Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 26. apríl 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Mannfyrirlitning í garð meðlagsgreiðenda DV heldur nú áfram um- fjöllun sinni um inn- anbúðarmál Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga. Fleiri hafa stigið fram og tekið í sama streng og konurnar fjórar sem sögðust hafa verið beitt- ar einelti og ógnarstjórnun innan stofnunarinnar, eins og DV greindi ítarlega frá þann 12. apríl. Á báðum starfsstöðvum stofn- unarinnar, í Reykjavík og á Ísafirði, virðist ríkja eitruð menning. And- rúmsloftið svo þrúgandi að starfs- fólk hrökklast þaðan út og situr eft- ir með sárar minningar. Bæði vegna sjálfs sín og fyrrverandi vinnufélaga. Ein af birtingarmyndum þess andrúmslofts sem skapast hefur er sú mannfyrirlitning sem meðlags- greiðendum er sýnd, en meginhlut- verk stofnunarinnar er einmitt að innheimta meðlagsgreiðslur. Þetta hefur fyrrverandi starfsfólk vitn- að um og einnig birtir DV nú skjá- skot af því þegar forstjórinn sjálfur, Jón Ingvar Pálsson, og fleiri hæðast að meðlagsgreiðanda í samfélags- miðlahóp. Skilnaðir eru algengir á Ís- landi. Hlutfallið er 34 prósent. Auk þess koma mörg börn undir eftir skyndikynni eða stutt sambönd. Þó að sameiginleg forsjá barna sé meginreglan á Íslandi þá skipta meðlagsgreiðendur þúsund- um. Rúmlega 10.000 karlar greiða meðlag og rúmlega 700 konur. Tæplega helmingur greiðir með fleiri en einu barni. Flest þekkjum við einhvern sem greiðir meðlag eða hefur gert það, oftast karlmenn. Þeir eru ekkert verri fyrir vikið og langflestir með umgengnisrétt við börn sín. Þeir vilja börnunum sínum það besta rétt eins og aðrir feður. Það er auðvelt að sjá fyrir sér þær aðstæður þar sem meðlags- greiðslur fara úr skorðum. Skilnað- ur verður í efnalítilli, þriggja barna fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn flyt- ur af heimilinu og þarf að finna sér nýtt húsnæði, sem býður kannski ekki upp á að börnin dvelji hjá honum. Vitaskuld vill hann greiða með börnunum sínum en getur það kannski ekki nema að hluta til fyrst um sinn, á meðan hann er að koma undir sig fótunum að nýju. Í þessu skáldaða tilviki þarf meðlagsgreiðandinn á skilningi frá hinu opinbera að halda og andlit hins opinbera er Innheimtustofn- un sveitarfélaga. Það sem hann þarf ekki á að halda er ósveigjan- legt starfsfólk sem mætir honum með fullri hörku og hlær að hon- um þegar hann er farinn út um dyrnar. En það virðist vera tilfellið fyrir svo marga í raunveruleikan- um. Innheimta meðlagsgreiðslna er þjóðhagslega mikilvæg. Rétt skal vera rétt og jafnt skal yfir alla ganga. Það er algerleg óumdeilt. En innan Innheimtustofnunar sveitarfélaga þarf augljóslega manneskjulegra og sveigjanlegra viðhorf. Og síð- an djúpa naflaskoðun hvað varð- ar starfsmannamál og samskipti á vinnustaðnum. Á því bera stjórn- endurnir ábyrgð og, ef svo ber undir, skipuð stjórn stofnunarinn- ar og samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytið sjálft. Einhver inn- an kerfisins þarf að taka af skarið og spyrja nauðsynlegra spurninga innan veggja þessarar stofnunar. Annars breytist ekki neitt. n Jón að reyna að sprengja stjórnina? Jón Gunnarsson fer nú fremstur í flokki þeirra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins sem gagnrýna Svandísi Svavarsdóttur vegna áherslu á að fjármagn renni fyrst og fremst til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Á með- an fari fjármagn til sjálfstætt starfandi fyrirtækja dvínandi. Jón hefur verið andlit þessarar baráttu, bæði á ritvellinum og í viðtölum. Þessi deila stjórnarflokkanna kemur upp á versta tíma, í orkupakkastorminum miðjum þar sem ríkisstjórnin er með bæði stjórnarandstöðuna og marga af eigin kjósendum og grasrótarfólki á móti sér. Jón var ekki sáttur við stjórnar- myndunina þegar ljóst var að hann myndi missa ráðherra- stól. Hefur hann þegar sýnt upphlaupstakta í vegtollamál- inu og nú heggur hann áfram í samstarfsflokkana. Bjarni í langneðsta sæti Í vikunni brydd- aði Friðjón Frið- jónsson, fram- kvæmdastjóri KOM, upp á því að Bjarni Bene- diktsson hefði komist í þriðja sæti yfir þá sem hefðu setið lengst á formannsstóli Sjálf- stæðisflokksins. Ætti hann þrjú ár í Davíð Oddsson en sautján ár í Ólaf Thors. Bjarni er hins vegar sá formað- ur sem hefur setið hlutfallslega langskemmst sem forsætisráð- herra, aðeins 323 daga af 3.680, eða 8,8 prósent hlutfallslega. Næstneðstur er Þorsteinn Páls- son með 16,7 prósent. Davíð Oddsson trónir á toppn- um með 91,6 prósent. Þá koma Bjarni Benediktsson eldri með 80 prósent, Geir H. Haarde með 76,3, Geir Hallgrímsson með 39,8, Ólafur Thors með 35,8, Jóhann Hafstein með 31 og Jón Þorláksson 24,2 prósent. Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Spurning vikunnar Eru fermingarveislur skemmtilegar? „Nei, ekki hjá fjarskyldum ættingjum. En hjá náskyldum getur verið gaman.“ Ólafur Jónsson „Þær eru ágætar.“ Sigurjón Viðar Gunn- laugsson „Já, mér finnst þær skemmtilegar.“ Guðrún Harðardóttir „Þær eru drepleiðinlegar. Fyrirgefið mér, ættingjar.“ Þórunn Helga Þórðardóttir Myndin Ærslabelgurinn vinsæll Börn fagna komu sumars í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum M Y N D H A N N A /D V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.