Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015
Það stendur ekki á svarinu þegar
Ólafur Björgvin Jóhannesson,
rekstrarstjóri Skýlisins, var spurður
hvers vegna hann hefði tekið þátt í
Kílóin burt á Hressó. „Það var
kominn tími til að taka sig á. Ég hef
verið að eltast við þyngdina síðan
ég var unglingur og núna var ekki
eftir neinu að bíða,“ segir Ólafur
ákveðinn.
„Ég vissi af námskeiðinu og þegar
Gísli Hjartar talaði við mig, ákvað
ég að slá til og kúvenda í lífinu.
Þetta er hnitmiðað námskeið og
hentar okkur sem eigum við þetta
vandamál að stríða. Það hjálpaði
líka að fara eftir opnunartíma,“
segir Ólafur og leggur áherslu á að
til mikils er að vinna.
„Það eru bætt lífsgæði með hverju
kílói sem fer. Erfiðast spyr þú. Að
kúvenda mataræðinu, ekki spurn-
ing. Að hætta að láta óþverrann
ofan í sig ekki síst þar sem maður
vinnur í sjoppu. Ég hef alltaf haft
áhuga á hreyfingu þannig að það
var ekki mikið vandamál að vera á
æfingunum. Það er líka alltaf gott
þegar maður getur borðað með
góðri samvisku.“
Ólafur er, eins og Ester, ákveðinn í
að halda áfram á námskeiðinu sem
er að hefjast. „Planið er að taka
fleiri inn í hópinn, búa til skemmti-
legar æfingar og gera þetta
skemmtilegt. Við Ester mælum
hundrað prósent með námskeiðinu.
Fólk er hrætt við að láta birta
myndir af sér og upplýsa hvernig
gengur. Auðvitað er það ekki létt en
er um leið pressa á þig að gera
betur,“ segir Ólafur og er þar að
vitna í myndir sem birst hafa af
þeim í Sjónvarpsvísi.
Hlakka til hverrar æfingar
Ólafur segist hlakka til hverrar
æfingar og harðsperrurnar séu bara
staðfesting á að vel sé tekið á því.
„Ég mætti á allar æfingar og það var
metnaður í öllum að ná árangri. Það
létti líka þegar kílóin fóru að
hverfa.“
Ólafur segist almennt hafa fengið
mikla hvatningu frá fólki. „Það
hrósar manni og hvetur áfram. Þetta
er líka virkilega frábært framtak hjá
Hressó. Gísli er okkur líka hvatning
og ákveðin fyrirmynd. Það er líka
gott að takast á við þetta í hóp og
deila því með öðrum. Ég hlakka til
að vakna, mæta á æfingu og takast á
við daginn. Er ákveðinn í að halda
áfram fram í rauðan dauðann,“
sagði Ólafur að endingu.
Æfi á fullu og borða
hollt og gott
Ólafur Björgvin á Fésbókarsíðu
sinni á gamlárdsdag:
„Jæja, síðasti dagur ársins, ég er
svakalega hress enda náði ég einu
af markmiðunum mínum í morgun,
þetta markmið var sett í byrjun
desember þar sem ég var búinn að
ná því markmiði sem ég setti mér
fyrir árslok. Ég henti mér í átak á
Hressó Líkamsrækt og er búinn að
vera æfandi á fullu og borða hollt
og gott.
Átakið byrjaði 18. október og á
þeim tíma hef ég hent af mér 34 kg.
Núna tekur við næsta markmið,
heilt ár af markmiðum og skemmti-
legum hlutum til að hlakka til. Ég
segi bara gleðilegt ár, elsku vinir og
hinir, takk fyrir samveruna á árinu.
Megi næsta ár verða jafn frábært og
þetta ár sem er að klárast.
#teammomo Læt eina mynd fylgja
af fólkinu sem stendur mér næst og
hefur reynst mér vel í gegnum hvað
sem ég tek mér fyrir hendur. —
með Hressó Líkamsrækt og 5
others.“
Það er öllum frjálst að hafa sína
skoðun á raunveruleikaþáttum í
sjónvarpi og þegar ég horfði á
fyrsta þáttinn á Skjá einum í
Biggest Loser Ísland leist mér
ekkert á blikuna. Hvað var verið
að ýta fólkinu út í? Þarna var
samankomið fólk sem ekki var
bara of þungt, það var með ýmis
fleiri vandamál farteskinu. Það
var svo þegar ég sá síðasta
þáttinn að Biggest Loser náði
athyglinni fyrir alvöru. Þar var
mætt fólk sem hafði náð virki-
legum árangri í baráttunni við
sjálft sig og aukakílóin. Sjálfstraust
var til staðar og þátttakendur litu
bjartari augum á lífið og tilveruna.
Það varð til þess að betur var
fylgst með þegar sex manna
hópur ákvað að taka þátt í sams
konar átaki á Hressó í haust. Öll
náðu þau árangri og eru ákveðin í
að halda áfram á námskeiði sem
hefst fljótlega.
Fleiri hafa bæst í hópinn og
framundan er stíft prógramm í
líkamsþjálfun og breyttu mataræði.
„Við viljum frá fólk í yfirþyngd til
að snúa við blaðinu og breyta um
lífstíl sem felst í hollu mataræði og
mikilli hreyfingu. Markmið okkar
er að aðstoða keppendur við að
breyta lífi þínu til frambúðar.
