Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Side 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015
útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is.
blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is
Sighvatur Jónsson - sighvatur@eyjafrettir.is
Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og
Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon
ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson.
prentvinna: Landsprent ehf.
ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
símar: 481 1300 og 481 3310.
netfang: frettir@eyjafrettir.is.
veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, Kjarval og Skýlinu.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Um síðustu áramót tók Þórhild-
ur Ragna Karlsdóttir við sem
rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í
Eyjum, eftir að forveri hennar,
Ríkharður Hrafnkelsson flutti
aftur á heimaslóðir sínar í
Stykkishólmi.
Þórhildur var áður starfsmaður á
skrifstofu Húsasmiðjunnar í
Reykjavík en flutti til Eyja árið
2009 og hefur síðan unnið á
gólfinu í Húsasmiðjunni í Eyjum.
Þeir sem erindi eiga í verslunina
hafa tekið eftir því hve skotklár
þessi kona er í öllu er viðvíkur
vörum Húsasmiðjunnar, hvort sem
það eru raftæki, málning, skrúfur
eða timbur. Sjálf segist hún ekkert
hafa kunnað á þessar bygginga-
vörur þegar hún kom til Eyja en
iðnaðarmennirnir hafi kennt henni
það sem hún kann. Í Húsamiðjunni
vinna sex starfsmenn og þrír
lausamenn sem hægt er að grípa til
þegar þörf er.
Þegar Þórhildur, eða Tóta eins og
hún er yfirleitt kölluð, flutti til Eyja
og hóf starf hjá Húsasmiðunni, var
verslunin til húsa þar sem nú er
Bílaverkstæði Nethamars. Í
september árið 2012 flutti verslunin
í nýbyggt hús við Græðisbraut 1.
Við það breyttist mjög öll aðstaða
fyrir viðskiptavini og starfsfólk og
vöruúrvalið jókst til muna. Er
verslunin orðin til fyrirmyndar.
Auk þess sem Þórhildur stýrir
verslun Húsasmiðjunnar í Eyjum,
hefur hún tekið virkan þátt í
félagsstörfum og er nú formaður
Íþróttafélagsins Ægis.
Vestmannaeyjabær auglýsir nýja
samþykkt um hunda- og
kattahald á heimasíðu sinni,
vestmannaeyjar.is Samkvæmt
henni verður skylt að skrá alla
hunda og ketti hjá umhverfis- og
framkvæmdasviði Vestmanna-
eyjabæjar og greiða af þeim
leyfisgjald.
Samþykktin, ásamt gjaldskrá, hefur
þegar tekið gildi og skráning hefst
15. janúar en skráningarfrestur
verður til og með 15. júlí 2015.
Hunda- og kattaeigendum er því
gefinn sex mánaða frestur til þess
m.a. að láta örmerkja dýrin
samkvæmt reglugerð um aðbúnað
og umhirðu gæludýra og dýrahald í
atvinnuskyni.
Umsóknareyðublöð má nálgast hjá
umhverfis- og framkvæmdasviði
Vestmannaeyjabæjar að Skildinga-
vegi 5 alla virka daga og heimasíðu
bæjarins.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í
liðinni viku vegna hinna ýmsu
verkefna sem upp komu. Þrett-
ándagleðin fór fram með ágætum í
ágætisveðri. Reyndar þurfti eitt
tröllið, sem tók þátt í gleðinni,
aðstoð lögreglu til að komast í helli
sinn en það hafði víst sett of mikið
af „Grýluglundri“ ofan í sig og átti
erfitt með gang.
Síðdegis á sunnudaginn var óskað
eftir aðstoð lögreglu að húsi hér í
bæ sökum skemmda sem þar voru
unnar, auk þess sem húsráðandi var
eitthvað lemstraður. Málsatvik eru
óljós og er málið í rannsókn.
Einn fékk að gista fangageymslur
lögreglu eftir skemmtanahald
helgarinnar sökum ölvunar og
óspekta, en hann braut m.a. rúðu í
lögreglubifreiðinni sem flutti hann á
lögreglustöðina.
