Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015 ÍÞróttIr u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Íþróttir | Pepsídeild karla :: ÍBV 4 - Fjölnir 0: Gunnar Heiðar og Sito komu sterkir inn :: Góð byrjun nýju leikmannanna :: Framundan Miðvikudagur 22. júlí Kl. 18:00 ÍBV - Afturelding/ Fjölnir 2. flokkur kvenna Sunnudagur 26. júlí Kl. 17:00 Stjarnan - ÍBV Pepsi-deild karla Kl. 14:00 ÍBV - Þór 2. flokkur karla Mánudagur 27. júlí Kl. 18:00 ÍBV - Haukar 3. flokkur karla C-lið Kl. 18:00 Selfoss - ÍBV 3. flokkur kvenna Þriðjudagur 28. júlí Kl. 18:00 Þróttur - ÍBV Pepsi-deild kvenna Ingi Sigurðsson var aftur kominn í þjálfaragallann og stýrði ÍBV til fjögurra marka sigurs gegn Fjölni á Hásteinsvelli á sunnudaginn. Liðið hefur nú unnið alla þá leiki sem Ingi hefur stjórnað, en það er frábært afrek hjá Inga og marka- talan er 0:10. Sigurinn var aldrei í hættu eftir frábæra byrjun ÍBV. Tveir nýir leikmenn komu inn í félagaskiptaglugganum til ÍBV, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Jose „Sito“ Enrique. Sito var mjög spenntur að opna markareikninginn og þurfti ekki að bíða lengi. Hann potaði inn fyrirgjöf Arons Bjarna- sonar eftir rúmlega hundrað sekúndna leik. Það var því ljóst frá byrjun hversu góður Sito er. Eyjamenn mættu til leiks en það er mun meira en Fjölnismenn geta sagt, þeir létu aldrei sjá sig inni á vellinum. Hafsteinn Briem tvöfaldaði forystuna með frábæru viðstöðu- lausu skoti eftir þrettán mínútna leik. Ian Jeffs tók þá aukaspyrnu sem rataði beint á vinstri fótinn á Hafsteini. Besta sókn Eyjamanna í leiknum kom stuttu seinna en þá fékk Gunnar Heiðar boltann á miðjum vallarhelmingi Fjölnis, hann lék boltanum áfram og kom honum á Aron Bjarnason. Aron lék boltann áfram og kom honum á fjærstöng- ina, þar lúrði Sito eins og gammur en hann hitti boltann mjög vel. Annað markið í röð sem var skorað með viðstöðulausu vinstri fótar skoti í nærhornið. Sito átti því frábæra byrjun. En Eyjamenn voru ekki hættir. Gunnar Heiðar Þorvaldsson nældi í vítaspyrnu í síðari hálfleik sem hann fékk að taka sjálfur, Gunnar gerði engin mistök á punktinum þó svo að hann hafi þurft að tvítaka spyrnuna. Fjölnismenn gátu ekki annað en beðið eftir lokaflautinu sem kom svo loksins, lokatölur 4:0 en staðan hefði getað verið verri fyrir gestina, sem gátu ekkert. Frábær byrjun nýju leikmannanna hjá ÍBV og loksins er maður orðinn spenntur fyrir næsta leik, það verður hausverkur fyrir þjálfara ÍBV að ákveða hver skal byrja næsta leik þegar liðið er með fjóra framherja í fanta formi. ÍBV er nú í 10. sætinu en þó aðeins sex stigum frá því fimmta. Gunnar Heiðar Þorvaldsson þarf ekki að kynna fyrir neinum Eyjamanni, hann átti frábær tímabil hér rétt eftir aldamótin með ÍBV. Hann fór til Svíþjóðar árið 2004 og hefur verið í atvinnumennsku síðan. Nú er hann snúinn heim og ætlar að hjálpa ÍBV í baráttunni í Pepsi- deildinni sem og í Borgunarbik- arnum. Gunnar var ekki lengi að ákveða hvaða lið hann ætlaði að fara í þegar ljóst var að hann væri á leið til Íslands. Hann kom til landsins síðasta mánudag og skrifaði undir samning í vikunni til þriggja ára. Gunnar mun óneitan- lega hjálpa ÍBV mikið í þeirri botnbaráttu sem liðið er í þessa dagana, einnig er mikilvægur leikur gegn KR-ingum á næstunni í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Stjörnuleikurinn hinn eini sanni Í hálfleik á leik ÍBV og Fjölnis í Pepsi-deildinni fór fram Stjörnu- leikurinn. Þar léku helstu gleði- gjafar Eyjanna innbyrðis en leiknum