Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. ágúst 2015 Hvernig búum við til flott, stílhreint og hentugt herbergi fyrir litla fólkið? Hvort sem það er verið að búa til herbergi fyrir ungabarn eða barn á skólaaldri er tvennt sem er aðalmálið: skemmtun og hentug- leiki. Barnaherbergi á ekki að vera puntstofa, það á að leika sér í herberginu. Mikilvægt er að búa til herbergi þar sem barninu líður vel og það fær áskorun um að hafa gaman og leika sér. Einnig þarf að hugsa vel um skipulag og að það sé greið leið fyrir börnin að ganga frá eftir sig sem er svo mikilvægt að sé gert eftir hvern dag því þá öðlast börnin friðsælli svefn. Ikea eru með góðar lausnir í þeim málum og er auðveldasta lausnin oftast dóta- kassar sem raðast fallega inn í/á hillu. Ekki er vitlaust að hafa kassana glæra þá sjá börnin hvað er inni í kössunum og þurfa ekki að rífa allt upp og sturta úr kössunum til að finna dótið sem þau leita að, því þeim finnst upp til hópa mjög leiðinlegt að ganga frá eftir sig. Mikilvægt er að hugsa allt út frá barninu og að það sé sem öruggast, þ.á.m. að hafa hillur í þeirri hæð sem börnin ná til og að allt dótið sé aðgengilegt. Herbergið á að vera skapandi og örvandi. Ekki er verra að þema herbergisins rími við áhugasvið barnsins. Heima er best Herbergi fyrir litla fólkið á að vera skapandi og örvandi :: Ekki er verra að þemað rími við áhugasvið barnsins Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Anna Lilja er byrjuð að gera sig klára í tjaldið: Ekki komin þjóðhátíð fyrr en allt fólkið okkar er komið í kaffi eftir setningu Anna Lilja Tómasdóttir, Eyja- kona í húð og hár, er eins og margir byrjuð að undirbúa þjóðhátíðina. Það er að mörgu að huga og þá sérstaklega þegar maður á stóra fjölskyldu eins og Anna Lilja Tómasdóttir sem er að mæta á þjóðhátíð númer 38. Hvenær hefst undirbúningurinn fyrir þjóðhátíð á þínu heimili? „Það er mjög misjafnt en ég reyni að vera mjög skipulögð og byrja yfirleitt snemma að baka og setja í frysti. Yfirleitt svona þremur vikum fyrir þjóðhátíð. Og eins ef það þarf að mála húsgögn þá er gott að gera það tímanlega,“ segir Anna Lilja. Eruð þið með einhverja hefð sem er endurtekin ár eftir ár? „Nei, kannski ekki hefð en manni finnst ekki komin þjóðhátíð fyrr en allt fólkið okkar er komið í kaffi og með því í tjaldinu eftir setningu.“ Hvernig finnst þér þjóðhátíðar- lagið? „Tók smá tíma að venjast en finnst það æðislegt enda mikill Sálar aðdáandi.“ Er eitthvað sem þér finnst ómissandi við þjóðhátíð? „Gítar- spil og söngur er það sem skipar stóran sess í okkar tjaldi.“ Hverjar eru uppáhalds kræsing- arnar í þínu tjaldi og áttu uppskrift handa okkur? „Ömmu Fannýar tertan sem mamma gerir er dásamleg og klikkar aldrei,“ segir Anna Lilja sem fannst sjálfsagt að deila uppskriftinni með lesendum. Ömmu Fannýjar tertan Svampbotn: 2 egg 70 gr sykur 30 gr hveiti 35 gr kartöflumjöl Marengs: 3 eggjahvítur 150 gr sykur bakað í klst. við sirka 100°C Krem: 3 eggjarauður 4 msk. flórsykur 50 gr brætt súkkulaði 1 peli þeyttur rjómi Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Bræddu súkkulaði blandað saman við og þeytt á meðan. Rjóminn þeyttur og öllu blandað varlega saman. Kakan sett saman þannig: Fyrst svampbotninn, síðan u.þ.b. 1 cm þykt lag af þeyttum rjóma og annað eins af kreminu. Síðan marengsbotninn og aftur jafn mikið af þeyttum rjóma og afgangurinn af kremi hafður efst. Hliðarnar skreyttar með því, sem eftir er af rjómanum. Kakan látin bíða samansett í sex til átta tíma. Verði ykkur að góðu. Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Fjölskyldan komin að kaffiborðinu. Kjartan og Anna Lilja með börnin á kvöldskemmtun. Skrifstofa Vinnumálastofnunar á Suðurlandi verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 27. til 31. júlí. Opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst kl. 9.00. Þjónustuver stofnunarinnar er opið alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Sími þjónustuvers er 515-4800. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið postur@vmst.is . Við vonum að lokunin valdi sem minnstum óþægindum fyrir þjónustunotendur okkar. Starfsfólk Vinnumálastofnunar Suðurlandi Lokað vegna sumarleyfa Frá Grunnskóla Vestmannaeyja ATVINNA Óskum eftir duglegum starfskrafti í starf skólaliða við GRV. Um er að ræða stöður í bæði Hamars- skóla og Barnaskóla. Stöðurnar eru lausar frá og með næsta skólaári. Einnig vantar í afleysingar. Lipurð í samskiptum við börn og fullorðna er forsenda ráðningar. Allar upplýsingar veitir Sigurjón húsvörður í Hamarsskóla í síma 861-4363 og Kristján hús- vörður í Barnaskóla í síma 8614362. Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.