Skemmdarverk og innbrot
Tvö skemmdarverk voru tilkynnt til
lögreglu í liðinni viku. Í öðru
tilvikinu var um að ræða skemmdir
á bifreið sem stóð fyrir utan
Fífilgötu 3. Ekki er vitað hver
þarna var að verki né hvenær
skemmdirnar voru unnar, en um er
að ræða rispu á hægri hlið bifreiðar-
innar. Þeir sem einhverjar
upplýsingar hafa um hver eða
hverjir þarna voru að verki eru
vinsamlegast beðnir um að hafa
samband við lögreglu.
Í hinu tilvikinu var um að ræða
skemmdir á garðhúsgögnum og
rennu á veitingastaðnum Lund-
anum. Gestur henti húsgögnum sem
voru á svölum staðarins niður á
götu með þeim afleiðingum að
renna brotnaði og skemmdir urðu á
húsgögnunum. Sá sem þarna var að
verki viðurkenndi skemmdirnar og
kvaðst ætla að bæta tjónið sem hann
olli.
Skömmu eftir miðnætti þann 10.
janúar sl. var lögreglu tilkynnt um
að farið hafði verið inn í hús við
Heiðarveg, líklega fyrr um kvöldið
þegar heimilisfólkið var að heiman.
Engu var stolið, svo vitað sé, en
skemmdir voru unnar á rafmagns-
píanói sem var á stigapalli við
útidyrahurðina. Talið er að vatni
hafi verið hellt yfir píanóið. Ekki er
vitað hver þarna var að verki.
Undir áhrifum ávana- og
fíkinefna
Ökumaður var stöðvaður í vikunni
vegna gruns um akstur undir
áhrifum ávana- og fíkinefna.
Fimm aðrir ökumenn væru kærðir í
vikunni vegna hinna ýmsu um-
ferðarlagabrota m.a. brot á
stöðvunarskyldu, ólöglega lagningu
ökutækis, réttindaleysi við akstur
og vanrækslu á að færa ökutæki til
skoðunar.
Fimm umferðaróhöpp voru
tilkynnt lögreglu í liðinni viku og
var í flestum tilvikum um minni-
háttar óhöpp að ræða og engin slys
á fólki. Í einu tilviki voru bifreiðar
það skemmdar að draga þurfti þær í
burtu með kranabifreið. Flest þessi
óhöpp eru sökum þeirrar hálku sem
er búin að vera á götum bæjarins að
undanförnu.
„Starf mitt sem rekstrarstjóri HSU í
Vestmannaeyjum verður að annast
daglega umsjón og stjórnun
mannauðs og verkefna, öðrum en
þeim sem heyrir beint undir hjúkrun
eða lækningar,“ segir Eydís Ósk
Sigurðardóttir sem á dögunum var
ráðinn rekstrarstjóri Heilbrigðis-
stofnunar Suðurlands í Vestmanna-
eyjum.
„Í starfinu felst m.a. að stýra
eftirliti með kostnaði í samvinnu
við stjórnendur, samvinna og
umsýsla vegna búnaðar, rekstrar-
vöru, húsnæðis og upplýsinga-
tæknimála. Einnig mun ég sinna
gæða- og þróunarverkefnum frá
forstjóra og framkvæmdastjórn.
Þetta verkefni leggst vel í mig þar
sem ég get af fullum krafti nýtt þá
menntun sem ég hef bæði í stjórnun
og rekstri í heilbrigðisþjónustu.
Starfið er mjög fjölbreytt og
verkefnin eru mörg. Ég fer í starfið
með áhuga og það markmið að
gera sífellt betur og mæta þörfum
íbúanna eins og kostur er með
öflugu starfsfólki,“ sagði Eydís að
endingu.
Húsasmiðjan :: Þórhildur tekur við af Ríkharði:
Iðnaðarmennirnir
kenndu henni allt
sem hún kann
:: Sama hvort það eru raftæki, málning,
skrúfur eða timbur
GÍSLi VaLTýSSon
gisli@eyjafrettir.is
Lögreglan :: Eitt tröll þurfti aðstoð:
Fékk sér of
mikið af
Grýluglundri
Ný samþykkt
um hunda-
og kattahald
Eydís Ósk Sigurðardóttir, rekstrarstjóri HSU í Vm:
Starfið fjölbreytt
og verkefnin mörg