Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Síða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015
Á laugardaginn las Kolbrún
Harpa Kolbeinsdóttir frá Vatns-
dal upp úr bók sinni, Silfur-
skrínið, á bryggjunni í Safnahúsi.
Undirtektir voru góðar ekki síst
hjá unga fólkinu sem þarna var
mætt. Kolbrún Harpa fer ekki
hefðbundna leið í útgáfunni og
kemur sagan út á þremur hljóð-
diskum og er það hún sjálf sem
les upp. Kolbrún Harpa segist
mjög ánægð með móttökurnar
og er von á fleiri bókum.
„Þetta er fyrsta bókin og verður
þetta þríleikur sem er svo vinsælt
núna. Silfurskrínið er spennusaga
sem gerist á Heimaey á árinu
1972-1973, byggð að hluta á
raunverulegum atburðum en
auðvitað tekur maður sér skálda-
leyfi,“ segir Kolbrún Harpa í viðtali
við Eyjafréttir. Upphaflega var
hugmyndin að gefa söguna út í bók
en Kolbrún Harpa segir að það hafi
ekki gengið upp peningalega. „Þetta
varð niðurstaðan en hefði aldrei
gengið upp ef Helena, dóttir mín,
sem er með tölvstúdíó heima hjá
sér, hefði ekki hjálpað mér. Hún
hefur verið mín stoð og stytta í
þessu öllu sagði Kolbrún Harpa.
Frekjurnar á Hvoli
„Ég kenni mig við Vatnsdal við
Landagötu, þaðan er móðurfjöl-
skylda mín en er alin upp á á Hvoli
við Urðaveg 17 þar sem flestallir
þekktu okkur, frekjurnar á Hvoli.
Komust ekki hjá því að sjá okkur á
leiðinni í sundlaugina. Þetta er
umhverfið, sem ég ólst upp í, þar
sem Skansinn var á næsta leiti. Þar
lékum við okkur og líka á hafnar-
garðinum þar sem við vorum í
sannkölluðum háskaleikjum í
austan rokinu og briminu sem því
fylgdi. Það munaði eitt sinn að illa
færi en betur fór en á horfðist og
eins gott að foreldrar okkar vissu
ekki af uppátækjum okkar. Þetta var
okkar leiksvæði sem allt er farið
undir hraun,“ segir Kolbrún Harpa
þegar hún minnist æskustöðvanna í
austurbænum sem frá 1973 hafa
bara verið til í hugum þeirra sem
þar áttu heimili og öðrum Eyja-
mönnum. „Það má segja að þetta sé
sögusvið bókarinnar en auðvitað
leyfir rithöfundurinn sér að breyta
eins og honum finnst henta. En fyrst
og fremst er þetta skáldsaga sem
byggir á staðreyndum.“
Hver var kveikjan að bókinni?
„Þetta byrjaði með því að ég sendi
inn sögu í keppni um bestu
barna- og unglingabókina á vegum
Forlagsins. Þá var ég byrjuð á sögu
sem ég lauk við og sendi inn á
síðustu stundu. Heppnin var ekki
með mér í þetta skiptið enda margir
reynsluboltar sem tóku þátt í
keppninni og hátt í hundrað handrit
voru send inn,“ sagði Kolbrún
Harpa sem var samt ákveðin í að
gefast ekki upp.
Þakklát þeim sem
lögðu henni lið
Þetta varð til þess að Kolbrúnu
Hörpu langaði til að gefa út
hljóðbók og leitaði til fyrirtækja en
fékk heldur dræmar undirtektir.
„Það höfðu ekki margir trú á þessu
hjá mér, held ég en þeim sem
brugðust við er ég mjög þakklát. Og
5000 krónur skipta mig máli. Meðal
þeirra sem lögðu mér lið eru
Sparisjóðurinn og Magnús
Kristinsson sem kaupa af mér
bækur. Grímur kokkur, Skýlið og
900 Grill í formi styrkja. Margt
smátt gerir eitt stórt og þetta gerði
það að verkum að ég gat byrjað að
kaupa hljóðdiska. Næsta skref var
að leita að hulstrum fyrir þrjá diska
og þar hitti ég vel á þegar mér var
bent á Gísla Helgason sem seldi
mér hulstur fyrir þrjá geisladiska.
Ég hannaði myndina sem prýðir
hulstrið og Gilli Hjartar hjá
Prentsmiðjunni Eyrúnu rak svo
endahnútinn á þetta og prentaði út
myndina mína. Alltaf gott að leita
til Gilla, ekta fínn peyi og ég er
honum ævinlega þakklát fyrir
greiðviknina.“
Nýtti leikhæfileikana
Kolbrún Harpa, sem lengi hefur
starfað með Leikfélagi Vestmanna-
eyja, les söguna sjálf, Helena dóttir
hennar sá um upptökur og að
brenna söguna yfir á diska og
Hörður Harðarson sá um loka-
vinnslu/masteringu.
