Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 39
SPORT 3926. apríl 2019 MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS Í REYKJANESBÆJARhjarta Spá DV fyrir Pepsi Max-deild karla 6. KA Það er metnaður í starfinu á Akureyri, en það getur reynst erfitt að brjóta sér leið inn í Evrópu- sæti. Óli Stefán Flóventsson er við stjórnvölinn og treysta stuðningsmenn KA á að hann verði með skipulag sitt og gleði í farteskinu, Óli er öflugur þjálf- ari en það eru spurningarmerki á lofti um hvort KA sé nógu sterkt lið til að stíga næsta skref. Haukur Heiðar Hauksson er kominn heim en liðið hefur misst Guðmann Þórisson, sem telst stór biti. Guðjón Pétur Lýðsson stökk svo frá borði rétt fyrir mót og það getur haft áhrif. 8. ÍA Skagamenn hafa verið frábærir í vetur en það er annað að gera hlutina í höllunum eða úti á grasi, þegar allt er undir. Skaga- menn eru nýliðar í deildinni og þetta er fyrsta stóra prófið fyrir Jóhannes Karl Guð- jónsson í þjálfun. Að margra mati er hann okkar efnilegasti þjálfari en hann þarf að sanna það á stóra sviðinu. Skagamenn hafa verið með veskið á lofti í vet- ur og krækt sér í stóra bita, þrátt fyrir að vera nýliðar. Viktor Jónsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson eiga að bera upp sóknarleikinn og þeir gætu reynst mörgum liðum skeinuhættir. 9. Víkingur Arnar Bergmann Gunnlaugsson er við stýrið og hann á erfitt verk fyrir höndum því hann þarf að smíða svo gott sem nýtt lið. Arnar þarf að treysta á að Sölvi Geir Ottesen haldi heilsu, en hann hefur lítið æft í vetur. Sölvi var afar mikilvægur fyrir Víking í fyrra en varnarleikur liðsins hrundi þegar hann var meiddur. Arnar hefur sótt marga unga stráka. 10. ÍBV Pedro Hipólito er kominn til starfa í Eyjum. Hann gerði ekki merkilega hluti með Fram, en það hefur reyndar enginn gert síðustu ár. Fram hefur verið sökkvandi skip í íslenskum fót- bolta. Það er mjög erfitt að meta styrkleika ÍBV en liðið er veikara á pappír en á síðustu leiktíð, stemn- ingarleysi virðist svífa yfir vötnum hjá félaginu. 11. Grindavík Suður með sjó er óvissa, en þar hafa stór nöfn, sem borið hafa leik liðsins uppi síð- ustu ár, horfið á braut. Srdjan Tufegdzic tók við stýrinu og hann fær erfitt verkefni, með talsverðan fjölda erlendra leikmanna í bland við kjarna sem hefur lengi verið til staðar. Túfa, eins og þjálfarinn er kallaður, þarf að treysta á að Gunnar Þorsteinsson og Alexander Veigar Þórarinsson verði í stuði og haldi uppi stemningu og leikgleði í Grindavík. 12. HK Nýliðar HK virðast dæmdir til að falla, enginn hefur trú á liðinu nema kannski leikmenn og þjálf- ari liðsins. HK er með marga leik- menn sem hafa mikið að sanna í efstu deild og liðið sótti sér reynslu úr Pepsi Max-deildinni með því að fá Ásgeir Börk Ásgeirsson og Arn- þór Ara Atlason til liðs við sig. Brynjar Björn Gunnarsson er að hefja sitt annað ár sem aðalþjálfari og hann nýtur mikils trausts í efri byggðum Kópavogs. Liðið er það eina sem spilar innandyra og gæti Kórinn reynst sterkasta vopn HK. 7. Fylkir Fylkir mætir til leiks með betra lið en í fyrra, Geoffrey Castillion er mættur á láni frá FH og takist Fylki að koma hollenska framherjanum í form verður hann mik- ill styrkur fyrir liðið. Sam Hewson kom frá Grindavík en hefur glímt við meiðsli, þar er á ferðinni einn öflugasti miðjumaður deildar- innar. Helgi Valur Daníelsson er svo í frábæru formi og hefur æft af krafti í vetur. Stærsti styrkur Fylkis er hins vegar sú staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason verður með allt tímabil- ið og á góðum degi er hann besti leikmaður deildarinnar. Fylkir gæti, ef allt gengur upp, komist ofar í töflunni. Ólafur Ingi í Fylki er einn besti leikmaður deildarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.