Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015 Sími 690-5115 PARKETSLÍPUN Í VESTMANNAEYJUM Verðum með parketslípun og aðra parket- þjónustu í Vestmannaeyjum í vetur. Slípunin er 99% rykfrí og eingöngu er notast við hágæða lökk og slípivörur. Gerum föst tilboð eða fermetraverð. 99% RYKFR ÍTT „Það var rennt frekar blint í sjóinn síðasta haust þegar ákveðið var að blása til leiks í verkefninu Kílóin burt Eyjar. Þjóðin hefur verið að þyngjast, Eyjaskeggjar eins og aðrir en við vissum ekkert hver eftir- spurnin yrði eða áhuginn almennt þó svo að einhverjir hefðu verið að forvitnast um hvort til stæði að halda svona námskeið,“ segir Gísli Hjartarson, einn þjálfaranna í átaki Hressó. Það var ákveðið strax í upphafi að hafa námskeiðið að vissu leyti opinbert. Prósentumissir hverrar viku yrði gefinn upp í Sjónvarps- vísi. „Þetta fældi einhverja frá er okkur sagt en við litum á þetta sem svo að þetta væri ákveðið aðhald fyrir þá sem tækju þátt og það var það svo sannarlega. Þau sex, sem lögðu af stað, náðu frábærum árangri hvert fyrir sig. Ekki skemmdi fyrir aukið aðhald með því að birta tölurnar.“ Matarbækurnar gáfust vel Í upphafi fór hópurinn á svokallað 30 daga hreint fæði og skilaði inn vikulegri matardagbók þar sem fólk mátti annaðhvort skila inn í texta eða myndformi því sem það borðaði hverju sinni. „Matarbæk- urnar gáfust vel og veita aðhald. Það var gaman að sjá hvað fólk lagði mikið á sig til að ná árangri. Matardagbókinni varð að skila inn alla sunnudaga á meðan á nám- skeiðinu stóð. Fastar æfingar voru svo fjórum sinnum í viku og allir æfðu eitthvað þess utan. Auk þess fór hópurinn saman á kaffihús og hittist reglulega í spjall í Hressó. Árangurinn lét ekki á sér standa og það fóru tæp 70 kíló á þessum átta vikum sem verður að teljast gott. Námskeiðinu lauk rétt fyrir jól en þegar að þeim tímapunkti kom, var búið að teikna upp æfingaprógramm fyrir hópinn yfir jólin þar sem þau æfðu sjálf en mættu alltaf í vigtun líka. Ekki er hægt að segja annað en að þau hafi komið vel undan jólum og áramót- um því hópurinn hefur haldið áfram að léttast. Þau eru öll að æfa á fullu enn og stefna ekki á að hætta.“ Uppbyggingin með sama móti Gísli segir að ákveðið að blása í annað námskeið í byrjun febrúar. Áhugasamir geta þegar haft samband við afgreiðsluna í Hressó, eða í gegnum Facebook. „Uppbygg- ingin verður með sama móti og var í haust nema hvað þetta verður ekki eins opinbert. Þó svo að vigtun innan hópsins fari fram saman er allt sem fram fer þar náttúrulega trúnaðarmál. Aðhald og hvatning frá félögunum á námskeiðinu er afar mikilvægur þáttur í svona námskeiðum. Það var eiginlega það sem kom manni hvað mest á óvart í haust, hvað hópurinn varð góður félagsskapur. Fljót með góðan húmor og mikinn innbyrðis metnað. Krakkarnir í hópnum frá í haust munu svo að öllum líkindum koma inn í hópinn eftir einhverjar vikur og veita aukinn stuðning, þetta verður bara gaman,“ sagði Gísli. Tæp 70 kíló á á átta vikum :: Nýtt námskeið í febrúar: Aðhald og hvatning frá félögunum afar mikil- vægur þáttur :: Kom á óvart hvað hópurinn varð góður félagsskapur V Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar Jónínu Margrétar Ingibergsdóttur frá Sandfelli, Vestmannaeyjum Fjölskylda hinnar látnu. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Eyjafréttir.is StarfSmaður félagSinS ÍBV íþróttafélag óskar eftir starfsmanni í sumarstarf. Meðal verkefna sem starfsmaður mun vinna við eru verkefni tengd knattspyrnumótum sumarsins og Þjóðhátíð. Starfssvið starfsmanns • Halda utan um skráningu • Auglýsingasöfnun fyrir blöð nefnda • Skipulagning við- burða• Markaðssetning • Heimasíða • Daglegt amstur • Uppsetning og frágangur á viðburðum félagsins • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi og góð tölvufærni • Samviskusamur og áreiðanlegur • Góður í mannlegum samskiptum, hafa skipulagshæfileika og geta unnið undir álagi umsóknarfestur er til og með 2. febrúar 2015 Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið ibv@ibv.is eða í pósthólf 33 902 Vestmanna- eyjar merkt ,,sumarið er tíminn“. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um starfið er bent á að hafa samband við Dóru Björk á dora@ibv.is. Tilboð á innimálingu 3 Lítrar á 2.500 kr 10 Lítrar á 7.990 kr. Pensill fylgir h verri d ós Skipalyftan Verslun sími 488 3555

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.