Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015 Nú styttist í tónleikana Lífið er yndislegt – Ég veit þú kemur í Hörpunni sem Bjarni Ólafur Guðmundsson, tónleikahaldari, kallar eitt stærsta árganga- og ættarmót landsins. Þeir verða í Hörpu laugardaginn 24. janúar og hefur miðasala gengið vel en eitthvað er enn eftir af miðum. Í boði er hagstæður pakki fyrir Eyjamenn sem inniheldur ferð með Herjólfi fram og til baka, miða á tónleikana og gistingu á Hótel Center Plaza. „Þeir sem vilja nýta sér þetta kostaboð geta haft samband við af- greiðslu Herjólfs,“ sagði Bjarni Ólafur en herbergið kostar 12.900 krónur nóttin. „Við vorum með leik á Facebook þar sem Vilborg Sigurðardóttirr var svo heppin að vera dregin út. Fær hún ferð með Herjólfi fyrir tvo, tvær nætur á Center Plaza og tvo miða á tónleikana og út að borða. Ég veit að hún á eftir að njóta helgarinnar í botn,“ sagði Bjarni Ólafur. Hann segir undirbúning ganga vel og allir séu mjög spenntir fyrir kvöldinu. Kynnir verður Páll Magnússon og tónlistinni stjórnar Þorvaldur Bjarni. Eru þetta fjórðu tónleikarnir sem Bjarni Ólafur heldur í Hörpu ásamt konu sinni, Guðrúnu Mary Ólafsdóttur og tengjast Vestmannaeyjum. „Núna verðum við ekki með eitt þema heldur erum með bestu dægurlaga- perlurnar sem við kennum við Eyjar,“ bætir Bjarni við og leggur áherslu á að flytjendur séu ekki af verri endanum. Þeir eru Björgvin Halldórsson, Páll Óskar, Sigríður Beinteinstóttir, Bjartmar Guðlaugsson, Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir, Hreimur Örn, Kristján Gísla, Silja Elsabet, Sunna Guðlaugs, Alex- ander Jarl, Alma Rut og Óskar Einarsson ásamt meðlimum úr Gospelkór Reykjavíkur. Í hljómsveitinni, sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar, eru Eiður Arnarsson á bassa, Birgir Nielsen á trommur, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Vignir Þór Stefánsson á hljómborð, Sigurður Flosason á saxófón, flautur og slagverk, Kjartan Hákonarson á trompet og Þorvaldur Bjarni sjálfur á gítar. Þá leikur Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar og hljómsveitin Logar kemur fram á tónleikunum. „Við eigum líka okkar fulltrúa meðal söngvaranna. Það eru þau Silja Elsabet, Sunna Guðlaugs og Alexander Jarl og ekki má gleyma Kristjáni Gísla sem er gamall Eyjamaður.“ „Eyjamaður- inn og listamaðurinn Gunnar Júlíusson sér um hönnun alls markaðsefnis, Sighvatur Jónsson sá um útvarpsauglýsingar, prógrammið fyrir tónleikana er prentað hjá peyjunum Lauga og Óla í Logum og svo njótum við ráðgjafar Eiðs bassaleikara Arnarssonar í þessu verkefni okkar, þannig að eyjalegra getur þetta varla orðið,“ bætir Bjarni Ólafur við. Bjarni Ólafur segist hlakka mikið til tónleikanna. „Ég veit að þeir verða stórkostlegir enda valinn maður í hverju rúmi. Það eru einhverjir miðar eftir og þeir sem hafa áhuga geta pantað á midi.is eða harpa.is. Þeir sem ekki treysta tölvunum geta hringt beint í miðasölu Hörpunnar, 528-5050, þar er afar elskulegt starfsfólk sem klárar málin hratt og vel,“ sagði hann að endingu. LÍfið er yndislegt – Ég veit þú kemur :: Tónleikar í Hörpunni 24. janúar Undirbúningur gengur vel og allir mjög spenntir fyrir kvöldinu :: Miðasala gengið vel :: Hagstæðir pakkar í boði fyrir Eyjamenn Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Gunnar Valur Karlsson, níu ára og Daníel Emil Sigurbergsson, sjö ára söfnuðu 43.330 krónum með því að selja íþróttapoka og skyndihjálpar- tösku. Allur ágóðinn rann til Barnahags, styrktarsjóðs fyrir barnafjölskyldur í Vestmannaeyjum og er á vegum Landakirkju. Vilborg Sigurðardóttirr vann miða á tónleikana, gistingu og Herjólfs- ferð fyrir tvo í facebookleik Duglegir strákar ÁTVR opnar nýja Vínbúð í Vestmannaeyjum í dag klukkan tólf. Flyst verslunin af Strandvegi 50, Hvíta húsinu þar sem Vínbúðin hefur verið í áratugi á Vesturveg 10, Reynistað. Allar innréttingar og kassar eru nýir og verður öll aðstaða betri, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. „Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í Vestmanna- eyjum í nýju búðinni sem verður á allan hátt betri en sú gamla sem var komin til ára sinna,“ sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor- stjóri við Eyjafréttir í gær. „Þetta verður mikið framfaraskref og öll aðstaða betri fyrir bæði viðskipta- vini og starfsfólk. Búðin verður opnari og bjartari og við verðum með nýja og hraðvirkari kassa. Það flýtir allri afgreiðslu þegar mikið er að gera.“ Vöruúrvalið verður það sama, rétt tæpar 400 tegundir í bjór og léttu og sterku víni. „Það var kominn tími til að hressa upp á aðstöðuna í Eyjum og við teljum okkur gera það með nýju Vínbúðinni. Við vonum að Eyjamenn verði ánægðir,“ sagði Sigrún Ósk. Vínbúðin af Strandvegi á Vesturveg: Opnari og bjartari versl- un og hraðari afgreiðsla Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Þau voru að gera nýju búðina klára, Sveinn, Hanna, Sísí, Sigríður Garðarsdóttir, forstöðumaður ÁTVR í Eyjum og Rannveig. Eyþór Ingi og Sigga Beinteins á Eyjatónleikunum í Hörpu á síðasta ári. Hrund Óskarsdóttir og Ásta Reynisdóttir, starfsmenn Vínbúðarinnar í Eyjum, að pakka niður á gamla staðnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.