Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Qupperneq 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015
Mikið var um að vera á Þrett-
ándanum hér í Eyjum sem
endranær. Í Safnahúsinu hefur
skapast sú hefð að vera með
dagskrá fyrir börnin sem og að
kynna myndlistarmann frá
Vestmannaeyjum. Að þessu
sinni var um skemmtilega
nýbreytni að ræða: Þrjár
dagskrár sem tóku við hver af
annarri og eins og forstöðumað-
ur Safnahússins sagði: „Tekur
samtals ekki lengri tíma en
góður knattspyrnuleikur.“
Kári tók sjálfur upphafsspyrnuna ef
svo má segja, með því að sýna tólf
fallegar blýantsteikningar auk
sjálfsmyndar Guðna Hermansen.
Höfundur teikninganna er móðir
Guðna, Jóhanna Jósefína Erlends-
dóttir (1888-1970). Jóhanna fluttist
til Eyja fyrir 1910 og bjó allan sinn
aldur frá 1912 í húsinu Ásbyrgi,
fyrst gift Guðna Johnsen en eftir
andlát hans Störker Sedrup
Hermansen. Kári sagði að fjöl-
skylda Jóhönnu, sem lánaði allar
myndirnar utan eina sem safnið átti,
hefði ekki treyst sér til að koma að
þessu sinni vegna samgangnanna.
Hins vegar væri ákveðið að halda
áfram að leita að verkum eftir
Jóhönnu og sýna úrval þeirra um
hvítasunnuna – ásamt því að bjóða
upp á frábæra upptöku af saxófón-
leik Guðna sonar hennar sem
nýlega hefði komið í leitirnar. Bað
hann jafnframt viðstadda að láta sig
eða listvinahópinn vita ef einhver
þekkti til málverka eftir Jóhönnu.
Kári sagði að Helga Hallbergsdóttir
hefði bent sér á að myndirnar væru
allar frá því Jóhanna hefði verið
aðeins 15 til 18 ára stúlka og
blaðamaður gat ekki annað en dáðst
að því hversu ótrúlega fallegar
myndirnar eru. Helga tók nú við og
bauð upp á tvær dagskrár í
Sagnheimum, byggðasafni sem
tóku á skemmtilegan hátt við hvor
af annarri.
Vilborg og hrafninn
Sú fyrri var veiting verðlauna í
myndakeppninni Vilborg og
hrafninn. Flestir lesendur Eyjafrétta
munu kannast við þá góðu stúlku,
Vilborgu Herjólfsdóttur. Hún var
dóttir Herjólfs Bárðarsonar er nam
Herjólfsdal. Sá var fúlmenni hið
mesta en Vilborg að sama skapi
ljúflyndið uppmálað. Hún hjálpaði
bæði mönnum og dýrum og rættist
á henni hið forna spakmæli: Guð
launar fyrir hrafninn. Sagan segir að
hrafn einn hafi komið að Vilborgu
þar sem hún sat á steini við
húsdyrnar og náð af henni skónum
hennar sem hann hoppaði með á
brott. Vilborg stóð þá upp og elti
hrafninn til að ná aftur í skóinn sinn
en þegar hún var komin nokkuð frá
bænum rann skriða ein mikil fram
og færði bæinn og allt umhverfi
hans í kaf.
Georgs þáttur
Ögmundssonar
Allir dóu sem í bænum voru og
Vilborg hefði einnig farist ef ekki
hefði verið fyrir hrafninn. Þessa
sögu las Fríða Sigurðardóttir fyrir
börnin á Safnahelginni síðustu og í
framhaldinu áttu þau að skila inn
teikningu af Vilborgu og hrafninum.
