Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015 Margrét Blöndal dagskrárgerðar- kona og Sighvatur Jónsson, fjölmiðlamaður og blaðamaður Eyjafrétta skrifuðu á mánudag- inn undir samning við N4 um framleiðslu þáttanna „Að sunnan“ sem sýndir verða á N4 á miðviku- dagskvöldum í vetur. Margrét og Sighvatur hafa mikla reynslu af fjölmiðlum, hvorki meira né minna en 50 ár samtals. Margrét í 31 ár, bæði í útvarpi, sjónvarpi og við blaðaskrif og Sighvatur hefur unnið við fjölmiðla í 19 ár, jafnt útvarp sem sjónvarp. Hann er mennt- aður margmiðlunarsérfræðingur og tölvunarfræðingur frá Danmörku. Sighvatur hefur undanfarin tíu ár rekið framleiðslufélagið SIGVA media sem hefur framleitt heim- ildarmyndir og sjónvarpsefni fyrir RÚV og 365 miðla. Sighvatur hefur verið fréttaritari RÚV á Suðurlandi ásamt því sem hann er umsjónar- maður Vinsældalista Rásar 2. „Það er mjög spennandi að taka þátt í þessu framleiðsluverkefni með N4 á Suðurlandi. Margréti þekki ég vel vegna starfa okkar á Rás 2 og hún er einn jákvæðasti og brosmildasti samstarfsmaður sem ég hef kynnst. Við hlökkum til að taka hús á Sunnlendingum á næstunni og bæta fjórðungnum við ágæta lands- byggðardagskrá N4,“ segir Sighvatur. Þættirnir „Að sunnan“ verða sýndir á miðvikudagskvöldum kl. 18:30 og endursýndir á klukku- stundar fresti í sólarhring. Fjallað verður um allt milli himins og jarðar á svæðinu frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. „Það er hreint út sagt algjör himnasending að fá svona hæfileikaríkt og yndislegt fólk með samtals hálfrar aldar reynslu úr bransanum til liðs við okkur. Við á N4 höfum mikinn áhuga á því að færa út kvíarnar og ég er spennt fyrir því að Suðurlandið sé með þessu að bætast við. Svo vona ég auðvitað að fleiri svæði og enn fjölbreyttara efni bætist við í flóruna þegar fram líða stundir,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, dagskrárstjóri N4. Fyrsti þátturinn fer í loftið næsta miðvikudag, 21. janúar. Sighvatur Jónsson í samstarf við N4: Að sunnan, alla miðvikudaga :: Sá fyrsti fer í loftið í næstu viku Þættirnir „Að sunnan“ verða sýndir á miðvikudagskvöldum kl. 18:30 og endur- sýndir á klukkustundar fresti í sólarhring. Fjallað verður um allt milli himins og jarðar á svæðinu frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði.” Landakirkja er lokuð þessa dagana og fer helgihald að mestu fram í Safnaðarheimilinu á meðan. Ástæðan er að unnið er að lagfæringum á kirkjunni sem verður máluð, lökkuð og gyllt að innan. Er unnið eftir tillögum Þorsteins Gunnars- sonar, arkitekts og Helga Grétars, sérfræðings í málun og viðhaldi 18. aldar bygginga. Farið er eftir þeim kafla í úttekt Þorsteins og Ríkharðs Kristjáns- sonar, verkfræðings, sem unnu þessa úttekt árið 2011 að beiðni sóknarnefndar og kynntu hana í heild sinni á aðalsafnaðarfundi í janúar 2014. Séra Kristján Björnsson, sóknar- prestur segir að kirkjan verði máluð og lökkuð drifhvít á veggjum og undir pöllum. „Mesta breytingin verður sú að hvelfingin verður máluð alhvít og verða stjörnurnar blaðgylltar með sérstakri aðferð. Þá verður krossinn á gafli kirkjunnar ofan við prédikunarstólinn einnig blaðgylltur en rauði liturinn hverfur. Í stað þess að mála ýmist blátt eða rautt í bakgrunni táknanna verða táknin dregin fram með þessari nýju litasamsetningu. Þá er gert ráð fyrir því að grái liturinn og sá gyllti haldi sér í innréttingum en blái og brúni liturinn hverfi,“ segir Kristján. Hann segir að málningu verði að mestu lokið fyrir helgina 24. og 25. janúar. „Þá getum við aftur verið með helgiathafnir í kirkjunni en gyllingunni verður ekki lokið. Þetta er áfangi í endurbótum á kirkjunni en engu verður hent sem heillegt er. Þannig að kirkjuturninn er ekki í skotlínunni,“ sagði Kristján og