Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Kirkjur bæjarins: Eyjamaður vikunnar Ótrúlega gaman að spila í mótum Katrín Lovísa Magnúsdóttir er Eyjamaður vikunnar Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Þjóðhátíðartjald með öllu til- heyrandi hefur verið sett upp á veitingastaðnum Bergsson RE í húsi Sjávarklasans á Grandagarði 16. Í tjaldinu verður boðið upp á veitingar í anda þjóðhátíðar og reynt að fanga hina sönnu þjóðhátíðarstemningu sem myndast ár hvert í hvítum tjöldum heimamanna. Með þessu vilja fyrirtæki í Húsi sjávarklas- ans og Bergsson RE kynna hefðir þjóðhátíðar fyrir höfuðborgarbúum. Á föstudaginn kynnti þjóðhátíðar- nefnd ÍBV dagskrá hátíðarinnar og tjaldið var þá formlega opnað. Hreimur Heimisson tók lagið af því tilefni en hann mun koma fram á hátíðinni með hljómsveit sinni Land og synir. „Það er frábært að hafa þetta litla útibú hér á Reykjavíkursvæðinu og lofa þeim sem hafa ekki upplifað þessa stemningu að fá smjörþefinn,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV. „Við höfum reynt að fanga þessa Eyjastemningu hér í tjaldinu eins og fjölskyldur í Vestmannaeyjum hafa gert í öll þessi ár. Hér eru myndir sem sýna hátíðleikann við setning- una á föstudegi þjóðhátíðar en fyrir marga er það einn af hápunktunum. Við bjóðum alla velkomna að kíkja við og njóta hvort sem það er Eyjafólk sem er fast á Norður- eyjunni eða fólk af fastalandinu sem hefur ekki komið á þjóðhátíð,“ segir Emilía Borgþórsdóttir hönnun- arstjóri sýningarinnar. Tjaldið verður opið gestum alla virka daga frá klukkan 11:00 til 18:00 og verður opið alla virka daga þar til þjóðhátíð lýkur þann 3. ágúst næstkomandi. Hús Sjávarklasans :: Þjóðhátíð á Grandanum í Reykjavík: Vilja kynna hefðir þjóðhátíðar fyrir höfuðborgarbúum Hreimur Heimisson lagði kynningunni lið. Á laugardag lauk Íslandsmóti eldri kylfinga en það var haldið á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Eyjakonan Katrín Lovísa Magnús- dóttir stóð uppi sem sigurvegari í flokki kvenna 65 ára og eldri með forgjöf en þetta er í annað skiptið sem hún hampar Íslands- meistaratitli í öldungagolfi, vann þann titil einnig árið 2004 með forgjöf en keppti þá í yngri flokki kvenna. Hún er Eyjamaður vikunnar af þessu tilefni. Nafn: Katrín Lovísa Magnúsdóttir Fæðingardagur: 29. mars 1944. Fæðingarstaður: Hvammssveit í Dalasýslu. Fjölskylda: Gift Sigurgeir Jónssyni, börnin eru fjögur, Jarl, Hersir, Dís og Dögg Lára og svo stjúpdóttirin Fanney. Barnabörnin eru farin að nálgast tuttugu. Draumabíllinn: Ég er mjög ánægð með þann sem við eigum núna, Honda CRV, golfsettin rúmast vel í honum. Uppáhaldsmatur: Pörusteikin sem Sigurgeir eldar. Hún er lostæti. Versti matur: Mér finnst nær allur matur góður en er ekkert mjög hrifin af hrossakjöti. Uppáhalds vefsíða: Ætli það sé ekki golf.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Mike Oldfield og Emerson Lake and Palmer eru hvað oftast settir á fóninn í Gvendarhúsi. Aðaláhugamál: Golf og kórsöngur með Kór Landakirkju. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Sveitunga minn, landnámskonuna Auði djúpúðgu. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Golfvöllurinn í Cromer í Norfolk í Englandi, einn af elstu golfvöllum Englands. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég hélt alltaf með Tiger Woods en það er erfitt í dag, hann hefur dalað heldur hressilega. Ég hef líka alltaf haldið með Sergio Garcia. Fylgist ekki mikið með öðrum íþróttum en golfi en held auðvitað með ÍBV. Ertu hjátrúarfull: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, golf allt árið innanlands og utan og fer reglulega í líkamsræktina í Íþróttamiðstöðinni. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir og beinar útsendingar í golfi. Hvenær byrjaðir þú að æfa golf: Allt of seint, byrjaði ekki fyrr en um fimmtugt og fór þá beint inn í öldungaflokkinn. Hvað er skemmtilegast við golfið: Það er svo margt, hreyfing, útivera, góður félagsskapur og svo skemmir náttúrulega ekki fyrir ef maður spilar vel. Áttir þú von á að hampa Íslands- meistaratitli: Nei, alls ekki, er ekki í sem bestu formi núna, hnén hafa verið að plaga mig og ég varð að vera á golfbíl í mótinu. Var heldur ekki að spila neitt sérstaklega vel að mér fannst. En svona er golfið, getur verið óútreiknanlegt og það er eitt af því sem gerir það svo skemmtilegt. Ætlar þú á þjóðhátíð: Nei, ekki í Eyjum. Við höfum ekki verið á þjóðhátíð hér síðustu 20 ár (það er nefnilega erfitt að spila golf yfir þjóðhátíðarhelgina í Vestmanna- eyjum) en höldum okkar eigin þjóðhátíð í Englandi í golfi með góðum félögum. Eitthvað að lokum: Ég var eina konan frá GV sem tók þátt í þessu móti og mér finnst að konur hér mættu vera duglegri að taka þátt í mótum. Það er ótrúlega gaman að spila í mótum, maður kynnist nýju fólki, rifjar upp gömul kynni við aðra og skiptir ekki meginmáli hvort maður er í verðlaunasæti eða ekki. Aðalmálið er að hafa gaman af þessu. Landakirkja Laugardagur 25. júlí: Kl. 14. Útför. Ingvar Sigurjónsson. Sunnudagur 26. júlí: Kl. 11. Messa. Skírn og ferming. Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Landakirkju syngur. Organisti er Guðmundur Hafliði Guðjónsson. Mánudagur 27. júlí: Kl. 11-12. Síðasti viðtalstími fyrir þjóðhátíð. Föstudagur 31. júlí: Kl. 14.30. Helgistund við setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal. Sr. Guðmundur Örn Jónsson flytur hugvekju. Kór Landakirkju syngur og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar. Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Margrét Kristjánsdóttir Brekastíg 25 / s. 481-2274 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 / 661-9825 Gallerý BK gler Skildingavegi 16 / 481 1472

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.