Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015
Íslandsmóti öldunga í golfi lauk
með hófi og verðlaunaafhend-
ingu á laugardag en mótið var
að þessu sinni haldið í Vest-
mannaeyjum. Alls tóku 135
kylfingar þátt í mótinu þar af 15
frá Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Keppt er í flokkum eftir kyni og
aldri auk þess sem leikið er í
sérstökum gestaflokki sem telur
ekki til verðlauna. Veðrið lék við
kylfinga alla þrjá dagana ef frá
er talin rigningardemba á
fimmtudag sem stóð stutt yfir.
Úrslit urðu þessi:
Kvennaflokkur 50 – 64 ára
Þetta var næstfjölmennasti
flokkurinn, 33 konur sem mættu til
leiks, engin þeirra úr GV. Sú gamla
kempa og fyrrum Íslandsmeistari,
Þórdís Geirsdóttir, hafði þar algera
yfirburði og munaði 25 höggum á
henni og þeirri sem varð í 2. sæti.
Skorið hjá Þórdísi var einkar
glæsilegt, 73 – 73 – 71 eða samtals
fimm yfir pari vallarins þessa þrjá
daga.
Keppni með forgjöf:
1. Þórdís Geirsdóttir GK 208 h
2. Jónína Pálsdóttir GKG 216 h
3. Hanna B. Guðjónsd GKG 217 h
Keppni án forgjafar:
1. Þórdís Geirsdóttir GK 217 h
2. Steinunn Sæmundsd GR 242 h
3. María Málf. Guðnad GKG 249 h
Karlaflokkur 55 – 69 ára
Þessi flokkur var sá fjölmennasti,
alls 77 keppendur og 13 þeirra frá
GV. Þarna var hörð barátta allt fram
á síðustu holu en Eyjamenn
blönduðu sér lítt í hana. Bestum
árangri náði Sigurjón H. Adolfsson
sem varð í 15. sæti. Rétt er þó að
geta þess að Eyjamaðurinn Yngvi
Geir Skarphéðinsson gerði sér lítið
fyrir og fór holu í höggi á 14.
brautinni á fyrsta keppnisdegi. Vel
af sér vikið í stífum austan
strekkingi.
Keppni með forgjöf:
1. Ásbjörn Þ Björgvinss. GM 205 h
2. Hlöðver S Guðnas. GKG 208 h
3. Jónas Tryggvason GR 209 h
Keppni án forgjafar:
1. Gauti Grétarsson NK 221 h
2. Sigurður H Hafsteins GR 223 h
3. Skarphéðinn Skarph. GMS 225 h
Karlaflokkur 70 ára og eldri:
Í þessum flokki voru 15 keppendur,
þar af tveir frá GV og blönduðu sér
ekki í baráttu um verðlaunasæti.
Þarna börðust um efsta sætið tveir
gamalreyndir kylfingar, fyrrum
Eyjamaðurinn Jóhann Peter
Andersen og Viktor Ingi Sturlaugs-
son. Jóhann fór illa að ráði sínu á
síðustu holunum og varð að gera sér
annað sætið að góðu.
Keppni með forgjöf:
1. Viktor I. Sturlaugss GM 225 h
2. Dónald Jóhannesson GHD 231 h
3. Jóhann P. Andersen GK 231 h
Keppni án forgjafar:
1. Viktor I. Sturlaugss GM 243 h
2. Jóhann P. Andersen GK 246 h
3. Dónald Jóhannesson GHD 252 h
Kvennaflokkur 65 ára og eldri
Sex keppendur voru í þessum flokki
og þeirra á meðal eina konan frá
GV, Katrín Lovísa Magnúsdóttir
sem hélt uppi heiðri Eyjamanna og
var sú eina sem vann til verðlauna
af heimamönnum. Hampaði
Íslandsmeistaratitli í keppni með
forgjöf og er þetta í annað sinn sem
hún afrekar það, var í efsta sæti í
yngri kvennaflokknum í keppni
með forgjöf árið 2004 en þá var
mótið einnig haldið í Eyjum.
Keppni með forgjöf:
1. Katrín L. Magnúsd. GV 234 h
2. Sigrún M Ragnarsd. GK 243 h
3. Inga Magnúsdóttir GK 249 h
Keppni án forgjafar:
1. Sigrún M. Ragnarsd. GK 279 h
2. Inga Magnúsdóttir GK 297 h
3. Katrín L. Magnúsd. GV 306 h
Mótinu lauk á laugardagskvöld
með veglegu hófi í Golfskálanum
en Icelandair gaf öll verðlaun þessa
móts sem voru gjafabréf. Gestir
rómuðu mjög allan viðurgerning
GV sem og stjórn og skipulag
mótsins.
Golf I Íslandsmót öldunga í golfi fór fram í Eyjum um helgina:
Þórdís, Gauti, Inga og Viktor
sigurvegarar mótsins
:: Þórdís Geirsdóttir með yfirburði í kvennaflokki :: Katrín L. Magnúsdóttir GV Íslandsmeistari í
eldri flokki kvenna með forgjöf :: Yngvi Geir Skarphéðinsson fór holu í höggi
SiGurGEir jÓnSSon
sigurge@internet.is
Sigurvegarar í flokki karla, 55 - 64 ára, ásamt fulltrúum GV. F.v Helgi Bragason, form. GV,
Gunnar Kr. Gunnarsson í mótsstjórn, Sigurður Hafsteinsson í 2. sæti, Gauti Grétarsson í 1.
sæti, Skarphéðinn Skarphéðinsson í 3. sæti og Elsa Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri GV.
Sigurvegarar í kvennaflokki 50 - 64 ára með forgjöf með þeim Helga, Gunnari og Elsu;
Þórdís Geirsdóttir sigurgegari fyrir miðju, til vinstri Jónína Pálsdóttir í 2. sæti og til
hægri Hanna B. Guðjónsdóttir 3. sæti.
Þarna er lokahollið á laugardag,
Sigurður Hafsteinsson og Gauti
Grétarsson ásamt Snorra
Hjaltasyni. Blómarósirnar tvær,
úr nálægu holli, stilltu sér upp
með þeim til myndatöku.
Helgi, Gunnar og Elsa með sigurvegurum í kvennaflokki 65 ára og
eldri án forgjafar. Til vinstri Sigrún M. Ragnarsdóttir, 2. sæti, Inga
Magnúsdóttir 1. sæti og Katrín Lovísa Magnúsdóttir, 3. sæti.