Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015
Þegar maður ferðast og er á
erlendri grund er oft gaman að
hitta landann, tala við hann um
heima og geima og um það sem
hæst ber hverju sinni. Ekki
skemmir það að hitta á góða
Vestmannaeyinga, það er
einhvern veginn allt öðruvísi og
skemmtilegra. Fyrir stuttu síðan
vorum við Lilja Sigríður Stein-
grímsdóttir stödd í Genf í Sviss,
ég hafði verið búinn að ákveða
að reyna að hitta á Sendiherra
Íslands í Sviss, Eyjamanninn
Martin Eyjólfsson áður en við
flugum út. Eftir tæpa viku í Sviss,
Ítalíu og Frakklandi og aftur
komin til Sviss reyndi ég að ná í
Malla, en eins og vænta mátti
var hann ekki viðlátinn, enda
mikill erill hjá manninum.
Daginn eftir hringir Malli í mig
og við ræddum málin í símann
þar sem ákveðið var að við,
ástamt Lilju, skyldum hittast hjá
SÞ fimmtudaginn 2. júlí í
hádeginu.
Áður en við Lilja fórum til Malla
sendiherra fórum við til Englands
og eftir að við komum aftur til baka
var farið að aðalstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna þar sem Malli tók
á móti okkur.
Fyrst sýndi Malli okkur spjald sem
var á vegg, The United Nations
System, eða uppbyggingu SÞ. Að
því loknu sýndi hann okkur frá
setupöllum ofan við stóra fundarsal-
inn hjá UN þar sem mannréttinda-
ráðið var að funda.
Loftið eitt listaverk
Þetta er hringlaga salur og raðast
allt upp í samræmi við það. Loftið í
salnum er gjöf frá Spánverjum og á
að minna á jörðina, ótrúlega flott
listaverk. Meðan við litum á
fundinn frá pöllunum skýrði
sendiherrann frá því hvernig
íslensku sendinefndirnar starfa, það
er fyrst og fremst með því að segja
frá því hvað við séum að gera hér
heima t.a.m. í mannréttindamálum
og yfirleitt er hlustað á okkur þar
sem við erum talin framarlega í
þeim málaflokki, þó enn megi
margt lagast.
Á um fjögurra ára fresti eru
Íslendingar kallaðir fyrir mannrétt-
indaráðið og spurðir spjörunum úr
um þau málefni sem má bæta úr hjá
okkur. Við eru t.a.m. spurð um
hvers vegna dómarar séu enn ráðnir
af ráðherrum ríkisstjórna, hvers
vegna kynferðisdómar séu enn
svona vægir hjá okkur og um
réttindi barna svo dæmi sé tekið.
Ég verð að viðurkenna að ég hafði
ekki mikla trú á að það væri
eitthvað hlustað á okkur en eftir að
Malli útskýrði þetta allt fyrir okkur
hefur skoðun mín breyst mikið. Oft
getur verið erfitt að eiga við einstök
mál s.s. þegar lönd eru í stríði, eins
og Ísrael gagnvart Palestínu.
Arabaþjóðirnar þrýsta á að eitthvað
sé gert í málunum en Ísrael og
Bandaríkjamenn vilja þagga niður í
þeim röddum og ekki ræða málin.
Við Lilja fórum með Malla niður í
stóra fundarsalinn þar sem búið var
að fresta fundi og fundarmenn
farnir í mat, við fengum að fara inn
í salinn og skoða hann. Martin
settist í sæti Íslands í salnum, en
sætið er á milli sæta Íraka og
Ísraels. Loftið í salnum er ótrúlega
flott og sést enn betur en frá
pöllunum á efri hæðinni.
Samviskufanginn eftir Gerði
Þegar við höfðum skoðað stóra
fundarsalinn gengum við um
byggingar SÞ og skoðuðum
sundurtætta fána samtakanna, fána
sem lent höfðu í sprengjuárásum
hér og þar um heiminn, einnig voru
minningaskildir með nöfnum
manna sem störfuðu með UN á
ófriðarsvæðum og létust í átökum
þar.
Mikið er af listaverkum í húsnæði
Sameinuðu þjóðanna, listaverk sem
aðildarþjóðirnar hafa gefið, við
sáum verkið sem Ísland gaf, það var
verkið Samviskufanginn eftir Gerði
Helgadóttur og fannst mér það
nokkuð gott verk. Á lóðinni eru líka
listaverk frá stóru ríkjunum eins og
Bandaríkjunum og Rússlandi.
