Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 16
B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19 Vikutilboð SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir 22. til 31. JÚLÍ 2015 Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð um þá ákvörðun Landsbanka Íslands að reisa höfuðstöðvar við Hörpu í Reykjavík. Segir í fundargerð að fram hafi komið að forsenda ákvörðunar um nýjar höfuðstöðvar sé meint hagræðing af því að koma sem mestu af starfseminni undir eitt þak. Bæjarráð vekur athygli á því að Vestmannaeyjabær og aðrir fyrrum eigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja séu nú í eigendahópi Landsbankans. „Undrun vekur að ákvörðun bankaráðs Landsbankans hefur ekki komið til formlegrar afgreiðslu á hluthafafundi heldur hyggst bankaráð eitt og sjálft taka slíka ákvörðun,“ segir í greinargerð. „Bæjarráð Vestmannaeyja telur að því fari fjarri að hluthöfum hafi verið sýnt fram á að mest hagræði skapist fyrir Landsbankann, hluthafa hans og viðskiptavini, með því að reisa nýja glæsibyggingu á verðmætustu lóð landsins.“ Lýst er yfir skilningi á hagræðingu með heppilegra húsnæði en í ljósi þess að ríkið, sveitarfélög og Eyjamenn séu einir eigendur að Landsbankanum sé sérstaklega brýnt að vanda til verka og þess gætt að hvergi séu send þau skilaboð að óráðsía, glæframennska og flott- ræfilsháttur verði látið viðgangast. Vítin séu til að varast þau. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska þegar eftir hluthafafundi í Lands- bankanum og kalla þar eftir frekari rökstuðningi. Einnig að stjórn Landsbanka láti fara fram óháð mat á því hvaða staðsetning sé hagkvæm- ust. Bent er á Kópavog, Garðabæ, Selfoss eða Reykjanesbæ sem mögulega staði. „Þá hefur nýlega verið bent á að heppilegar lóðir til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu séu í Hvassahrauni,“ segir í loka- orðum greinargerðarinnar. „Það er í mínum huga alveg ljóst að endurhvarf banka til fyrra gjálífis kemur ekki til greina og allra síst hjá Landsbankanum sem er eign ríkis og sveitarfélaga,“ sagði Elliði Vignis- son, bæjarstjóri. „Það kemur ekki til greina í okkar huga að þeir örfáu aðilar sem skipa bankaráð taki prívat ákvarðanir um hvernig slíkt verði gert og byggi 8000 milljóna höfuðstöðvar á verðmætustu lóð í landinu án þess að við eigendur komum að slíkri ákvörðun. Við verðum að hafa meiri upplýsingar og axla ábyrgð sem eigendur. Að mínu mati er slíku hinu sama fyrir að fara hjá ríkinu sem er jú langstærsti eigandinn og þar með landsmenn allir.“ Talsvert er um nýliðun á lúpínu í Vestmannaeyjum, í Ofanleitishrauni og skriðum í Herjólfsdal. Byrjað er að slá á þessum svæðum til að sporna við útbreiðslu hennar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um stöðu uppgræðslumála og aðgerðir og áætlanir í umhverfismálum sem lögð var fram í umhverfisnefnd að ósk Stefáns Jónassonar. Mörgum þykir prýði að lúpínunni sem skartar sínu fegursta á mynd sem Sísí Högnadóttir tók fyrir skömmu. Nánar á Eyjafréttum.is. Eyjamenn komi að staðarvali á nýjum höfuðstöðvum LB: Fyrra gjálífi kemur ekki til greina :: Allra síst hjá Landsbankanum sem er eign ríkis og sveitarfélaga, segir bæjarstjóri Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is SS Hangilæri úrb 3998,-@kg áður 4598,-@kg SS Hangiframp úrb 3288,-@kg áður 3978,-@kg SS Hangiálegg 2x8 sn 1188,- áður 1348,- Lotus wc pappír royale 16 rl verð nú kr 1198,- verð áður kr 1398,- Nippon súkkulaðikex verð nú kr 388,- verð áður kr 468,- Edet eldhúsrúllur 4 stk verð nú kr 698,- verð áður kr 878,- Maryland kex verð nú kr 158,- verð áður kr 198,- Bonduelle maiscorn verð nú kr 238,- verð áður kr 298,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.