Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015
Guðsþjónustan í Landakirkju
síðasta sunnudag var bless-á-
meðan-messa áður en ég flyt til
Reykjavíkur og fer tímabundið í
þjónustu í annað prestakall.
Þess vegna óskuðu Eyjafréttir
eftir því að fá að birta þessa
prédikun sem ég flutti þá og er
út frá Jóhannesarguðspjalli 6.
kafla um að Jesús er brauð
lífsins (Jóh. 6.30-35, Jóel 2.21-27
og Post. 2.41-47). Ég þakka fyrir
að hafa fengið að þjóna og vera
með Eyjamönnum í gleði og
sorg í sautján ár. Nú hef ég
fengið leyfi frá embættinu hér
og að ári kemur í ljós hvar ég
mun starfa í framtíðinni. Næstu
helgi mun sr. Þorvaldur Víðis-
son, fyrrum Eyjaprestur og
biskupsritari, þjóna og síðustu
daga júlímánaðar. Þann 1. ágúst
mun sr. Guðmundur Örn
Jónsson koma úr sumarleyfi og
taka við sem settur sóknar-
prestur hér en enn er óvissa
með hver kemur í stöðu hans
fyrir haustið. Ég á von á því að
það blessist vel af því að hér er
söfnuður sem vill góða og
örugga prestsþjónustu og ber
mikla ást til kirkju sinnar og
virðir sögu kristni í Eyjum. Það
er einstakt að fá að vera prestur
við þessar aðstæður og því er
það umfram allt þakklæti og
kærleikur sem hefur mettað mig
í þjónustunni öll þessi ár og ég
geri hér að umræðuefni í
síðustu prédikuninni í bili. Við
sjáumst heil. Takk fyrir mig.
Í stöðugri veislu
Það er mikil mettun í þessum
sunnudegi. Þann mun ekki hungra
sem til mín kemur, segir Jesús. Í
frásögn postulasögunnar hafði
fólkið selt allar eigur sínar til að
allir í söfnuðinum ættu allt
sameiginlegt og engan skorti neitt.
Það er dálítið hnjóð í sjálfseignar-
stefnuna og mont fyrir samyrkjubú-
skap en ég ætla þó ekki að fara út í
neina ódýra útleggingu í þá veru.
Það þýddi einfaldlega að allir fóru
mettir að sofa eftir góða kvöld-
messu hvers einasta dags, sýknt og
heilagt, sem sagt virka daga og
helgar. Dýr merkurinnar njóta
vorregns og haustregns og beitilönd
öræfanna gróa. Það er boðskapur
sunnudagsins að allir eru mettir og
þegar svo er komið er bænin eina til
Jesú að hann gefi þeim alltaf bara
þetta brauð. Á okkar tímum er það
táknað með oblátunni, brauðinu í
altarisgöngunni okkar. Hún táknar
brauðið sem féll ofan líkt og
snjóflygsur en var brauð til átu og
kallaðist manna í hebresku. Þótt
það eigi ekki skylt við íslenska
orðið manna, eða maður, skapar það
næstum því hugrenningartengsl við
orðin í altarisgöngunni: „Takið og
etið, þetta er líkami minn.“ Það er
því ekki fjarri að túlka það sem svo
að Guð er ekki bara að gefa okkur
næringu sem aldrei þverr, heldur er
hann að ganga lengra og vill gefa
það sem hann á af allsnægtum
sínum. Hann gefur okkur sjálfan sig
og kemur í eigin persónu að sýna
það í verki, stígur sjálfur niður og
gefur uppsprettu allsnægtanna og
mettunar í lífi mannsins trúarlega
og félagslega svo að í sálinni líði
okkur einsog þegar við erum að
snæðingi, enn að njóta hvers einasta
bita í litrófi bragðlauka og angan
góðra rétta, á snæðingi með vinum
og í góðum félagsskap. Mettunin er
góð og það stemmir hér allt að
einum ósi, öll merking þess að
nærast er á eina lund: Við lifum í
stöðugri veislu og þessi veisla er
sending frá Guði, hún er komin af
himni, heimsend úr veisluþjónust-
unni, og algjörlega í takt við speki
Orðskviða Salómons um að sá sem
vel liggur á lifir í stöðugri veislu.
