Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 44
44 PRESSAN 26. apríl 2019 Í kjölfar hryðjuverksins í Christchurch þann 15. mars síðastliðinn, þar sem 50 manns voru myrtir af áströlskum, hvít- um, öfgasinnuðum hægrimanni, og vegna margra árása skoðana- bræðra hans í Bandaríkjunum, beinast sjónir margra nú að hvít- um öfgahægrimönnum og þeirri hryðjuverkaógn sem stafar af þeim. Ekki eru allir sammála um umfang þess vanda sem þessir menn óneitanlega eru né hversu hratt þessi hópur stækkar. Einn þessara manna er fimmtugur Bandaríkjamaður, Christopher Hasson. Hann býr í Langley Park sem er úthverfi Wash ington D.C. „Mig dreymir um aðferð sem ég gæti notað til að drepa næst- um hverja einustu manneskju á jörðinni. Ég held að faraldur gæti verið árangursríkastur en hvernig kemst ég yfir það nauðsynlegasta – spænsku veikina, bótúlín eða miltisbrand? Ég veit það ekki enn, en ég ætla að finna eitthvað,“ skrif- aði hann, samkvæmt því sem segir í dómskjölum sem voru lögð fyrir dóm í Maryland í febrúar. Hasson var liðsforingi í strandgæslunni og vann í höfuðstöðvum hennar í Washington. Hann á einnig að baki feril innan bandaríska sjóhersins. Til allrar hamingju var hann ekki kominn langt áleiðis í tilraunum sínum með vopn á borð við þau sem fyrr eru nefnd. En hann hafði komið sér upp álitlegu vopnabúri sem vekur óneitanlega áhyggjur. Hann lýsir sjálfum sér sem „hvít- um þjóðernissinna“ með 30 ára „félagsaðild“ og hann er aðdá- andi norska hryðjuverkamanns- ins Anders Behrings Breivik. Þegar Hasson var handtekinn fann lög- reglan vopnabúr hans. Í því voru 15 skotvopn, þar á meðal mörg hálfsjálfvirk. Megnið af vopnunum og skotfærunum hafði hann keypt á undanförnum tveimur árum. Talið er að hann hafi ætlað að nota vopnin til að myrða ákveðna stjórnmálamenn og fjölmiðla- fólk. Á Excel-skjali, sem Hasson hafði gert, var að finna það sem má ætla að sé listi hans yfir þá sem hann hugðist ráða af dögum. Þar er meðal annars að finna Nancy Pelosi, sem er forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, og nöfn fleiri Demókrata sem eru áberandi í þjóðmálaumræðunni. Auk þess eru á listanum nöfn margra áber- andi og frjálslyndra fréttamanna hjá sjónvarpsstöðvum á borð við CNN og MSNBC. En sem betur fer náði Hasson ekki að hrinda ráða- gerðum sínum í framkvæmd en hann situr nú bak við lás og slá í Maryland og verður þar væntan- lega næstu árin eða áratugina. En Hasson er ekki eini banda- ríski öfgahægrimaðurinn sem hef- ur komið fram í sviðsljósið því margir slíkir hafa framið hryðju- verk í Bandaríkjunum og myrt fólk á undanförnum árum. Ný- lega játaði James Alex Fields, sem er yfirlýstur nýnasisti, að hafa vilj- andi ekið bíl sínum inn í hóp mót- mælenda í Virginíu í ágúst 2017. Einn mótmælendanna lést. Þess er vænst að Fields verði dæmdur í ævilangt fangelsi. Fleiri álíka mál eru til meðferðar hjá bandarískum dómstólum þessa dagana. Í mars játaði Cesar Sayoc sök varðandi 65 ákæruatriði. Hann er ákærður fyrir að hafa í október á síðasta ári sent bréfasprengjur til nokkurra lykil- manna innan Demókrataflokksins, þar á meðal Baracks Obama, fyrr- verandi forseta, og milljarðamær- ingsins Georges Soros. Í Pittsburgh hefur Robert Bowers verið ákærður fyrir 11 morð en þau framdi hann í samkomuhúsi gyðinga þar í borg í október á síðasta ári. Hann var