Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 56
26. apríl 2019 17. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þeir gætu verið tvíburar ... og svona líka brosmildir! 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Tvífarar: Píanistinn og ritstjórinn Ó hætt er að segja að mikill svipur sé með tónlistar­ manninum Jóni Ólafs­ syni og ritstjóranum fyrr­ verandi, Styrmi Gunnarssyni. Þó að vissulega sé hinn síðar­ nefndi töluvert eldri. Jón hefur glatt Íslendinga með hljómsveitinni Ný dönsk í hartnær þrjátíu ár en þar áður hafði hann getið sér frægðar með Bítlavinafélaginu. Jón hef­ ur einnig gefið út sólóplötur og stýrt hinum geysivinsælu þátt­ um Af fingrum fram sem sýndir eru á RÚV. Styrmir er einn af áhrifa­ mestu fjölmiðlamönnum Ís­ lands og ritstýrði Morgun­ blaðinu í 36 ár. Styrmir hefur verið áberandi í þjóðfélagsum­ ræðunni síðan og meðal annars gefið út bók um bankahrunið. Hvað er Pétur „Jesús“ að horfa á? P étur Örn „Jesús“ Guð­ mundsson, söngvari með meiru, horfir mikið á þætti byggða á vísinda­ skáldskap og elskar hrollvekjur. Hvað ert þú að horfa á? „Ég var að klára þriðju þátta­ röð af þáttum sem heita Travel­ ers og eru „sci­fi“­þættir sem fjalla um tímaferðalanga. Ég er mjög hrifinn af þeim og bíð spenntur eftir næstu seríu. Svo er ég að horfa á aðra seríu af Star Trek Discovery, sem er besta Star Trek sem ég hef séð. Ég er voðalega mikið fyrir vísindaskáldskap eða hrollvekjur og ef það er ekki geislabyssa eða varúlfur í kvik­ mynd þá hef ég ekki áhuga. Djók. Ég horfi á allt, en helst geimverur, plánetusprengingar og vélmennavarúlfa. Ég er líka að horfa á Attack on Titan sem eru frábærir „anime“­þættir en ég er mikill „anime“­kall.“ Slysagildra í Laugardalnum G arðar Sveinbjörn Ottesen lenti þann 19. apríl í alvarlegu slysi á bíla planinu við tjaldsvæðið í Laugardal. Hann er verkfræðingur sem varð heimilislaus eftir slys og dvelur þar ásamt ellefu öðrum. Garðar féll um steina sem nýlega var komið þar fyrir og braut úlnlið og rifbein. Steinunum var komið fyrir á planinu til þess að auka öryggi. Garðar og fleiri töldu steinana vera slysagildru, sérstaklega um kvöld og nætur þegar planið er óupplýst. Hafði hann haft samband við ÍTR og Farfuglaheimilið á svæðinu og varaði við þeim. Garðar starfar í félaga samtökum sem kallast Kærleikssamtökin, en þau hafa látið sig málefni heimilis­ lausra varða. Í samtali við DV segir hann: „Ég var að ganga frá bílnum mín­ um að næsta bíl til að heilsa gestum sem voru að koma. Ég er á hækjum og þurfti að taka tvö skref aftur á bak þegar bíl dyrnar opnuðust. Þá féll ég og lenti á síðunni og hendinni. Það er um metri á milli steinanna og ég var í raun mjög heppinn að lenda ekki með höfuðið á næsta steini.“ Garðar segir að steinarnir sjáist illa, þeir séu líkir planinu sjálfu á lit­ inn. „Hér er fullorðið fólk og krakkar á hjólum að stytta sér leið í gegn. Það er stórhætta af þessu. Það eru líka ferðamenn hér á stórum og dýrum húsbílum. Þeir eru að bakka á steinana af því að þeir sjá þá ekki. En hvorki borgin né forsvarsmenn tjald svæðisins bregðast við þessu. Þetta slys gerðist vegna vanrækslu, þetta hefði aldrei þurft að gerast. Það þarf alltaf einhver að slasast áður en eitthvað gerist.“ Ekki náðist í ÍTR fyrir vinnslu þessarar fréttar. Nánar má lesa um málið á dv.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.