Smáblómin vökvuð
Í þessari mettun, sem trúarritið
okkar vitnar um í dag, eru allir í
veislunni góðu sem á annað borð
vilja kannast við spádómana frá
fornu fari, vilja kannast við
leiðsögn Guðs á eyðimerkurgöngu
mannsins á hverjum tíma og þá líka
hina löngu sögu af hjálpræði Guðs,
og vilja sjá að fagnaðarerindið um
Jesú Krist er einhvern veginn
toppurinn á þessu hjálpræði og
leiðsögn, fylling allra fyrirheita og
eilífur mannfagnaður þar sem engan
hungrar framar, engan þyrstir. Og
þessi veisla er ekki nærri því búin
og það er langt í þá stöðu sem lýst
hefur verið í ljóðum og myndum
sem aðkoma þjónustunnar daginn
eftir. Við erum ekki að tala um
morguninn eftir kvöldið áður. Við
erum mett en samt að fá nýja rétti
og njótum þess, en það kallast
einmitt að lifa í allsnægtum. Það er
staðan okkar núna trúarlega og
félagslega og í reynd, hér á landi,
líka samfélagslega því þetta land,
sem okkur er gefið af Guði,
samanber lofsönginn okkar um Guð
vors lands og land vors Guðs, þá er
hvert einasta smáblóm vökvað, hver
lilja elskuð, og enginn þarf að vera
útundan eða undir í baráttunni
frekar en við viljum, því í samfélagi
við Guð erum við að játa að við
eigum allt frá honum og því skal
deila með öðrum mönnum sem
hann hefur líka velþóknun á, einsog
segir í jólaguðspjallinu, hverjum
okkar minnsta bróður og systur sem
líður, en er þó Guðs.
Hér er nóg fyrir alla
Við eigum sem sagt nóg fyrir alla í
þessari gríðarlegu velmegun sem
ríkir hér á landi og er langt umfram
það sem nokkurn gat grunað eða sá
fyrir, nema þá kannski þjóðskáldið
Einar Ben. Seinni tíma skáld hafa
orðað þetta á annan veg í þeirri von
að það muni hreyfa við samtíðinni.
Ég hef að vísu ekki séð leikritið
hans Davíðs Þórs, af því mér finnst
hann sjálfur svo leiðinlegur, en
titillinn er nógu góður fyrir mig og
ég hugsa þá línu oft þegar ég heyri
barlóm í samtíðarfólki og hlusta
eftir umkvörtunum og stundum
nöldri. Þá kemur þessi titill upp
aftur og aftur í mínum haus: „Þú ert
í blóma lífsins, fíflið þitt.“ Það mun
vera gamansöm ádeila á samfélagið
en mér finnst þessi titill bara svo
góð áminning að ég vona að ég
þurfi aldrei að sjá þetta verk á sviði.
Frelsuð þjóð
En þetta er einmitt áminning
dagsins hvar sem drepið er niður í
Ritningunni þennan sjöunda
sunnudag eftir þrenningarhátíð.
Meira að segja í guðspjallinu er
fólkið að mögla í Jesú og krefja
hann um tákn og minna hann á að
einu sinni hafi Móse nú skaffað
brauð af himni þegar hungur setti
að lýðnum á eyðimerkurgöngunni
og þau voru að mögla af því að
þrátt fyrir öll tákn á himni og jörðu
sáu þau ekki að björgunin úr
þrælahúsinu í Egyptalandi, þrátt
fyrir sjálfan exódus, sáu þau ekki að
þau voru frelsuð úr ánauð. Þetta
hefur kannski ekki litið björgulega
út að sitja þarna svöng og þyrst
dögum saman í óbyggðum svo þá
var það líkt og oft áður og alveg
fram á okkar tíma að í þessari
stundarþrengingu réðust þau að
leiðtogum sínum og líka Guði.
