Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Qupperneq 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015
Samþykkt um hunda- og
kattahald í Vestmannaeyjabæ
Vestmannaeyjabær auglýsir nýja samþykkt um hunda- og
kattahald í Vestmannaeyjabæ.
Samkvæmt nýju samþykktinni þá verður skylt að skrá alla
hunda og ketti hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vest-
mannaeyjabæjar og greiða af þeim leyfisgjald.
Samþykktin, ásamt gjaldskrá, hefur þegar tekið gildi og
skráning mun hefjast 15. janúar 2015 en skráningarfrestur
verður til og með 15. júlí 2015. Er hunda- og kattaeigend-
um því gefinn 6 mánaða frestur til þess m.a. að láta
örmerkja dýrin samkvæmt reglugerð nr.1077/2004, um
aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.
Umsóknareyðublöð má nálgast hjá umhverfis- og fram-
kvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Skildingavegi 5 alla
virka daga mili kl:08-00-12.00 og á heimasíðu Vestmanna-
eyjabæjar http://smartwebber.vestmannaeyjar.is/skrar/
file/2010-Efnissala-verdkra/umsokn-um_leyfi-hunda-katta-
hald.pdf
Samþykkt um hunda- og kattahald í Vestmannaeyjabæ.
http://smartwebber.vestmannaeyjar.is/skrar/file/samthykkt_
um_hunda-_og_kattahald/hunda-_og_kattahald.pdf
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Vestmannaeyjabæ.
http://vestmannaeyjar.is/skrar/file/gjaldskra_um_hunda-_
og_kattahald/gjaldskra-hunda-_og_kattahald.pdf
Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159,
sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is
AðAlsAfnAðArfundur
OfAnleitissóknAr Og
AðAlfundur kirkjugArðs
VestmAnnAeyjA
Sóknarnefnd Ofanleitissóknar og stjórn Kirkjugarðs
Vestmannaeyja boðar til aðalsafnaðarfundar sóknarinnar
og aðalfundar garðsins í Safnaðarheimili Landakirkju
sunnudaginn 25. janúar 2015. Hefst hann um kl. 15 eftir
guðsþjónustu í Landakirkju, sem hefst kl. 14. Á dagskrá er
skýrsla formanns og skýrsla sóknarprests, kosningar,
ársreikningar og önnur mál skv. starfsreglum.
sóknarnefndin
Vetrarstarf Karatefélags Vestmannaeyja
hefst mánudaginn 12. janúar í Þórsheimilinu.
Tekið er við skráningum í gegnum tölvupóstfangið
karatekfv@gmail.com eða með því að senda sms í
síma 692-3391.
Börn:
Byrjendur, gult belti og lægra (10. til 9. Kyu) æfa
mánudaga og miðvikudaga kl. 16:10-17:00.
Lengra komnir, appelsínugult belti og hærra (8. - 6.
Kyu) æfa þriðjudaga og fimmtud. kl. 16:10-17:00.
Verð: 19.500 krónur.
Fullorðnir:
Konutímar á þriðjudögum kl. 17:00-18:00 (lokaðir).
Almennir tímar (16 ára+) á mánudögum, miðviku-
dögum og fimmtudögum kl. 17:00-18:15.
Verð: 23.500 krónur.
Fjölskylduafsláttur:
Fyrsti fjölskyldumeðlimur borgar fullt gjald
en þeir sem á eftir koma fá 40% afslátt af
æfingagjöldunum.
Hvetjum fullorðna til að mæta í skemmtilega
og góða líkamsrækt, þá sérstaklega konur.
Súper-
módel
56
ætlar að hittast á
Vinaminni sunnudag-
inn 18. janúar kl. 17.
Nefndin
Eyja-
konur
Í tilefni af því að árið
2015 eru rétt 100 ár liðin
frá því konur fengu
kosningarétt á Íslandi,
munu Listvinir Safna-
húss standa fyrir
sýningum á verkum
kvenna í Einarsstofu
fyrstu níu mánuði
þessa árs.
Af þvi tilefni biðjum við
alla sem eru að vinna við
listsköpun, hverju nafni
sem hún nefnist, eða
vita af verkum kvenna
frá Vestmannaeyjum, og
vilja sýna í Einarsstofu,
að hafa samband við
eitthvert okkar undir-
ritað eða við starfsmenn
í Safnahúsi.
Steinunn Einarsdóttir,
Kristín Garðarsdóttir,
Guðlaug Ólafsdóttir,
Jói Listó, Stefán Gíslason,
Þorkell Sigurjónsson
og Kári Bjarnason
Rétt fyrir jólin síðustu varð sá
merki atburður að gefin var út
hljóðbók í Eyjum. Það var hún
Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir sem
sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu,
Silfurskrínið. Það er mjög sérstakt
að senda frá sér bókina eingöngu á
hljóðbók. Á ég að segja til að byrja
með?
