Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.2015, Blaðsíða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. júlí 2015 ALLT FYRIR TJALDIÐ Í SKIPALYFTUNNI BÁTADREGLAR Á 1.590 KR/M RAFHLÖÐUR Á GÓÐU VERÐI DEKA HAMMER MÁLNING Á TJALDSÚLUR. PLASSTBOX OG GLÖS SVARTIR RUSLAPOKAR TREKTAR UPPÞVOTTABURSTAR LED LJÓS Í TJALDIÐ TJALDHÆLA FYRIR HVÍTU TJÖLDIN FÆRÐU Í SKIPALYFTUNNI OPIÐ HÚS (TJALD) Í tilefni þess að ég verð 80 ára í ágúst, ætla ég að halda upp á afmælið mitt laugardaginn 1. ágúst kl. 15:00 til 17:00 í Herjólfsdal. Gjafir og blóm vinsamlegast afþakkað. Hlakka til að sjá ykkur Guðrún Jóhannsdóttir Rúna Fjöldi ferðamanna sem ferðast til Vestmannaeyja er mjög ójafn eftir árstíðum. Mesti álagspunkturinn er sumartíminn, þegar veðrið er betra og samgöngur milli lands og Eyja eru reglulegri. Það virðist þó ekki enn komið að því að eyjan geti ekki þjónustað alla þessa ferðamenn, aðalvandinn virðist liggja í því að ferðir Herjólfs eru nær alltaf upppantaðar, sem gæti í raun og veru einnig talist lúxusvandamál ef þannig er á það er litið. Á Suðurlandi, við þessa helstu ferðamannastaði s.s. Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Þingvelli o.fl. virðist ásókn og ágangur ferða- manna vera of mikill og virðist ekki vera hægt að taka á móti öllum þessum fjölda án þess að umhverfið fari að láta á sjá. Hreinlætisaðstaða virðist líka vera af skornum skammti og samkvæmt fréttum undanfarna daga og vikur virðast fleiri ferðamenn ganga örna sinni í náttúru Íslands við lítinn fögnuð ferðaþjónustuaðila. Þetta vandamál virðist ekki enn hafa skotið upp kollinum hér í Eyjum þó að auðvitað sé alltaf hægt að breyta og bæta og gera betur til að þjónusta ferðamenn sem koma hingað til Eyja. Ferðaþjónustuaðilar sem blaða- maður ræddi við telja að viðhorf til ferðamanna sem heimsækja Vestmannaeyjar sé almennt gott. Magnús Bragason hjá Hótel Vestmannaeyjum tekur í sama streng „Mér finnst viðhorf Eyja- manna gagnvart ferðamönnum vera gott og jákvætt. Gestir sem gista hjá okkur tala um hvað fólkið sem býr hér sé hjálplegt, opið og glatt.“ Hann nefnir einnig að fólk í Eyjum sé áhugasamt um reksturinn hjá þeim hjónum, það gleðjist með þeim þegar vel gengur og finnur til með þeim þegar á brattann er að sækja. Magnús segir að ferðaþjón- ustan geti orðið góð aukabúgrein með sjávarútveginum og að þessar greinar styðji hvor aðra og skapi blómlegra samfélag. Sigurmundur hjá Viking Tours segir mannlífið í bænum vera mjög skemmtilegt þegar ferðamennirnir koma og segir að Eyjamenn eigi að bjóða þá velkomna með bros á vör. „Framtaksamt fólk hefur lagt á sig byrðar til þess að geta boðið upp á afþreyingu og gistingu svo ekki sé talað um flóruna í veitingahúsageir- anum. Við tölum stolt um það að þrjú veitingahúsa okkar verma eftstu sætin sem bestu veitingahús landsins á alþjóðlegum síðum. Verum stolt af paradísinni okkar, bjóðum ferðamenn velkomna með bros á vör“ segir Sigurmundur að lokum. Kristín Jóhannsdóttir í Eldheimum tekur í sama streng og telur að Eyjamenn séu nær undantekningar- laust mjög jákvæðir í garð ferða- manna. „Það lífgar upp á bæinn að sjá þá fjölmörgu gesti sem hafa heimsótt okkur í sumar og mönnum finnst líka tignarlegt að sjá skemmtiferðaskip í höfn,“ segir Kristín. Hún nefnir að menn séu meðvitaðir um að ferðaþjónustan sé mikilvæg tekjulind og að fjölgun ferðamanna hafi leitt til fjölbreyttari og betri þjónustu sem við öll njótum góðs af. „Ófremdarástandið í samgöngum allt of stóran hluta ársins leiðir til þess að hér sjást varla ferðamenn yfir vetrarmán- uðina. Þetta þykir mönnum miður. Ég tel að fólk almennt sé meðvitað um það að ferðaþjónusta allt árið væri upplyfting fyrir bæjarfélagið, skapaði fjölda starfa og fjölbreytni í ýmissi þjónustu“ segir Kristín að lokum. Eyjamenn almennt jákvæðir í garð ferðamanna: Lífgar upp á mannlífið og njótum góðs af bættri þjónustu ÁSTa SiGrÍður GuðjÓnSdÓTTir asta@eyjafrettir.is Aleksei Bykov og Ekaterina Sysoeva eru meðal margra ferðamanna sem hafa heimsótt okkur í sumar. Heimsóknin var að því leyti sérstök að þau giftu sig í leiðinni. -Nánar í næsta blaði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.