„Ég nýtti mér reynsluna úr
Leikfélaginu við upplesturinn. Ég
las fyrst upp úr handritinu fyrir
breiðan hóp, frá mjög ungum
krökkum og unglingum, allt upp í
70 ára unglinga og viðtökurnar voru
góðar. Þeim fannst öllum sagan
spennandi og óvenjuleg. Gaman að
segja frá því að það var einn 92 ára
sem fékk bókina í jólagjöf og
sagðist jafnframt vita að sagan væri
jú kannski fyrir yngri lesendur en
hann var svo spenntur, gamli
maðurinn, að hann gat ekki beðið
með að heyra sögulokin.“
Ótal tár trítluðu niður
kinnarnar
Róm var ekki byggð á einni nóttu
og enginn verður óbarinn biskup
eða rithöfundur. Það á við Kolbrúnu
Hörpu eins og aðra. „Ég hef verið
að skrifa og yrkja frá því ég var
mjög ung. Á 40 ára gosafmælinu
átti ég sigurljóðið, „Yfir eld og
glóð,“ sem Þorvaldur Bjarni samdi
lag við og flutt var í Hörpunni 26.
janúar 2013. Ég var mjög ánægð
með lagið og það að vinna
ljóðakeppnina, kom mér mjög á
óvart. Reyndar hafði ég steingleymt
því að ég sendi ljóð inn í keppnina
en var rækilega minnt á það þegar
dómnefndin hringdi í mig forðum.
Það var magnað að sitja í
Hörpunni og heyra byrjunina á
laginu. Þarna var ég eins og allir
sem í salnum voru að heyra lagið
við ljóðið mitt í fyrsta skipti og
maður fékk gæsahúð og ótal tár
trítluðu niður kinnarnar. Hraustustu
karlmenn sögðu við mig í hléinu í
Hörpu að þeir hefðu tárast og fólk
sem upplifði gosið sagði að ég hefði
sagt allt sem segja þurfti í kvæðinu
mínu. Og það þótti mér mikið vænt
um að heyra.“
Lagið farið lágt
Kolbrún Harpa heldur áfram að
yrkja. „Við Helena erum að yrkja
og semja lög sem hún tekur upp.
Hún er líka búin að útsetja lagið
hans Þorvaldar upp á nýtt og við
mæðgurnar sungum það það inn á
disk.“ Og nú með öllum erindunum.
Í Hörpunni vantaði 3 erindi, sem
vegna tímaleysis var ekki hægt að
nota, svo við bættum bara um betur
og kláruðum dæmið. Ég hefði svo
sem alveg viljað heyra lagið oftar
kynnt og spilað eins og á Goslokum
en það hefur farið ansi lágt, finnst
mér. Því ljóðið er magnað þó ég
segi sjálf frá og lagið er flott og á
fullt erindi á þessum minningar-
dögum okkar Eyjamanna. Kannski
verður gerð bragarbót á því.“
Foreldrar Kolbrúnar Hörpu eru
Kolbeinn Sigurjónsson frá Hvoli og
Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal
sem er látin. Mamma lést árið 1992
aðeins 59 ára gömul og ég sakna
hennar mikið enn þann dag í dag.