Bókin hentar þeim sem eru frá
fjögurra og komnir vel yfir hundrað
árin, sum sé á tvíræðisaldurinn. Ég
var svo heppinn að fá hljóðbókina í
jólagjöf. Höfundurinn sýnir okkur
á spennandi og skemmtilegan hátt
undraveröld Heimaeyjar bæði ofan
og neðan jarðar. Þar kemur
Helgafell mikið við sögu og
vafalaust verða hinir mörgu hellar
eyjarinnar jafnt og sjávarhellar til
þess að skáldgáfan og sagnaandinn
fara á mikið og skemmtilegt flug.
Þrjú börn, 10 og 11 ára, lenda í
ótrúlegum ævintýrum og þau verða
þess áskynja að fara skuli gætilega
að náttúrunni, virða hana og bera
virðingu fyrir mörgum þeim öflum
sem í henni hrærast. Þar er enginn
predikunartónn heldur er sagan
sögð þannig að hrein unun er á að
hlusta.
Þá er boðskapur hennar, finnst
mér, að það sem ótrúlegt reynist
gæti alveg eins verið satt. Það eru
stórskemmtilegar lýsingar á leikjum
Eyjabarna, hvernig þau fara
stundum óvarlega en sleppa oftast
sem betur fer fyrir horn. Þetta vekur
upp ljúfsárar minningar frá
barnæskunni í Eyjum. Sagt frá
lífinu í úteyjum og svo miklu fleiru
skemmtilegu.
Fann barnið í sjálfum mér
Bókin var svo spennandi og vel
skrifuð og skemmtilega lesin að ég
límdist við hana, gleymdi mér og
fann barnið í sjálfum mér með því
að fylgja sögupersónunum eftir.
Mér finnst að með Kolbrúnu Hörpu
sé kominn sagnameistari sem lætur
óhindrað hugmyndaflug reika hér
og þar og allt getur hafa gerst þótt
það sé ótrúlegt reyndar, en gæti þó
hafa átt sér stað. Ekki spillir að
söguþráðurinn byggir að nokkru á
reynslu og draumi höfundar frá
æsku.
Bókin er tileinkuð mömmu
hennar og honum Súlla á Saltabergi
vini mínum. Ég sé hann Súlla fyrir
mér sem afann í bókinni og hana
Siggu í Vatnsdal sem mömmuna
eða ömmuna sem skiptir svo miklu
máli.
Kolbrún Harpa notar skemmtilega
ýmis minni sem fjalla um það
hvernig hlutir týnast og finnast svo
löngu síðar. Enid Blyton og Guðrún
Helgadóttir hefðu vart getað gert
betur að mínu mati. Nokkrir
byrjendahnökrar eru á hljóðbókinni,
en ég bíð spenntur eftir næstu bók
og þá verða þeir lagaðir. Sagan
býður t. d. upp á nokkrar hljóð-
skreytingar.
Gaman fyrir mig að hún
kemur frá Eyjum
Til Hamingju með Silfurskrínið þitt,
Harpa. Megi fleiri höfundar og
útgefendur taka þig til fyrirmyndar
og gefa út bækur sínar á hljóðbók
og vonandi samtímis á prenti. Ég
skora á alla landsmenn Vestmanna-
eyja og Íslands að lesa hana og
gleyma sér og finna barnið í sjálfum
sér. Um leið og það tekst verður
maður betri á eftir. Það er sérstak-
lega gaman fyrir mig að skáldsaga,
gefin eingöngu út á hljóðbók, skuli
koma frá Eyjum.
Það var árið 1974 sem ég fór að
vinna við hljóðbókagerð og hef
haldið mig við þá iðju að mestu
síðan. Fyrir nokkrum árum
stofnuðum við Herdís Hallvarðs-
dóttir, frú mín, hljóðbókaútgáfuna
Hljóðbók.is og erum nú með um
150 bókatitla á síðunni okkar www.
hljodbok.is
Bestu kveðjur
Gísli Helgason
Gísli Helgason hrifinn af Silfur-
skríni Kolbrúnar Hörpu:
Það sem
ótrúlegt
reynist gæti
alveg eins
verið satt
ævintýrum enda voru þær ófáar
sögurnar sem hann hafði
miðlað til hennar, ef amma var
þreytt. Kolla fékk þá að ferðast
með þeim í huganum til
ótrúlegustu staða, allt frá
ævintýraheimum Grimms-
bræðra þar sem ægði saman
kóngafólki, tröllum og
forynjum, til úteyjanna við
Heimaey, á veiðar með með afa
sínum...allt í þessum rauða
stól. Í þessum fallega, yndis-
lega rauða, gamla stól...
stólnum hennar ömmu Siggu
þar sem henni leið svo ósköp
vel.
Fyrsti kaflinn úr Silfurskríninu:
Sögurnar hennar ömmu