Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015
Fimmtudaginn 9. júlí síðast-
liðinn var útskriftarsýning
Hárakademíunnar í Reykjavík
haldin í fyrsta sinn. Sýningin fór
fram í Hörpu, nánar tiltekið í
Silfurbergi og var mikið um
dýrðir. Fjórtán stúlkur á öllum
aldri stunda nám við skólann en
í hópnum eru fjórar Eyjastelpur.
Mikið af Eyjafólki var á svæðinu
bæði í salnum sem á sviðinu en
stelpurnar þurftu að sjálfar að
útvega módelin fyrir sýninguna.
Blaðamaður Eyjafrétta var á
staðnum og ræddi við stelpurn-
ar að sýningu lokinni.
Arna Björk:
Byrjaði
sex ára
að greiða
ættingjum
Arna Björk Guðjónsdóttir er 24 ára,
dóttir þeirra Guðjóns Pálssonar og
Önnu Sigrid Karlsdóttur. Arna
Björk var ekki há í loftinu þegar
hún var farin að greiða ættingjum
og vinum og vissi nákvæmlega
hvað hún vildi verða. „Síðan ég var
lítil hefur það verið draumur að
læra hárgreiðslu. Ég frétti af
Hárakademíunni þegar ég var
nýflutt til Reykjavíkur en ég flutti
fyrir tveimur árum. Ég ákvað að slá
til fyrst ég var komin á staðinn, mér
þótti þetta tilvalið tækifæri, drífa
mig í skóla og læra það sem mig
hefur alltaf dreymt um,“ sagði Arna
Björk.
Arna Björk segir að árið í
skólanum hafi verið yndislegur tími.
„Ég er búin að læra svo ótrúlega
margt á stuttum tíma. Ég vissi í
hreinskilni sagt ekki alveg við
hverju var að búast þegar ég skráði
mig í námið, en ég kem svo
sannarlega reynslunni ríkari út í
lífið.“
Myndir þú mæla með Hárakademí-
unni fyrir aðra? „Ég mæli hiklaust
með skólanum fyrir alla og alla
aldurshópa. Núna er til dæmis
yngsta stelpan tvítug en sú elsta er
54 ára.“
Draumi líkast
Vilt þú segja mér frá því hvernig
námið fer fram? „Námið er eitt ár,
við byrjuðum í september 2014.
Námið er lotuskipt og er þrjár annir
en við erum núna að klára síðustu
önnina okkar sem endaði á
útskriftarsýningu. Í hverri viku eru
svo opnir dagar þar sem almenn-
ingur getur komið og fengið
klippingu hjá okkur á góðu verði,
það var dýrmæt reynsla sem á eftir
að nýtast mér rosalega vel. Mér
fannst það virkilega gaman að fá
strax að upplifa hvernig líf
hárgreiðslukonunnar er, að vissu
leyti.“
Arna Björk segir að útskriftarsýn-
ingin hafi verið draumi líkast og
ótrúlega skemmtileg lífreynsla sem
hún mun aldrei gleyma. „Mér
fannst magnað að taka þátt í svona
sýningu og sjá alla þá miklu vinnu
sem liggur á bak við sýningu af
þessu tagi sem og að sjá alla í fullu
fjöri bak við tjöldin í Hörpunni.“
Arna Björk er ekki komin með
staðfestan samning en það skýrist á
næstu dögum. Hárakademían sér
um að koma öllum sínum nem-
endum á samning hjá hárgreiðslu-
stofum.
Munt þú koma til með að vilja
starfa í Eyjum? „Ég kem alveg
klárlega aftur heim, stóra spurn-
ingin er hvenær,“ sagði Arna Björk
og hló.
Hvar sérð þú þig eftir fimm ár?
„Eftir fimm ár sé ég mig sem
hrikalega góðan fagmann,“ sagði
Arna Björk að lokum.
Henný Dröfn ::
Hárgreiðslan og
leikskólakenn-
arinn heilluðu:
Krefjandi,
skapandi
og gefandi
starf, og
mikið um
mannleg
samskipti
Henný Dröfn Davíðsdóttir er dóttir
þeirra Maríu Pétursdóttur og Davíðs
Þórs Einarssonar. Henný Dröfn er
trúlofuð Björgvini Hallgrímssyni en
saman hafa þau fest kaup á
Brimhólabraut 1 þar sem Henný
Dröfn mun ásamt móður sinni og
Þórunni Rúnarsdóttur opna
Hárhúsið.
Henný Dröfn segir að hárgreiðslan
hafi þó ekki alltaf verið fyrsta val.
„Ég var mikið búin pæla hvað ég
ætlaði nú að verða þegar ég yrði
stór, hárgreiðslan og leikskóla-
kennarinn heilluðu mjög mikið en
þegar ég heyrði af þessum skóla
vissi ég að þetta væri það sem ég
vildi og ákvað að sækja um.
Hárgreiðslan er krefjandi, skapandi
og gefandi starf, og mikið um
mannleg samskipti sem hentar mér
mjög vel,“ sagði Henný Dröfn og
hló.