Þúsundir einstaklinga hvaðanæva úr
heiminum hafa farið í gegnum
heilsuferli The Biggest Loser sem
hefur gjörbreytt lífsháttum þeirra og
er vottað af læknum, sálfræðingum
og næringarfræðingum,“ segir í
kynningu Skjás eins og á það sama
um þá sem nú eru að hefja slaginn í
Hressó.
Eyjafréttir spjölluðu við þau Ester
Bergsdóttur og Ólaf Björgvin
Jóhannesson sem tóku þátt í átakinu
Kílóin burt á Hressó í haust. Þau
eru ánægð með árangurinn og ætla
að halda áfram.
Hressó :: Kílóin burt :: Baráttan við sjálfan sig og aukakílóin:
Sex manna hópur náði
frábærum árangri í haust
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Hópurinn að loknu átakinu. Frá vinstri: Brynja Hjörleifsdóttir, Esther Bergsdóttir, Friðrik Hjörleifsson,
Þóra Sigríður Sigurðardóttir og Ólafur Björgvin Jóhannesson. Á myndina vantar Anítu Ársælsdóttur.
Ólafur Björgvin Jóhannesson:
Kominn tími til
að taka sig á
:: Hef verið að eltast við þyngdina
síðan ég var unglingur
„Ég byrjaði formlega á nýju
mataræði 18. október og svo byrjaði
ég að hreyfa mig þann 20.“ segir
Esther Bergsdóttir sem er ein af sex
þátttakendum í átaki Hressó, Burt
með kílóin. „Þetta er mikil en
skemmtileg vinna en ég var lengi
búin að leita að ástæðu til að hreyfa
mig, var alltaf að byrja og hætta,“
bætir hún við og talar þar örugglega
fyrir munn margra sem hafa viljað
taka á sínum málum þegar þyngdin
er orðin helst til of mikil.
Hún er gift Guðgeiri Jónssyni sem
hún segir að hafi stutt sig á allan
hátt í haust. Þau hafa búið saman í
átta ár og eiga þrjú börn en það var
ekki fyrr en í sumar að þau gengu í
það heilaga. „Við giftum okkur 14.
ágúst en héldum því leyndu í
nokkurn tíma. Svo þegar kom að
því að fara að tilkynna okkar fólki
að við værum gift, gat ég ekki
hugsað mér að birta myndirnar á
Facebook. Leist ekki á sjálfa mig
og þegar ég sá námskeiðið auglýst
hjá Hressó, sendi ég Jóhönnu
Jóhannsdóttur póst. Sagðist hafa
áhuga á að vera með, sá að þetta
hentaði mér. Ég sló til og nám-
skeiðið hefur staðist allar væntingar
og vel það.“
Gott að hafa
strákana með
Esther segir að æfingarnar séu
ofboðslega flottar og hópurinn mjög
samstæður og þau og þjálfararnir
hafi náð mjög vel saman. „Við
höfum hvatt hvert annað og það er
gott að hafa strákana með. Þeir eiga
sinn þátt í að það er alltaf létt yfir
okkur sem gerir þetta skemmti-
legra.“
Hvað fannst þér erfiðast?
„Það var að koma út úr skápnum
með það að maður er of þungur.
Um leið var það léttir að ákveða að
gera eitthvað í sínum málum. Fólk
sér að maður er of feitur og það geri
ég líka en málið er að horfast í augu
við vandamálið. Ég á langt eftir en
þetta er góð byrjun. Ég veit líka
hvar minn styrkur liggur og hverjir
veikleikarnir eru. Auðvitað eru
æfingarnar líka erfiðar og einn
þjálfarinn er er örlítið erfiðari en
hinir,“ segir Esther hlæjandi en hver
það er fæst ekki uppgefið.
Þjálfararnir eru Jóhanna og Anna
Dóra Jóhannsdætur og Gísli
Hjartarson. Rakel Hlynsdóttir og
Rakel Haralds, Dagmar Skúla og
Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á
Herjólfi, hafa komið inn sem
gestakennarar. „Þetta er góð blanda,
reynsluboltar og tvær ungar. Þau
eru öll með erfiðar æfingar en við
vissum alltaf að þær tækju enda.
Sér fyrir endann á tímunum.“
Næstum heil
Jóhanna hvarf
Esther segir að í heild megi segja
að kílóin sem þau misstu á þessum
átta vikum sem námskeiðið stóð séu
næstum heil Jóhanna í kílóum talið.
Þarna brosir Esther. „Sjálf missti ég
sem samsvarar 7,22 prósent af
heildarþyngd minni. Annars var
maður alltaf að keppa við sjálfan
sig og reyndi líka um leið að ná sem
mestum árangri fyrir hópinn.“
Mataræðið er stór hluti af átakinu
og segir Esther að kúrinn hafi
byrjað með 30 daga hreinsunarfæði.
„Það var til að hreinsa líkamann af
öllum óþarfa og við máttum ekki
borða unninn mat. Ég hef svo
haldið áfram og þreifað mig áfram í
matnum. Í heild gengur þetta vel
hjá mér en ég tek hliðarskref. Það
er enginn fullkominn,“ sagði Esther
sem enn og aftur vill þakka
eiginmanninum og fjölskyldunni
fyrir stuðninginn.
Esther Bergsdóttir :: Sá að þetta hentaði mér:
Æfingarnar eru
ofboðslega flottar
:: Hópurinn mjög samstæður :: Við og þjálfararnir
náð mjög vel saman :: Mataræðið er stór hluti