Blés á kertið og öskraði
„Ég er elst sjö systkina, sex stelpur
og einn bróðir og ég hafði mjög
gaman af að segja systrum mínum
sögur þegar við vorum smápæjur
heima á Hvoli. Og þá helst slökkva
ljósin og kveikja á einu kerti sem
ég, sögumaðurinn, hélt á. Og ég get
ekki gleymt því er ég var að segja
systrum mínum söguna af Djákn-
anum frá Myrká þar sem komið er
að hinum ódauðlegu orðum
djáknans: „Garún,Garún sérðu ekki
hvítann blett í hnakka mínum.“ Þá
blés ég á kertið og öskraði eins hátt
og ég gat og þið getið rétt ímyndað
ykkur veinin í stelpunum,“ segir
Kolbrún Harpa og hlær. „Ég var
hundelt um allt og hótað miklum
hefndum fyrir þetta. Ég fór þá bara
heim í Vatnsdal meðan hjaðnaði í
þeim. Þegar ég kom aftur heim að
Hvoli var ég aðeins litin illu auga
en þær gerðu mér ekkert.“
Hún segir að Helena sé mikill
grúskari og fann hún sögur sem
mamma hennar sendi inn á
Þjóðviljann þegar pabbi hennar var
umboðsmaður blaðsins í Vest-
mannaeyjum. „Þá kom út sérstakt
helgarblað af Þjóðviljanum og sendi
ég inn þrjár sögur sem allar birtust í
helgarblaðinu. Þetta fann Helena og
er mjög gaman að sjá þetta svo
löngu seinna,“ sagði Kolbrún Harpa
og lét fylgja með í lokin að hún er
byrjuð á framhaldinu af Silfuskrín-
inu. Já og meira að segja búin að fá
mér Potter gleraugu.“
Styrkir Gleðigjafana
Kolbrún Harpa vill vekja athygli á
að hún lætur 800 krónur af hverri
seldri bók renna til félagsins,
Gleðigjafar hér í Eyjum. „Þau eru
að safna fyrir væntanlegri utan-
landsför hópsins á fótboltaleik í
Englandi sem verður að öllum
líkindum næsta haust.“
Formaður og ábyrgðarmaður
Gleðigjafanna hér í Eyjum er
Kristín Valtýsdóttir í Lukku.
„Einnig stendur til að ég komi
hópnum af stað með að skreyta
kerti og pakka inn í fjáröflunarskyni
fyrir utanlandsförina. Silfurskrínið,
sem er á þremur diskum, er ætluð
fólki frá 4 ára upp í 104 ára og getur
fólk nálgast hana með því að hringa
í síma 481 3195 og 659 6866 eða
hafa samband á Fésbókinni,“ sagði
Kolbrún Harpa að endingu.
Silfurskrínið :: Hljóðbók á þremur diskum fyrir 4 til 104 ára eftir Kolbrúnu Hörpu:
Sögusviðið bara til í hugum
þeirra sem þekktu
austurbæinn fyrir gos
:: Verður þríleikur :: Stefnir líka á að gefa út ljóð og lög á diskum
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Mæðgunar Helena og Kolbrún Harpa.
„Af hverju ætli hundarnir séu
svona órólegir?” hugsaði Kolla þar
sem hún sat við æsispennandi
bókalestur í notalega litla
herberginu sínu. Hún strauk
ljósbrúnan lokk frá enninu. Hár
hennar var stutt, slétt og glansandi.
Kolla var óttalegur fjörkálfur,
síbrosandi og alltaf var stutt í
dillandi hláturinn. Hún átti því
auðvelt með að laða að sér fólk
með smitandi gleði sinni. Athugul
grænblá augun litu af bókinni yfir
á hundana þar sem hún lét fara vel
um sig, umvafin mjúku teppi í
gamla, rauða hægindastólnum,
sem hún hún hafði fengið í arf eftir
ömmu sína fyrr á árinu. Það var
svo gott að eiga nú stólinn hennar
ömmu Siggu.
Hann minnti hana á þá góðu
tíma þegar Kolla var lítil og sat í
fanginu á ömmu sinni heima í
Vatnsdal, en svo hét heimili afa
hennar og ömmu. Amma var
alltaf að lesa fyrir hana ævintýri
og þar sem hún var gömul
leikkona var hrein unun að hlusta
á hana lesa því hún las með svo
miklum tilþrifum og breytti röddu
sinni þar sem við átti. Allar sögur
sem amma hennar las fyrir hana
urðu skyndilega að spennandi
leikriti þar sem amma hennar var
aðalpersónan í öllum hlutverkum.
Hún lifði sig svo inn í hvert
einasta hlutverk hvort heldur það
var stóri, ljóti úlfurinn í Rauð-
hettu, skógarbjörn, nornin í Hans
og Grétu eða fögur prinsessa.
Kolla andvarpaði og hugsaði
með söknuði til ömmu sinnar. Afi
hafði komið færandi hendi með
stólinn hennar ömmu, stuttu eftir
að hún féll frá, því hann vissi
hversu gott Kollu hafði þótt að
sitja í honum og hlusta á ömmu
segja sögur. Þegar afi kom með
stólinn hafði Kolla tárast og
faðmað hann fast að sér því hún
vissi að afa hennar þótti ekki
síður vænt um þennan stól. Afi
hafði hvíslað í eyra Kollu að stóll-
inn væri síðasta afmælisgjöfin frá
ömmu til hennar sem nú var
nýorðin tólf ára.
Kollu fannst hann einfaldlega
besti afi í heimi því hann var eins
og amma hennar, fullur af
væntumþykju, fróðleik og
Fyrsti kaflinn úr Silfurskríninu:
Sögurnar hennar ömmu