Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
Ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is.
Blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is
Ásta Sigríður Guðjónsdóttir - asta@eyjafrettir.is
Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og
Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon
Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson.
Prentvinna: Landsprent ehf.
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
Símar: 481 1300 og 481 3310.
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, Kjarval og Skýlinu.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Undanfarin ár hefur fiskvinnslan
í Vestmannaeyjum, og raunar
víðar á landinu, snúist um
makríl að verulegu leyti. Aðrar
veiðar og vinnsla hafa að
nokkru fallið í skuggann af
makrílnum. En yfir sumarið er
einnig mikil vinna í kringum
bolfisk og sömuleiðis humar þar
sem skólafólk í sumarleyfum
gegnir stóru hlutverki. Í síðustu
Eyjafréttum skoðuðum við
stöðuna í makrílveiðum og
vinnslu en nú beinum við
sjónum að bolfiskinum. Við
ræddum við nokkra aðila sem
tengjast veiðum og vinnslu á
honum.
Ævintýralegur árangur
„Þetta er bara búinn að vera
ævintýralegur árangur í sumar,
hefur sjaldan verið betra,“ sagði
Héðinn Karl Magnússon, stýrimað-
ur á Vestmannaey VE þegar við
slógum á þráðinn út í sjó í gær-
morgun. „Við vorum við Ingólfs-
höfðann um helgina, fylltum þar á
tveimur sólarhringum, lönduðum á
mánudag og erum nýkomnir út
aftur. Erum núna við Péturseyna og
ágætt að hafa hér, aðallega ufsi en
uppistaða aflans hefur verið ýsa að
undanförnu.“ Héðinn sagði að
veðurfarið hefði verið svona la, la í
sumar. „Það var nú bara hálfgerð
haustbræla í nótt en skárra þessa
stundina.“ Héðinn sagði líka að
kvótastaðan væri góð. „Fyrir utan
okkar kvóta höfum við verið að
veiða fyrir Síldarvinnsluna og það
hefur hjálpað til í kvótastöðunni.
Við stefnum á að róa stíft fram að
þjóðhátíð en þá tökum við okkur
frí,“ sagði Héðinn Karl að lokum.
Hreyfum fólk talsvert á milli
„Það hefur gengið vel í sumar,“
sagði Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri
bolfiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni.
„Við erum með tvö skip á humar-
veiðum, Drangavík og Brynjólf og
svo önnur tvö í bolfiskinum,
Gullberg og Jón Vídalín. Gullberg
hefur verið í þorski, ýsu og ufsa en
Jón Vídalín aðallega á karfaveið-
um.“ Sverrir segir að humarveið-
arnar hafi hafist í apríl og gengið
vel framan af en síðustu vikur hafi
það daprast. „Ætli það séu ekki hátt
í hundrað manns sem eru í vinnu í
bolfiski og humri hjá okkur, stór
hluti af því skólafólk sem hefur
unnið við humarinn. En við
hreyfum fólk talsvert á milli, t.d. ef
kemur karfaskot þá færum við fólk
þangað úr humarvinnslunni,“ sagði
Sverrir Haraldsson.
Sumarið er rólegasti tíminn
Kristján Georgsson er nýtekinn við
sem framkvæmdastjóri hjá
Fiskmarkaði Vestmannaeyja, leysti
Njál Ragnarsson af hólmi. „Já, ég
tók við starfinu 1. júlí en vann hér
með Njáli hálfan júnímánuð til að
komast inn í hlutina. Njáll er farinn
til starfa hjá Fiskistofu, „skipti um
lið“ eins og við orðum það hérna,“
sagði Kristján og hló við. Sumarið
er sá tími sem er hvað rólegastur á
Fiskmarkaðnum en Kristján segir
að gengið hafi ágætlega það sem af
er sumri. „Mér sýnist að maí og það
sem af er júlí sé heldur lakara en
undanfarin sumur en júní aftur á
móti mjög góður og vel yfir
meðaltali bæði í magni og gæðum.“
Alls vinna fimm manns hjá
Fiskmarkaði Vestmannaeyja en
Kristján segir að vegna sumarleyfa
séu þau yfirleitt fjögur í vinnu. „Við
erum tiltölulega sátt við gang mála
það sem af er sumri enda þýðir ekki
annað. Ég kann líka vel við starfið
og þar sem sumarið er frekar
rólegur tími hef ég meira að segja
getað tekið nokkra hringi á
golfvellinum enda væri annað
náttúrulega ekki boðlegt,“ sagði
Kristján, hress í bragði að vanda.
Hefðbundinn vinnutími í
bolfiskinum
„Við erum mjög sátt við gang mála
í sumar,“ sagði Einar Bjarnason hjá
Godthaab í Nöf í gærmorgun þegar
við ræddum við hann. „Við erum
aðallega í bolfiskvinnslu, mest í
þorski og ufsa og ýsu í minna mæli.
Svo höfum aðeins komið að
makrílnum líka, erum búin að taka
þrjá farma af honum og þá höfum
við unnið á vöktum. Annars er þetta
hefðbundinn vinnutími í bolfisk-
inum, unnið frá sjö á morgnana til
þrjú á daginn en stundum höfum
við byrjað kl. fimm að morgni ef
mikið hefur legið fyrir.“ Hjá
Godthaab í Nöf vinna um hundrað
manns. Einar sagði að stílað væri
inn á að klára allt á miðvikudag í
næstu viku og halda svo þjóðhátíð.