lauk með jafntefli. Í hvíta liðinu tengdi Yngvi Borgþórsson saman vörn og sókn en hjá rauða liðinu var Kristján Georgsson, betur þekktur sem Kiddi Gogga, í sama hlutverki. Snorri Rútsson og Heimir Hallgrímsson sáu um þjálfun liðanna en Júlíana Silfá var þeim innan handar. Rauða liðið byrjaði betur en Stefán Róbertsson átti algjöran stórleik, hann opnaði markareikning sinn jafn fljótt og Sito í meistaraflokknum. Guðni Davíð Stefánsson stimplaði sig vel inn í hvíta liðinu en hann átti góðan leik í framlínunni, jafnaði metin stuttu eftir fyrsta mark Stefáns. Varnarmenn hvíta liðsins réðu ekkert við Stefán þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili, staðan því orðin 3:1 rauða liðinu í vil. Rétt áður en lokaflautan gall skoruðu leikmenn hvíta liðsins tvö mörk en það var Guðmundur Ásgeir Grétarsson sem jafnaði metin rétt fyrir leikslok. Þar sem leiknum lauk með jafntefli lyftu bæði liðin bikarnum að loknum leik. Það var Grétar Þór Eyþórsson, eigandi Stjarnanna, sem rétti fyrirliðum liðanna bikarinn en gleðin leyndi sér ekki á andlitum leikmanna. Rúmlega 800 manns sáu leikinn. Selfoss vann góðan sigur á Eyjakonum í Pepsi-deild kvenna á mánudagskvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri gestanna sem skoruðu í báðum hálfleikjum. Þetta er þriðji leikurinn sem Selfoss vinnur á móti ÍBV á tímabilinu. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn nokkuð vel og áttu hættulegri færi fyrsta hálftímann. Þá tók Donna Kay Henry til sinna ráða í liði Selfoss en hún lék á hálft lið ÍBV áður en hún lagði boltann í hægra hornið. Eftir markið breyttist leikurinn mikið, ÍBV fékk ekki færi vegna þess að Selfyssingar bökkuðu mikið. Gestirnir skildu lítið pláss eftir fyrir aftan varnarlínuna og mark- vörður þeirra átti góðan leik. Annað markið kom rétt eftir klukkutíma af leiknum. Þar var Dagný Brynjars- dóttir að verki en ÍBV átti ekki séns eftir markið. Cloe Lacasse og Díana Dögg Magnúsdóttir fengu þó báðar mjög góð færi en inn vildi boltinn ekki. Selfyssingar höfðu nýtt færin sín illa í síðustu leikjum í deildinni og ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð. ÍBV situr í 5. sætinu en núna eru fjögur stig upp í þriðja sætið sem er raunhæft markmið liðsins. Glæsilegur hópur sem svo sannarlega gladdi í hálfleik. Gunnar Heiðar setti mark sitt á leikinn gegn Fjölni og verður styrkur af honum í baráttunni sem framundan er, bæði í deild og bikar. Stærsta verkefnið er undanúrslitaleikurinn í Borgunarbikarnum gegn KR. Leikmenn Magna Grenivík komu í heimsókn á laugardaginn en það besta við daginn var veðrið. Allir þeir fimmtíu áhorfendur sem mættu á leikinn fengu sólina á andlitið allan leikinn. Í fyrri hálfleiknum léku gestirnir frábærlega en þeir voru á toppi deildarinnar með 25 stig af 27 mögulegum fyrir leikinn. Þeir skoruðu flott mark eftir góða sókn á 24. mínútu leiksins og bættu síðan við öðru marki fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik skiptu liðin færunum á sig en KFS fékk víti í uppbótartíma. Tryggvi Guðmunds- son gerði engin mistök á punktinum en nær komust strákarnir ekki. KFS er því búið að spila níu leiki og en jafntefli eru ekki í miklu uppáhaldi hjá liðinu. Þeir hafa unnið fjóra og tapað fimm. Tryggvi Guðmundsson sýndi gamla og góða takta en það dugði ekki til gegn sterkum Grenvíkingum. :: 2. deild karla :: KFS 1 - Magni 2 topp- liðið of gott :: Pepsídeild kvenna :: ÍBV 0 - Selfoss 2 Þriðja tapið gegn Selfosskonum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.