Nú var komið að verðlaunaveit-
ingu og mátti sjá eftirvæntingu
meðal bæði barnanna og ekki síður
foreldranna sem voru mættir til að
styðja sitt lið. Það var skemmtilega
til fundið að vörpulegasti maður
Eyjanna væri kallaður til að
afhenda verðlaunin. Sá heitir Georg
Rúnar Ögmundsson og er hvorki
meira né minna en núverandi
handhafi titilsins Sterkasti maður
Íslands. Georg fór létt með að segja
krökkunum, og hinum fullorðnu,
frá því hvernig það er að vera ekta
víkingur. Það var gaman að sjá
hversu vel hann náði til krakkanna,
eitt af ánægjuefnunum við Safna-
húsið er að starfsfólkið þar reynir
virkilega að bjóða upp á dagskrár
sem eru bæði fræðandi og skemmti-
legar fyrir börnin. Helga og Georg
veittu síðan verðlaun fyrir þrjár
bestu myndirnar og var ný bók um
víkingana sannarlega vel til fundin.
Þau sem unnu til verðlauna í
myndakeppninni Vilborg og
hrafninn voru Arnar Berg Arnar-
son, Bertha Þorsteinsdóttir og Aron
Máni Magnússon. Verðlaunin voru
bókin Víkingarnir, norrænir sæfarar
og vígamenn.
Kolbrún Harpa náði
athyglinni
Þá var komið að síðasta atriðinu, en
aldeilis ekki hinu lakasta. Kolbrún
Harpa Kolbeinsdóttir tók upp á því
á gamals aldri, eins og hún segir
sjálf, að búa til skáldsögu. Kolbrún
var mætt til að spjalla og lesa upp
úr bók sinni Silfurskrínið og sagði
strax í upphafi að enda þótt sagan
væri fyrst og fremst hugsuð sem
barnasaga sé hún raun fyrir allan
aldurshóp. Blaðamaður, sem ekki
hafði lesið bókina áður, gat vel
tekið undir þau orð. Að vísu er ekki
rétt að tala um að lesa þessa bók
vegna þess að hún er einungis gefin
út sem hljóðbók og sagði Kolbrún
það vera vegna kostnaðar við að
gefa hana út á prenti. Kolbrún
byrjaði á því að rekja sögu
bókarinnar í stuttu máli og las síðan
kafla úr henni. Sagan er ómenguð
Eyjasaga af vinum sem lenda í
spennandi ævintýrum í sjálfu
Helgafelli.
Kolbrún átti auðvelt með að fanga
athygli áheyrenda og mátti heyra
saumnál detta meðan á lestrinum
stóð. Sagan var enda virkilega
spennandi og framtak Kolbrúnar
bæði skemmtilegt og raunar
stórmerkilegt.
Það reyndist rétt hjá Kára að
dagskrárnar þrjár stóðu í svipaðan
tíma og einn fótboltaleikur. Og sé
líkingunni við fótboltaleik haldið
áfram þá er engin spurning í huga
blaðamanns að í þessum leik
sigruðu starfsmenn Safnahússins
með þau Kára og Helgu í fram-
línunni. Þarna var boðið upp á
dagskrár sem tóku við hver á fætur
annarri bæði fyrir börn og full-
orðna. Skemmtileg blanda sem hitti
sannarlega í mark.
Þrettándagleði í Safnahúsinu fyrir unga sem aldna:
Hitti sannarlega í mark
:: Myndasýning :: Saga af landnámsmönnum :: Víkingar
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Verðlaunahafar ásamt Helgu og Georg, frá vinstri, Arnar Berg
Arnarson, Bertha Þorsteinsdóttir og Aron Máni Magnússon.
Georg Ögmundsson með tveimur víkíngum úr hópi gesta.
Krakkarnir, á öllum aldri, fylgdust með af athygli.
Kári, lengst til hægri, ræðir við Sigurfinn Sigurfinnson, Þorbjörgu Júlíusdóttur og Kolbrúnu Hörpu í
Einarsstofu þar sem uppi eru myndir eftir Jóhönnu Jósefínu Erlendsdóttur.