Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Side 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015
Landakirkja
Fimmtudagur 15. janúar:
Kl. 10.00. Mömmumorgunn í
Safnaðarheimilinu.
Kl. 15.30. STÁ kirkjustarf 6-8 ára.
Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa-
kirkju.
Kl. 20.00. Opið hús Æskulýðs-
félagsins í KFUM&K heimilinu.
Sunnudagur 18. janúar.
2. sunnudagur eftir þrettánda:
Kl. 11.00. Sunnudagaskóli í
Safnaðarheimilinu (þar sem verið er
að mála kirkjuna að innan). Gengið
inn frá Skólavegi.
Kl. 14.00. Guðsþjónusta í Safnaðar-
heimilinu (þar sem verið er að mála
kirkjuna að innan). Kór Landa-
kirkju syngur undir stjórn Kitty
Kovács. Sr. Guðmundur Örn
prédikar og þjónar fyrir altari.
Mánudagur 19. janúar:
Kl. 19.30. Tólf spora andlegt
ferðalag með Vinum í bata.
Kl. 20.00. Framhaldsfundur með
Vinum í bata.
Þriðjudagur 20. janúar:
Kl. 13.00. Fermingarfræðsla
Kl. 14.10. Fermingarfræðsla.
Kl. 15.30. ETT kirkjustarf 11-12
ára.
Miðvikudagur 21. janúar:
Kl. 11.00. Helgistund á Hraun-
búðum
Kl. 13.45. Fermingarfræðsla.
Kl. 15.30. NTT kirkjustarf 9-10 ára.
Kl. 17.30. Kyrrðarbæn í Safnaðar-
heimilinu.
Kl. 18.30. OA - fundur í Safnaðar-
heimilinu, efri hæð.
Viðtalstímar presta eru þriðjudaga
til föstudaga milli 11.00 og 12.00.
Vatktsími: 488-1508
Hvítasunnu-
kirkjan
Fimmtudagur til laugardags
Kl 20:00 öll kvöldin Bænavika,
„Við erum góðilmur Krists“
Sunnudagur kl. 13:00
Samkoma, Guðni Hjálmarsson
prédikar, frásagnir einstaklinga um
eigin reynslu af bænasvörum,
kaffisopi eftir á.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kirkjur bæjarins:
Aðvent-
kirkjan
Laugardagur
Kl. 12:00 Samvera.
Allir velkomnir.
Matgæðingur vikunnar
Eyjamaðu vikunnar
Hann tengdasonur minn er ekki
búinn að bíta úr nálinni með þessa
áskorun, vegna þess að fyrir algjöra
tilviljun komst ég yfir einstaka
matreiðslubók fyrir nokkrum vikum
síðan, bókin er eftir Jónínu Sigurðar-
dóttur, er skrifuð á því herrans ári
1941 og er með sérlega ljúffengum
íslenskum þjóðlegum réttum sem
ég mun elda fyrir tengdasoninn o.fl.
í framtíðinni og hér kemur fyrsti
aðalrétturinn:
Nr. 92 Selakjöt í rauðaldin-
sósu (tomat-).
1500 gr selakjöt,
3000 gr vatn,
200 gr rauðaldin (tomater),
1 - 2 matskeiðar salt,
75 gr smjör,
100 gr hveiti.
Selakjötið er lagt í bleyti í mjólkur-
blöndu, svo að kjötið verði hvítara.
Þvegið og soðið í vatninu með
saltinu 1 - 2 klst. Tekið upp úr,
soðið síað, fitan veidd ofan af,
smjörið brætt, hveitið hrært saman
við og þynnt út með soðinu. Þegar
sósan er orðin hæfilega þunn, eru
rauðaldinin (tomater) látin í og
soðin í 5 - 10 mín. (Þegar ný aldin
eru notuð, þarf að skera þau sundur
í smá bita. Niðursoðin aldin eru
tekin úr dósinni eins og þau koma
fyrir.) Sósunni er hellt yfir kjötið á
fatinu og borðað með kartöflum. Í
staðinn fyrir rauðaldin (tomater) má
hafa kár (karry), pétursselju, selju,
gulrófur, grænkál o.fl. Seljan eða
gulrófurnar eru þá soðin með
kjötinu þar til bitarnir eru orðnir
linir, en heilir. Dregur þá sósan nafn
af þeirri tegund sem í hana er látin.