Hvernig er búið að vera i háraka-
demíunni? „Þetta er búið að vera
svakalega gaman, mjög krefjandi og
ég er búin að læra miklu meira á
þessu ári en ég bjóst við. Ég mæli
algjörlega með náminu enda frábær
skóli.“
Eitt ár á stofu
Hvernig er námið frábrugðið öðru
hárgreiðslunámi? „Námið í Háraka-
demíunni er lotunám og er hver
áfangi kenndur í 2-3 vikna lotum
eftir fjölda eininga, námið tekur tólf
mánuði sem skiptist í þrjár annir og
er hver önn um fimmtán vikur. Við
erum alla virka daga í skólanum
8:30-16:30, eftir þriðju önnina
förum við á samning á stofu í eitt ár
og eftir það í sveinspróf.“
Henný Dröfn segir að fimmtu-
dagurinn síðasti hafi verið ótrúlega
skemmtilegur en að halda svona
sýningu sé einnig mikil vinna.
„Þetta var ótrúlega gaman, við
lögðum mikið í þetta og undir-
bjuggum okkur í langan tíma enda
mikið skipulag og vinna á bakvið
svona sýningu. Maður lærir svo
margt og það er ótrúlega gaman að
vinna undir mikilli pressu og sjá
svo afraksturinn uppi á sviði.“
Ný stofa
Hvar ert þú komin með samning?
„Á Hárhúsinu heima í Eyjum hjá
mömmu, en þar starfa einnig
Þórunn Rúnarsdóttir og Þórsteina
Grétarsdóttir. Við erum einnig á
fullu í undirbúningi að opna nýja
stofu á Brimhólabraut sem verður
stærri og hrikalega fín en þar ætla
ég að vera með mömmu og Þórunni
í rekstrinum, það eru mjög
spennandi tímar framundan hjá
mér,“ sagði Henný Dröfn og brosti
en hún mun hefja störf á Hárhúsinu
í vikunni fyrir þjóðhátíð og
tilhlökkunin leynir sér ekki.
Sandra Dís ::
Alltaf langað til
að læra hár-
greiðslu:
Erum með
hrikalega
flotta
kennara
Sandra Dís Pálsdóttir er 22 ára,
dóttir þeirra Þórdísar Jóelsdóttur og
Páls Heiðars Högnasonar. Söndru
Dís hefur alltaf langað til að læra
hárgreiðslu. „Ég ákvað að sækja um
þegar ég sá skólann auglýstan. Þetta
er mjög skemmtilegt og krefjandi
nám og ótrúlegt hvað ég hef lært
mikið á einu ári og ekki skemmir
fyrir hvað hópurinn er hrikalega
skemmtilegur,“ sagði Sandra Dís
sem mælir hiklaust með skólanum
fyrir þá sem vilja fara út í hár-
greiðslunám.
Hvernig eru kennararnir? „Við
erum með hrikalega flotta kennara.
Þær kunna sitt fag, hafa mikla
þolinmæði og gera allt til að kenna
okkur það sem við þurfum að læra.
Harpa Ómarsdóttir er litafræðingur
og eigandi skólans og kennir okkur
mest að lita. Edda Sif Guðbrands-
dóttir og Sigrún Davíðsdóttir eru
klippikennararnir. Aldís Eva
Ágústsdóttir kennir og hjálpar
okkur við allt sem við þurfum. Ekki
skemmir fyrir hvað þær eru hressar
og skemmtilegar.
Við fáum einnig gestakennara til
okkar þar má til dæmis nefna
Theódóru Mjöll, bloggara á
Trendnet og útgefanda Disney
hárbókanna og Ævar frá Skeggi.“
Hvernig er að taka þátt í svona
sýningu? „Það er mjög skemmtilegt
að taka þátt í sýningu að þessu tagi,
það er mjög mikil vinna á sem
liggur á bak við þetta allt og gaman
að sjá útkomuna á sviði í Hörp-
unni,“ sagði Sandra Dís að lokum.
Dóra Kristín ::
Árið verið alveg
geðveikt :
Lært svo
mikið á
þessum
stutta tíma
með frá-
bærum
kennurum
Dóra Kristín Guðjónsdóttir er dóttir
þeirra Jóhönnu Gunnlaugsdóttur og
Guðjóns Arnars Guðjónssonar. „Ég
hef alltaf haft áhuga á að fara í
hárgreiðslunám og mér fannst þessi
skóli áhugaverður og spennandi.
Starfið er mjög heillandi ekki síst
vegna þess hve fjölbreytt það er,“
sagði Dóra Kristín en hún mælir
hiklaust með Hárakademíunni fyrir
alla þá sem vilja læra hárgreiðslu.
„Enginn á eftir að sjá eftir því að
velja Hárakademíuna. Árið hefur
verið alveg geðveikt og við erum
búnar að læra svo mikið á þessum
stutta tíma með frábærum kenn-
urum.“
Hvernig fara opnir dagar fram?
„Þeir eru alveg eins og stofudagar,
opnir fyrir almenning, þú hringir og
pantar tíma hjá okkur hvort sem það
er litur eða klipping og við reddum
málunum.“
Hvernig er að taka þátt í svona
sýningu? „Ég lærði mikið á því að
taka þátt í sýningunni og það er
alveg geðveikt að fá að taka þátt í
svona stórri sýningu.“
Munt þú koma til með að vilja
starfa í Eyjum? „Já, það er aldrei að
vita.“
Hvar sérð þú þig eftir fimm ár?
„Vonandi sem hárgreiðslukonu á
minni eigin stofu,“ sagði Dóra
Kristín og brosti.
Hárakademían útskrifaði fyrstu nemendurna á fimmtudaginn:
Fjórar Eyjakonur af fjórtán
í útskriftarhópnum
GÍGja ÓSKarSdÓTTir
gigja@eyjafrettir.is
Hárgreiðslunemarnir og Eyjastúlkurnar. Frá vinstri, Henný Dröfn, Sandra Dís, Dóra Kristín og Arna Björk.