Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015
Eyjablikk ehf. var stofnað í apríl
1997 af Ísloft blikk- og stál-
smiðju ehf. og Stefáni Þ.
Lúðvíkssyni þegar sá síðar-
nefndi ákvað að flytja til
Vestmannaeyja. Var markmiðið
með stofnuninni að Stefán hefði
eitthvað að gera. Ísloft átti
nokkrar vélar sem ekki voru í
notkun hjá fyrirtækinu og þótti
tilvalið að þær færu til Eyja til
brúks í nýju smiðjunni. Í upphafi
átti Stefán að fá verkefni frá
Íslofti til að reksturinn gæti nú
gengið, enda ekki vitað um
þörfina fyrir fyrirtækið í Vest-
mannaeyjum. Fljótlega kom þó
í ljós að þörfin var fyrir hendi og
Eyjamenn tóku fyrirtækinu
opnum örmum, bæði fyrirtæki
og einstaklingar.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Eyjablikks sem minntist þess um
helgina að 18 ár eru frá stofnun
fyrirtækisins. Var vinum og velunn-
urum boðið í teiti síðdegis á
föstudaginn í húsakynnum fyrir-
tækisins sem hefur stækkað mikið
en í nokkrum þrepum á þessum 18
árum. Var vel mætt. Á laugardags-
morguninn var svo opið hús þar
sem allir voru velkomnir að koma
og sjá hvað starfsfólkið er að gera
og skoða tæki og tól. Pylsur voru
grillaðar og boðið upp á kaffi og
gotterí og hoppukastala fyrir börn.
Úr 100 fm í 1000
Eyjablikk ehf. hóf starfsemi sína í
100 fermetra leiguhúsnæði við
Strandveg sem þótti rúmgott og
bjart í upphafi fyrir starfsmanninn
Stefán. Í byrjun árs 1998 réði
Stefán fyrsta starfsmanninn og
síðan hefur fyrirtækið vaxið nokkuð
hratt, en í dag, árið 2015, starfa 18
manns í smiðju og þrír á skrifstofu.
Árið 2000 keypti Eyjablikk sitt
eigið húsnæði að Flötum 27 og
flutti í það um áramótin 2000 til
2001, það var um 200 fermetrar að
stærð. Við þessi kaup var hlutafé
fyrirtækisins aukið og þá eignuðust
Stefán og hans fjölskylda meiri-
hlutann í fyrirtækinu en Ísloft hafði
átt meirihlutann frá stofnun þess.
Árið 2009 keypti Stefán svo þá
hluta sem Ísloft átti enn og er
Eyjablikk nú alfarið í eigu
fjölskyldunnar.
Þar sem fyrirtækið óx jafnt og þétt
þá urðu þessir 200 fermetrar
fljótlega of litlir og því var farið í að
kaupa fremri hluta húsnæðisins að
Flötum 27 árið 2007. Miklar
endurbætur þurfti að gera á því og
var opnað á milli helminga í júní
2009, en starfsmenn og eigendur
sáu alfarið um þau verk sem þar
þurfti að vinna, voru þau unninn í
„dauðatímanum“ .... sem skýrir
þann tíma sem í það fór.
Þrátt fyrir helmings stækkun var
starfsemin fljót að sprengja það
húsnæði utan af sér og því varð úr
að árið 2013 var húsnæðið að
Flötum 25 keypt, við þau kaup
stækkaði starfstöð Eyjablikks úr
400 fermetrum í 1000 fermetra. Nú
hefur fyrirtækið yfir að ráða fyrsta
flokks húsnæði hvað varðar
aðbúnað fyrir starfsmenn sem og
rúmgóða og bjarta smiðju með
góðum tækjakosti og eru þau
tilbúin í öll þau verk sem viðskipta-
vinir fela þeim með bros á vör.
Allt fyrir viðskiptavininn
Eyjablikk ræðst aðeins í verkefni
sem hæfa færni, þekkingu og hæfni
starfsmanna. Lögð er áhersla á að
gæði vöru og þjónustu séu í
samræmi við væntingar viðskipta-
vinarins. Að tryggja að viðskipta-
vinurinn fái það sem hann óskaði
eftir vel unnið og á réttum tíma.
Ánægður viðskiptavinur er
árangursríkasta auglýsingin.
Stjórnendur þekkja hæfni starfs-
manna og úthluta þeim verkefnum
við hæfi á hverjum tíma. Starfs-
menn starfa við öruggar og
umhverfisvænar aðstæður og njóta
kjara eins og best gerist í sambæri-
legu rekstrarumhverfi.
Stjórnendur fyrirtækisins vinna að
uppbyggingu gæðastjórnunar með
hliðsjón af ISO gæðakerfinu.
Unnið er að því að fyrirtækið sé í
stöðugri þróun, að fagleg vinnu-
brögð eru lykillinn að árangri og
miklu máli skiptir að starfsmenn
séu ánægðir og hæfir í starfi.
Ánægður starfsmaður er gulls í
gildi.
Eyjablikk ehf. er blikk- og
stálsmiðja sem þjónustar sjávarút-
vegsfyrirtæki, verktaka og ein-
staklinga og verkefnin eru ólík. Má
nefna loftræstikerfi, einangrun og
klæðningar á hita- og frystilögnum,
flasningar, rústfría smíði, álsmíði,
lagning koparþaka, smíði á
handriðum ásamt smíði á allra
handa færiböndum og körum fyrir
sjávarútveginn.
Eyjablikkarar
Hjá Eyjablikk ehf. starfa 19 manns,
þar af eru tveir með sveinspróf og
sjö með meistarapróf í sinni
iðngrein, blikksmíði, vélvirkjun og
stálskipasmíðum. Fjórir starfsmenn
eru með suðuréttindi ISO 9606-1.
„Við kappkostum að hafa vel
menntaða og duglega einstaklinga í
vinnu,“ segir líka á heimasíðunni.
Framkvæmdastjóri er Friðrik
Björgvinsson, sjálfur er Stefán
blikksmíðameistari, Jóhanna
Hjálmarsdóttir er fjármálastjóri,
Kristín Hartmannsdóttir gæðastjóri
og Gústaf Adolf Gústafsson
verkstjóri.
Eyjablikk 18 ára :: Buðu til mikillar veislu :: Opið hús var á laugardaginn:
Ánægður viðskiptavinur er
árangursríkasta auglýsingin
:: Starfsmenn starfa við öruggar og umhverfisvænar aðstæður :: Njóta kjara eins og best
gerist í sambærilegu rekstrarumhverfi
Hákon Daði semur við ÍBV
Á föstudaginn skrifaði hinn ungi og stórefnilegi Hákon Daði Styrmisson undir nýjan samning við ÍBV, en
samningurinn er til eins árs. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Eyjablikks, en Eyjablikk hefur
verið dyggur stuðningsaðili handknattleiksdeildar ÍBV. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksráðs,
Stefán og Hákon Daði við undirritunina.
Friðrik framkvæmdastjóri spjallar við Guðmund Alfreðsson og Ívar Atlason.
Stefán ávarpar gesti.
Stefán Jónasson, bæjarfulltrúi og Hjalti Elíasson frá Varmadal mættu
á staðinn.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is