Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015 Elskulegur faðir okkar Ingvar Sigurjónsson lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 15. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélag Landakirkju. Hólmfríður, Sigþór, Sigurlín Guðný, Sigurjón og fjölskyldur V Fata- og textílhönnuðurinn Ásdís Loftsdóttir opnaði um Gosloka- helgina nýja verslun, Hjá Ásdísi, við Skólaveg 13 en samhliða því er Ásdís með vinnustofu á staðnum. Blaðamaður Eyjafrétta leit inn í verslunina þar sem Ásdís var á fullu að klippa og sníða. „Ég get ekki hætt þessu, ég hef verið heima með vinnustofuna í tvö ár og það gekk ekkert, það bankaði enginn upp á. Það er allt annað uppi á teningnum ef maður er aðgengi- legur, að fólk geti labbað inn af götunni. Ég yngist ekki og það er eins gott að fara að gera hlutina, af hverju ekki að gera þá í stað þess að vera að velta vöngum,“ sagði Ásdís en hún hafði lengi haft augastað á húsnæðinu. „Mig langaði í þessa glugga, þeir eru æðislegir. Ég ákvað að kýla á það og spurði hvorki kóng né prest um málið og ákvað að láta hyggjuvitið ráða.“ Ásdís hefur unnið hörðum höndum síðustu þrjú ár að því að kynna merkið Black Sand sem eru flíkur unnar úr náttúrumyndum sem Ásdís tekur mikið sjálf og vinnur. „Black Sand er farið að tikka inn og er mikil stígandi. Ég er með sextán öðrum hönnuðum í versluninni Jöklu á Laugaveginum auk þess að vera með vörurnar á þremur öðrum stöðum. En þær hafa ekki verið aðgengilegar í Eyjum í tvö ár og það var kominn tími til að ekki bara brottfluttir Vestmannaeyingar kíktu á mig á sýningum,“ sagði Ásdís en hún hefur undanfarin ár farið á Handverks- og hönnunarsýninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Ég hef farið tvisvar á ári á sýninguna og var valin núna aftur inn í nóvember. Kynning á vörunum er virkilega góð þar og fólk er farið að muna eftir mér frá fyrri sýn- ingum.“ Hjá Ásdísi býður upp á fjölbreytt vöruúrval og mun aukast þegar líður á. „Ég hugsaði með mér þegar ég valdi nafnið á búðina hvort ég væri ekki að rugla fólk, ég er með Black Sand vörumerkið sem og Diza en fyrirtækið á bak við allt heitir Studio 7, Eyjar ehf. Hjá Ásdísi var því lendingin en með haustinu ætla ég einnig að hafa fleiri vörumerki á boðstólum, kemur allt í ljós hvað það verður“ sagði Ásdís að lokum og býður alla velkomna í nýju verslunina. Vaskur hópur manna og ein kona fóru út í Bjarnarey á laugardaginn til að rýja og bólusetja fé sem þau eiga þar. Veður var eins og best getur orðið en aðeins brim þannig að farið var upp að vestanverðu. Svavar Steingrímsson brá sér með og tók þessar fallegu myndir sem enn á ný sanna að Bjarnarey er drottning Vestmannaeyja. Myndin til hægri er af þeim bræðrum Kristjáni og Yngva Sigurgeirssonum Ásdís Lofts flutt á Skólaveginn með verslun sína: Kýldi á það og spurði hvorki kóng né prest um málið :: Ákvað að láta hyggjuvitið ráða :: Startaði með tískusýningu GÍGja ÓSKarSdÓTTir gigja@eyjafrettir.is Ásdís var með tískusýningu á goslokum og þar sýndu þessar glæsilegu konur föt sem hún hefur hannað. Þórunn Gísladóttir, Hjördís Traustadóttir, Tinna Tómasdóttir, Ragnheiður Borgþórsdóttir, Ásta Kristmanns- dóttir, Aðalheiður Steina Guðmundsdóttir og Ásdís. -Ljósm.: Ófeigur Lýðsson Bjarnarey stendur undir nafni sem Drottning Eyjanna Rent-A-Tent leitar af starfsfólki til að aðstoða við uppsetningu og niðurtekt á tjöldum á fimmtudeg- inum fyrir þjóðhátíð og mánudeginum á eftir. Það er gott tímakaup í boði. Áhugasamir geta sent tölvupóst á info@rentatent.is. ATVINNA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.