Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.2015, Side 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. janúar 2015 Þrettándagleði ÍBV var haldin síðastliðna helgi; í nógu var að snúast í tengslum við hátíðina. Hápunktur hátíðahaldanna var á föstudagskvöld þegar hin eina sanna þrettándagleði fór fram. Veður var gott og snjór yfir þannig að allt naut sín eins og best verður á kosið. Að hefðbundnum hætti var kveikt á kertum í hlíðum Molda sem mynda orðið ÍBV. Flugeldasýningin á Hánni var frábær. Gengu jólasvein- arnir niður Hána að henni lokinni þar sem bæjarbúar og aðrir gestir tóku á móti þeim. Þaðan var gengið með Grýlu og Leppalúða í farar- broddi fylktu liði up pá malarvöll- inn í Löngulág þar sem álfar, tröll og forynjur voru mætt eftir að hafa legið í dvala og dönsuðu, sungu og léku sér með bæjarbúum. Fjöldi fólks var mættur til að kveðja jólasveinana en heldur færri en undanfarin ár. Tröllin tóku sér mörg hver tíma til að heilsa upp á krakkanna, ekki voru þó allir tilbúnir að taka í höndina á tröllunum enda eru þau oft þekkt fyrir að hrekkja. Skemmtuninni á malarvellinum lauk svo með annari stórglæsilegri flugeldasýningu og blysum. Þrettándinn tókst mjög vel og geta aðstandendur hátíðahaldanna vel við unað. Veðrið var einnig Eyjamönnum hliðhollt meðan á hátíðahöldunum stóð en í lok skemmtunanirnar tók veður að versna, það kom þó ekki að sök. Þrettándinn er hjá mörgum órjúfanleg hefð af jólahaldinu og mörgum þykir þrettándinn skemmtilegri en jólin en honum fylgir ákveðinn sjarmi sem erfitt er að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa upplifað hann. Margir leggja hönd á plóg þegar kemur að þrettándanum og eflaust fleiri en bæjarbúar gera sér grein fyrir. Nú er í bígerð heimildamynd um þrettándann og sjálboðaliðana sem framleiðslu- fyrirtækið SIGVA media vinnur að, en sýnishorn úr henni má finna inni á Eyjafréttir.is. Veðurguðirnir sýndu að þrettándagleðin í Eyjum er þeim þóknanleg Mörgum þykir þrettándinn skemmtilegri en jólin :: Gleðinni fylgir ákveðinn sjarmi sem erfitt er að útskýra fyrir þeim sem ekki þekkja til GÍGJa ÓSKarSdÓTTir gigja@eyjafrettir.is Gaui litli sýndi flugeldasýningunni lítinn áhuga. Þessi jólasveinn gaf sér tíma til myndatöku ásamt krökkunum. Það er vissara að halda fast í afa. Þrettándinn er fjölskyldustund. Unga fólkið brosti sínu blíðasta til ljósmyndarans. Þessi unga snót var ekki alveg til í að fara með Grýlu og Leppalúða. Púkarnir eru hrekkjóttir og stríðnir. Álfarnir setja skemmtilegan svip á hátíðina. Góð þátttaka var í göngunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.