Hvers lags Guð er þetta sem frelsar
okkur úr þrælahúsi og dregur okkur
hingað út? Við höfðum þó eitthvað
að borða í ánauðinni þótt við
hefðum lítið um það að segja. En nú
er önnur tíð, eða hvað? Jú, það er
önnur tíð því í millitíðinni kom ekki
bara brauð af himni heldur sjálfur
Drottinn og varð hold og bjó hér og
deildi kjörum með fátækum og
sjúkum og sat líka veislur hjá
hinum ríku. Hann deildi öllum
mannlegum kjörum og sýndi þannig
að hann var kominn til að frelsa alla
menn. Og í ljósi umræðunnar á
líðandi stundu leyfi ég mér að
minna okkur á að hann deildi meira
að segja kjörum með þessum
ægilegu útlendingum sem eru þar á
ofan ferðamenn sem taka sætin
okkar í áningarstað svo við nöldrum
undan því. Drottinn sprengdi heldur
betur þægindaramma samtíðar-
manna sinna og það á guðspjall
dagsins einmitt að gera núna hjá
okkur, þessum Íslendingum sem
gleyma því að landið er Guðs og
við erum tilfallandi það fólk sem
fengum það að láni og berum
ábyrgð á því fyrir hann og í hans
nafni og höfum undirstrikað það
með merki Krists í fánanum hvaðan
það er fengið. En þessi staða merkir
að beitilönd öræfanna munu gróa
og að hann gefur okkur vorregn og
haustregn og afla úr sjónum og fugl
úr björgum og í raun og veru nóg að
bíta og brenna á hverjum tíma.
Södd og sæl í samfélaginu
við Krist
Í dag erum við minnt á það enn og
aftur um hvað samfélagið við Jesú
Krist snýst og að þýðing þess er að
við erum öll södd og sæl. Það er
ekki í okkur ótti eða hræðsla eða
kvíði, því hann gerir alla hluti nýja
og sér til þess að þeir þekki hann
sem taka við Orði hans og vilja
skírast inn til samfélagsins og
þiggja brauðið sem seður hungur og
vatnið sem slekkur þorsta. Í dag
erum við minnt á að græðgin er
óviðeigandi, sérhyglin er útilokuð
og eigingirnin víkur fyrir kærleik-
anum í garð allra manna. Við tökum
kærleikann, þetta skýrasta einkenni
samfélagins alla leið og í sömu vídd
og hann birtist í Kristi. Hann er ekki
bara ást til þeirra sem standa okkur
næst, heldur kærleikur sem er
kominn í heiminn fyrir alla menn.
Það merkir kærleika í verki fyrir
flóttafólk frá Sýrlandi, bátafólk frá
Afríku, búrkuklæddar, kúgaðar
konur Evrópu og fórnarlömb
ofbeldis hér heima og um allan
heim, og í raun og veru kærleika til
allra manna. Og ef við tökum okkur
enn meira tak í kærleikanum
skulum við líka sýna ást og
virðingu þeim sem hafa verið
dæmdir og sitja í tukthúsum eða
hafa tekið út sinn dóm, við elskum
líka þá sem í ræsinu liggja, það
sýndi hann sjálfur með dæmum og í
verki. Að lifa er að fara með
kærleikann að nesti í humátt á eftir
Drottni og stefna á það að lifa öll í
kærleikanum einum og orna sér við
hið eilífa ljós og birtu þess að vera í
Kristi, í Guði. Við tilheyrum
samfélaginu og göngum til máltíðar
saman í messunum af og til, til að
minna okkur á að þetta er það líf
sem okkur hefur verið boðið að lifa.
Við erum frelsuð og erum Guðs
börn, við erum glöð og fögnum í
Drottni af því að þreskivellir
kærleikans eru bleikir til uppskeru.
Við eigum fyrirmynd í Jesú að
algjörum kærleika sem á enn í dag
sinn þátt í því að skapa öllum
börnum heimsins grundvöll til lífs í
von og trú á betri heim. Það er þess
vegna mest um vert að við látum
aldrei staðar numið í ást okkar á
manneskjunni, okkur sjálfum og
öllum öðrum, þar sem enginn er
undan skilinn. Heimur kærleikans á
nóg til að metta alla menn og
enginn er svangur, enginn þyrstur,
enginn í ótta og enginn mun nokkru
sinni aftur þola smán. Það er ekki
lítið fagnaðarerindi sem okkur er
trúað fyrir. Við hljótum að biðja
þess að við verðum alltaf það fólk
sem fær að halda því á lofti, flagga
því og virða gleði allra.
Sr. Kristján Björnsson kvaddi og kvaddi ekki á sunnudaginn:
Mettun af kærleika Krists
Séra Kristján og Steingrímur Svavarsson sem var meðal kirkjugesta á sunnudaginn.