„Líklega byrjum við svo aftur á
þriðjudag eða miðvikudag eftir
þjóðhátíð,“ sagði Einar Bjarnason
að lokum.
Bolfiskveiðar og vinnsla:
Mjög sáttir við gang mála í sumar
:: Er samdóma álit þeirra sem rætt var við
SiGurGEir jÓnSSon
sigurge@internet.is
Hörður Orri Grettisson í þjóðhá-
tíðarnefnd hefur haft margt á
sinni könnu upp á síðkastið eins
og öll nefndin nú þegar styttist
óðfluga í hátíðina. Hörður Orri
gaf sér tíma og settist niður með
blaðamanni Eyjafrétta til að
ræða málefni þjóðhátíðar. Hann
segir að forsalan hafi gengið vel
og áætla megi að þjóðhátíðin í
ár verði svipuð að stærð og í
fyrra.
Hún er í takt við það sem hún hefur
verið undafarin ár. Nánast er
uppselt með Herjólfi og Víking til
Eyja á föstudeginum og sunnudags-
passinn selst mjög vel þannig að
þetta er allt eins og það á að vera.
Ljóst er að þjóðhátíðin í ár verður
fjölmenn, en eins og alltaf kemur
þetta til með að ráðast á lokametr-
unum og ef veðurguðirnir verða í
ÍBV má búast við svipaðri hátíð og
í fyrra,“ sagði Hörður Orri.
Laugardagspassinn áfram
Í fyrra var boðið upp á nýjung á
þjóðhátíð, svokallaðan laugardags-
passa þar sem fólk gat keypt sér
aðgang aðeins á laugardeginum og
mældist það vel fyrir. Sú sala gekk
mjög vel, við buðum þarna upp á
pakka svipaðan og sunnudagspass-
ann og voru viðtökurnar góðar.
Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja
koma og taka einn dag í Dalnum.
Dagskráin á laugardeginum í ár er
einkar glæsileg líkt og í fyrra
þannig að við bindum vonir við að
laugardagurinn verði vel sóttur,“
sagði Hörður Orri en sala á
passanum fer þokkalega af stað en
hann er nýfarinn í sölu.
Keyptu sig aftur inn
Hvernig gengur að fá fólkið úr
Dalnum fyrir sunnudaginn?
Það var ekkert vandamál, fólk sem
kaupir sér laugardagspassa fær
annan lit af armbandi og einnig á
það bókað til baka með Herjólfi um
nóttina þannig að ef það mætir ekki
í sína ferð um nóttina kemst það
ekki til baka fyrr en á þriðjudegi,
þannig að það var ekkert vandamál.
Hins vegar voru þó nokkuð margir
sem komu í miðasöluna á sunnu-
deginum og keyptu sig aftur inn á
sunnudagskvöldið, sem var gaman
að sjá.“
Á dögunum birtist auglýsing um að
þjóðhátíðarnefnd væri í samstarfi
við Olís og Tuborg með áfengissölu
á völdum afgreiðslustöðum Olís, er
það rétt?
Það er kolrangt, þessi sala er
hvorki í samráði né samvinnu við
ÍBV. Hins vegar eru Ölgerðin og
Olís styrktaraðilar þjóðhátíðar,“
sagði Hörður Orri.
Mál málanna eru bekkja-
bílarnir
Margir eru ósáttir við þá ákvörðun
að akstur bekkjabíla skuli aflagður
og hrundið hefur verið af stað
undirskrifasöfnun. Er einhver
möguleiki að þessari ákvörðun
verði snúið við, þar sem mikil
þrýstingur er á svo verði gert?
Hvort þessari ákvörðun verður
snúið við eða ekki, er ekki í okkar
höndum. Embætti lögreglustjóra
lagði á það ríka áherslu að farþeg-
um verði aðeins ekið á til þess
gerðum ökutækjum yfir þjóðhá-
tíðina 2015.
Þegar það var ljóst fórum við í
nefndinni af stað til að leysa þann
vanda sem það mundi skapa.
Samgöngur innanbæjar hafa verið
vandamál seinustu hátíða en ég
neita því ekki, að óskastaðan hefði
líklega verið sú að keyra strætis-
vagna og bekkjabíla samtímis til að
halda við þessari skemmtilegu
hefð,“ sagði Hörður Orri og að
lokum vildi hann óska öllum
gleðilegrar þjóðhátíðar. Ég vona
innilega að hún verði okkur öllum
ánægjuleg.“
Hörður Orri í þjóðhátíðarnefnd :: Forsalan gengið vel:
Laugardags- og sunnudags-
passarnir mælast vel fyrir
:: Óskastaða að bekkjabílar keyrðu samhliða strætó
:: Nánast uppselt með Herjólfi og Víking á föstudeginum
GÍGja ÓSKarSdÓTTir
gigja@eyjafrettir.is
Þær slá ekki slöku við stúlkurnar í Godthaab í Nöf.
Fyrrverandi og núverandi. Njáll Ragnarsson hefur látið af störfum sem
framkvæmdastjóri hjá Fiskmarkaði Vm. og við tók Kristján Georgsson