vísaði þar til hugmynda um að rífa núverandi turn og byggja annan við suðurhlið kirkjunnar. Næstu áfangar og málun að utan bíða „Þegar hægt verður að vinna áfram að endurbótum á kirkjunni felst annar áfangi í því að endurgera gólf kirkjunnar, kyndingu og bekki, auk þess að fjarlægja kyndistokkana og restina af skorsteini kirkjunnar. Þegar gólfið hefur verið endurnýjað með gulu tígulsteinagólfi á neðra gólfi og nýrri viðarklæðningu á pöllum, kemur heildarmyndin í litum kirkjunnar endanlega fram. Í tillögunum er einnig lýsing á því hvernig hægt verður að vinna upp ytra byrði útveggjanna sem hefur verið mikið áhugamál margra sóknarbarna. Það er dýr áfangi því hreinsa þarf útveggina með háþrýstiþvotti, gera við sprungur og slétta að því loknu yfirborð klæðningarinnar, sem reynst hefur vel nema hvað það hafa sest mikil óhreinindi í yfirborðið. Þegar því er lokið verður loks hægt að mála kirkjuna en ekki hefur verið tekin ákvörðun um þessar framkvæmdir að svo stöddu enda fjármagnið takmarkað til byggingaframkvæmda eftir mikla skerðingu sóknargjalda frá árinu 2009 og allt til þessa árs. Sóknarnefndin er staðráðin í því að fara varlega í þessar framkvæmdir þar sem ófyrirséð vinna er mikil í endurbótum á svo gamalli byggingu sem Landakirkja er, en hún er byggð árið 1778,“ segir Kristján í grein á heimasíðu Landakirkju. Í síðasta tölublaði Eyjafrétta var ranglega greint frá því að Samgöngustofa hefði með dýpkun Landeyjahafnar að gera. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum en hið rétta er að Vegagerðin sér um framkvæmd samgöngumála en Samgöngu- stofa er stjórnsýslustofnun. Vegagerðin hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins samkvæmt lögum frá 2012, en um mitt ár 2013 var komið á laggirnar nýrri stofnun með gömlu heiti Vegagerðarinnar. „Í hnotskurn er um að ræða sameiningu framkvæmdahluta Siglingastofnunar og gömlu Vegagerðarinnar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. 2013 var einnig sett á fót Sam- göngustofa en hlutverk hennar er að fara með stjórnsýslu og eftirlit samgöngumála. „Samgöngustofa varð til við sameiningu Flugmála- stjórnar, Umferðarstofu og stjórnsýsluhluta Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar,“ segir Þórhildur. Samgöngustofa ákveður kröfur um öryggi samgöngumann- virkja, hefur eftirlit með því að þeim sé fullnægt og annast öryggisúttekt á þeim. Með þessum breytingum hefur því verið skilið á milli annars vegar stjórnsýslu og eftirlits og hins vegar framkvæmda og reksturs. Í umræðunni um gerð Landeyja- hafnar hefur verið gagnrýnt að bæði framkvæmd og eftirlit hafi verið á hendi sama aðila, Siglingastofnunar. Þórhildur segir að samkvæmt verkaskiptingu stofnananna beri Vegagerðin ábyrgð á framkvæmd- inni. Kæmi til öryggisúttektar á höfninni væri það í verkahring Samgöngustofu. „Það er ætíð á ábyrgð eiganda og rekstraraðila samgöngumannvirkis, svo sem hafnar, að rétt sé að öllu staðið og ákvæði laga og reglugerða séu uppfyllt. Landeyjahöfn er önnur af tveimur höfnum landsins sem eru í eigu og umsjón ríkisins. Vegagerðin fer með þann rekstur fyrir hönd ríkisins og ber þá ábyrgð á rekstri hafnarinnar og öryggismálum hennar. Samgöngustofa hefur síðan eftirlit með því að rekstraraðili samgöngumannvirkis fari að lögum og reglum um öryggismál,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsinga- fulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa ekki það sama og Vegagerðin :: Vegagerðin er ábyrg fyrir fram- kvæmdum Landeyjahafnar :: Samgöngustofa hefur eftirlit SiGhVaTur JÓnSSon sighvatur@eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Landakirkja lokuð :: Máluð hátt og lágt að innan: Veggir og hvelfing alhvít, gylltar stjörnur og kross

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.