gripinn glóðvolgur við ódæðið. „Ég get ekki setið rólegur og horft á þegar fólkinu mínu er slátrað,“ skrifaði hann á vefsíðu, sem er mikið notuð af öfgahægri- mönnum, áður en hann réðst inn í samkomuhúsið. En öfgahægri- menn láta víðar að sér kveða en í Bandaríkjunum og er skemmst að minnast Ástralans sem myrti 50 manns í Christchurch á Nýja- Sjálandi þann 15. mars síðast- liðinn. Í kjölfar þess hryðjuverks hafa sjónir manna beinst meira en áður að þeim hættulega hópi sem öfgahægrimenn eru. Í kjölfar voða- verksins í Christchurch urðu mikl- ar umræður á mörgum samfélags- miðlum sem öfgahægrimenn nota. Þar á meðal á 8chan sem er vinsæll samfélagsmiðill hjá bandarískum öfgamönnum. „Ég hef aldrei verið eins glaður,“ skrifaði einn notandinn og annar spurði: „Hvern á ég að drepa?“ Ekki nýtt vandamál Í nýlegri úttekt New York Times á hryðjuverkum á Vesturlöndum, á árunum 2011 til 2017, kom fram að hryðjuverkum öfgahægri- manna fór að fjölga 2015. Úttekt- in er unnin upp úr gagnagrunni University of Maryland. Um 80 prósent hryðjuverka öfgahægri- manna á Vesturlöndum (Norður- -Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu) á þessum tíma voru framin frá 2015 og síðar. En ef horft er enn lengra aftur í tímann er aukningin ekki svo greinileg. „Þetta er ekki vaxandi vanda- mál. Það hefur aldrei minnkað,“ er mat Wall Street Journal á vandan- um og miðar blaðið þá við fjölda árása öfgahægrimanna frá ár- inu 1970. Blóðugasta hryðjuverk- ið átti sér stað þann 19. apríl 1995 þegar Timothy McVeigh, sem var öfgahægrimaður, sprengdi öfl- uga sprengju í Alfred P. Murrah- stjórnarbyggingunni í Oklahoma, 168 létust og um 500 særðust. Þetta var mannskæðasta hryðjuverkið á bandarískri grund þar til íslamskir öfgamenn réðust á landið í sept- ember 2001. Wall Street Journal segir að hryðjuverk íslamskra öfgamanna hafi almennt séð orðið fleirum að bana í Bandaríkjunum en hryðjuverk öfgahægrimanna en þau hafi einnig verið dreifðari. Í umræðunni um hryðjuverk í Bandaríkjunum eru internetið og samfélagsmiðlar og hlutverk þeirra í kastljósinu en á þessum vettvangi fer skipulagning og áróður öfgamanna fram að stór- um hluta. Áður fyrr var erfitt fyrir fólk með öfgaskoðanir og fyrirætl- anir að komast í samband við aðra sama sinnis en nú er öldin önnur því internetið og samfélagsmiðl- ar hafa gert fólki kleift að finna hvert annað á auðveldan og ódýr- an hátt. n GERlf> GJEf>A- OG VERf>SAMANBURf> Nattsloppar og saengurfot MikiO urval - Flottar fermingargjafir � .... �--...... - - ' �.: ' . ., J • .;- Baldursnesi 6 - Akureyri Listhusinu Laugardal- Simi 581 2233 Baldursnesi 6, Akureyri - Simi 461 1150 OpiO virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 Umboclsallilar: I Husgagnaval - Hiifn f Hornafirlli I Bara snilld ehf. - Egilsstoclum Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / B ra s illd ehf. - Egi sstöðum GJÖF FYLGIR FERMINGAR- RÚMUM Mikil ógn er talin stafa af hvítum öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum Ein stærsta hryðjuverkaógn samtímans „Mig dreymir um aðferð sem ég gæti notað til að drepa næstum hverja einustu manneskju á jörðinni Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Christopher Hasson Liðsforingi í strandgæslunni. James Alex Fields Yfirlýstur nýnasisti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.