- Hnísu og hrefnukjöt er matreitt á
sama hátt.
Nú í bókinni góðu fann ég frábæran
eftirrétt sem mundi sóma sér vel í
rommvikunni í Elliðaey og hér
kemur hann:
Nr. 484. Rommbætingur.
250 gr egg,
125 gr sykur,
500 gr mjólk,
36 gr matarlím,
125 gr vatn,
250 gr rjómi,
259 gr romm.
Eggin eru slegin sundur í miðjunni
og hvíturnar skildar frá rauðunum.
Rauðurnar eru svo hrærðar með
sykrinum þar til þær eru orðnar að
þéttri froðu. Mjólkin er hituð, og
þegar hún sýður, er henni smáhellt í
rauðurnar og öllu svo hellt í pottinn
aftur. Meðan það er að hitna, þarf
stöðugt að hræra í. Þegar suðan er
aðeins komin upp, er það tekið ofan
og hrært í því og matarlímið sett í,
sem áður er leyst sundur í heita
vatninu. Þegar þessi eggjajafningur
er orðinn kaldur, en ekki hlaupinn
saman, er rommið, rjóminn og
eggjahvíturnar, sem er stífþeytt sitt í
hverju lagi, látið í og hrært vel
saman. Bætingnum er svo hellt upp
í glerskálar og skreytt með þeyttum
rjóma hér og þar. Borðaður kaldur
sem síðasti réttur til miðdegis-
verðar.
Nú, fyrst ég er farinn að blanda
Elliðaey í þetta þá langar mig að
skora á okkar ástkæra formann í
Elliðaeyjarfélaginu , Ívar Van Gal
Atlason sem næsta matgæðing , en
hann lofar að næst þegar við
Elliðaeyingar höldum Lundaball þá
verði það risastórt í sniðum og
jafnvel haldið í Laugardalshöllinni,
og öllum saumaklúbbum landsins
boðið að mæta, enda komast þá allir
sem vilja til og frá Eyjum þar sem
endurbyggingu á Skaftfelling verður
lokið. Kveðja, Langléttasti leigubíl-
stjórinn í Eyjum.
Rafn Pálsson er brottfluttur
Eyjamaður en hann lætur sig aldrei
vanta þegar blásið er til þrettánda-
gleði í Vestmannaeyjum. Hann er
gamall Týrari og hefur unnið við
þrettándann frá því hann man eftir
sér. Núna er það ÍBV sem sér um
gleðina en það skiptir Rabba engu
máli, hann mætir. Hann var manna
glaðastur þegar blaðamaður
Eyjafrétta hitti hann við álfabrenn-
una. Sagði að Herjólfsferðin hefði
tekið meira á en að fara upp á fjall
með jólasveinunum.
Nafn: Rafn Pálsson
Fæðingardagur: 26 október 1957.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Giftur Brynhildi
Brynjúlfsdóttur, 3 synir og eitt
barnabarn.
Draumabíllinn: Ford Torino 1971.
Uppáhaldsmatur: Reyttur og
reyktur lundi.
Versti matur: Svið.
Uppáhalds vefsíða: Eyjafréttir.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Eyjalögin klikka aldrei.
Aðaláhugamál: Fjölskyldan,
útivist.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Einhvern góðan.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Stafsnes á fallegu kvöldi,
svo er Ásbyrgi og nágrenni mjög
fallegt.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Hermann Hreiðarsson
og ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Já, já, fer reglulega í gönguferðir
með vinum
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir
og góðar bíómyndir.
Eitthvað að lokum: Kannski ekki
viðeigandi, en finnst að bæta mætti
þjónustu Herjólfs vegna þessarar
fyrstu bæjarhátíðar ársins.
Mjólkurlegið selkjöt og
rommbætingur
Eyjalögin klikka aldrei
Hörður Þórðarson
er matgæðingur vikunnar
Rafn Pálsson er Eyjamaður vikunnar
>> smáar
Til sölu
Mazda 3 2008 árg. ek. 84.000
km, sjálfsk. verð 1490,000 kr.
Stgr. uppl. í s. 846-2787.
-------------------------------------
Auglýsingasíminn er
481 1300
Eyjafréttir
- vertu með á nótunum!