar fá ÍR í
heimsókn um næstu helgi.
Eva spilaði með U-15 ára
landsliðinu um helgina
Eva Aðalsteinsdóttir var á dögunum
valin í U-15 ára landsliðs kvenna
sem lék tvo æfingaleiki gegn
Skotum um helgina. Eva var í
hópnum fyrir síðari leikinn en
stelpunum var skipt upp í tvo hópa.
Eva lék því með liðinu á sunnudag-
inn en Skotar hafa ekki verið
þekktir fyrir afrek sín í handbolta.
Skellur á heimavelli
gegn Gróttu
Coca Cola bikar-
inn :: Þrír heima-
leikir
Nær B-
liðið að
stríða
bikar-
meistur-
unum?
Fimmtudaginn 8. janúar var dregið í
8-liða úrslit Coca-cola bikars karla
og kvenna í handbolta. ÍBV var eina
liðið sem átti þrjú lið í pottinum en
í karlaflokki vonuðust fulltrúar ÍBV
og ÍBV2 eftir að dragast saman.
Það varð ekki. ÍBV var fyrsta liðið
upp úr pottinum og mætir því Aftur-
eldingu en ÍBV2 fá bikar-, deildar-
og deildarbikarmeistara Hauka í
heimsókn. Í kvennaflokki mætir
ÍBV ÍR á heimavelli. Öll þrjú liðin
fengu því heimaleik og verður það
að teljast nokkuð gott.
Vera Lopez hefur verið drjúg fyrir ÍBV í vetur.