Malli stoppaði við málverk sem
var í einum ganginum, það verk
sýnir þegar Svíar og Finnar voru að
ákveða um framtíð Álandseyja á
sínum tíma, en eyjan er mjög
nálægt Svíþjóð. Menn ákváðu að
leyfa eyjabúum að kjósa um málið
og gerðu þeir það, niðurstaðan var
sú að þeir ákváðu að fylgja Finnum
og gera enn.
Heimaey og Álsey
Þegar við nálguðumst aðalsalinn,
þar sem setningin er á haustin hjá
SÞ, fór Malli að tala um merki
Sameinuðu þjóðanna væri stór-
merkilegt og vægi Vestmannaeyja
væri mikið í merkinu. Eftir að hann
hafði sýnt okkur aðalsal Sameinuðu
þjóðanna, benti hann okkur á
eyjaþyrpinguna suður af Íslandi.
„Eins og þið sjáið, eyjarnar sunnan
við Ísland eru Heimaey, Álsey og
Bretlandseyjar“. Ég spurði hvort
þetta væri ekki Suðurey sunnan við
Heimaey og því svaraði Malli með
sussi, „þú mátt ekki minnast einu
orði á Suðurey, þetta eru Heimaey
og Álsey“. Ekki vildi ég deila neitt
um þessa fullvissu Malla, en
sýndist þó að Hellisey væri þarna
líka.
Þakklát fyrir móttökurnar
Eftir að hafa skoðað byggingar SÞ í
Genf gengum við út með sendiherr-
anum þar sem við ræddum stutta
stund og athuguðum hvar íslenski
fáninn væri staðsettur í fánaborg-
inni sem er vestan við húsið.
Nokkuð erfitt var að sjá fánann þar
sem logn var og fánar blöktu ekki,
en við fundum okkar fallega fána.
Utan við lóð SÞ er stór og mikill
eldhússtóll, ein löppin er brotin á
honum. Þetta verk á að tákna að
ekki sé enn lífið tryggt og öruggt á
jörðinni.
Þarna kvöddum við Martin
Eyjólfsson, sendiherra Íslands í
Sviss. Við höfðum mikla ánægju af
því að hitta Malla og fá þessa
skemmtilegu fræðslu um Sam-
einuðu þjóðirnar og starfsemi þeirra
um allan heim. Við Lilja viljum
þakka Malla fyrir góðar móttökur
hjá SÞ í Genf.
Frá Malla héldum við svo yfir
götuna og skoðuðum alheims
höfuðstöðvar Rauða krossins og
Rauða hálfmánans.
Sendiherra Íslands í Sviss, heimsóttur í aðalstöðvar Sameinu þjóðanna í Genf:
Hlustað á Íslendinga þegar
kemur að mannréttindamálum
:: Taldir vera framarlega í þeim málaflokki þó enn megi margt laga
ÓSKar PéTur FriðriKSSon
frettir@eyjafrettir.is
Martin Eyjólfsson, sendiherra við uppbyggingarspjaldið fyrir UN í Genf.
Loftið í fundarsalnum er ótrúlegt.
Óskar Pétur með sendiherranum í stóra fundarsalnum
hjá Sameinuðu Þjóðunum í Genf.
Óskar Pétur kveður Martin við fánaborg SÞ og fótbrotna stólinn.
Eins og sjá má teygir Vestmanna-
eyjaþyrpingin í merki Sameinuðu
þjóðanna sig til Bretlandseyja.
Lilja og Malli skoða verk Gerðar
Helgadóttur, Samviskufangann,
sem íslenska þjóðin gaf Sam-
einuðu þjóðunum á 50 ára afmæli
þeirra.
Ég verð að viður-
kenna að ég hafði
ekki mikla trú á að
það sé eitthvað
hlustað á okkur en
eftir að Malli útskýrði
þetta allt fyrir okkur
hefur skoðun mín
breyst mikið. Oft
getur verið erfitt að
eiga við einstök mál
s.s. þegar lönd eru í
stríði, eins og Ísrael
gagnvart Palestínu.
Arabaþjóðirnar
þrýsta á að eitthvað
sé gert í málunum
en Ísrael og Banda-
ríkjamenn vilja
þagga niður í þeim
röddum og ekki
ræða málin.
”